Leita til TikTok-áhrifavalda til að tækla upplýsingaóreiðu Árni Sæberg skrifar 11. mars 2022 22:45 Bandarískir TikTok-áhrifavaldar eiga nú að taka þátt í upplýsingastríðinu sem hófst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Pavlo Gonchar/Getty Til þess að stemma stigu við upplýsingaóreiðu um innrás Rússa í Úkraínu hafa bandarísk yfirvöld leitað til þrjátíu helstu TikTok-áhrifavaldanna í Bandaríkjunum. Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins og Matt Miller, samskiptaráðgjafi Öryggisráðs Bandaríkjanna, fræddu áhrifavaldana um stöðuna á fjarfundi í gær, fimmtudag. Markmið fundarins var að gera TikTok-stjörnunum kleift að afsanna upplýsingaóreiðu og falsfréttir og aðstoða fylgjendur sína við að átta sig á stöðunni í Úkraínu. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er gríðarlega mikilvægur vettvangur þar sem bandarískur almenningur les um nýjasta nýtt. Svo við viljum að þið fáið nýjustu upplýsingar frá traustri heimild,“ sagði Rob Flaherty, yfirmaður stafrænnar stefnumörkunar hjá Hvíta húsinu, á fundinum en The Washington Post hefur upptöku af honum undir höndum. Ríkisstjórn Joes Biden hefur áður fengið áhrifavalda til liðs við sig en í fyrra var hópur þeirra fenginn til að hvetja almenning til að þiggja bóluefni gegn Covid-19. Ekki fyrstir til að nýta TikTok Í frétt Vice segir að yfirvöld í Rússlandi hafi fengið sömu hugmynd og fengið rússneska áhrifavalda til að ýta undir stuðning við innrás í Úkraínu. „Margar herferðir hafa verið skipulagðar á leynilegri Telegram-rás, sem segja áhrifavöldum hvað á að segja, hvar á að taka upp myndbönd, hvata myllumerki á að nota og hvenær á að birta myndbönd,“ segir í frétt Vice. Samfélagsmiðlar Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu TikTok Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins og Matt Miller, samskiptaráðgjafi Öryggisráðs Bandaríkjanna, fræddu áhrifavaldana um stöðuna á fjarfundi í gær, fimmtudag. Markmið fundarins var að gera TikTok-stjörnunum kleift að afsanna upplýsingaóreiðu og falsfréttir og aðstoða fylgjendur sína við að átta sig á stöðunni í Úkraínu. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er gríðarlega mikilvægur vettvangur þar sem bandarískur almenningur les um nýjasta nýtt. Svo við viljum að þið fáið nýjustu upplýsingar frá traustri heimild,“ sagði Rob Flaherty, yfirmaður stafrænnar stefnumörkunar hjá Hvíta húsinu, á fundinum en The Washington Post hefur upptöku af honum undir höndum. Ríkisstjórn Joes Biden hefur áður fengið áhrifavalda til liðs við sig en í fyrra var hópur þeirra fenginn til að hvetja almenning til að þiggja bóluefni gegn Covid-19. Ekki fyrstir til að nýta TikTok Í frétt Vice segir að yfirvöld í Rússlandi hafi fengið sömu hugmynd og fengið rússneska áhrifavalda til að ýta undir stuðning við innrás í Úkraínu. „Margar herferðir hafa verið skipulagðar á leynilegri Telegram-rás, sem segja áhrifavöldum hvað á að segja, hvar á að taka upp myndbönd, hvata myllumerki á að nota og hvenær á að birta myndbönd,“ segir í frétt Vice.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu TikTok Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira