Á öðrum tímanum í nótt stöðvaði lögregla mann í akstri sem grunaður var um akstur undir áhrifum áfengis en maðurinn hafði þá ekið á röngum vegarhelming.
Að því er kemur fram í tilkynningu lögreglu var maðurinn við það að hafna á bíl lögreglunnar við aksturinn en hann var í kjölfarið handtekinn og fluttur á lögreglustöð.
Fjórir aðrir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna en þeim sleppt að sýnatöku lokinni.
Á svipuðum tíma var annar ökumaður stöðvaður en sá reyndi að gefa lögreglu rangar persónuupplýsingar. Lögregla komst að lokum að því hver maðurinn var og reyndist hann réttindalaus.