„Maður þolir illa að tapa“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2022 13:19 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson þingmaður segir það vonbrigði að hafa ekki náð inn á lista í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra, þar sem hann sóttist eftir oddvitasætinu. Hann telur ýmsar ástæður fyrir slæmu gengi sínu. Prófkjör fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar voru haldin hjá Sjálfstæðismönnum og Pírötum á alls fimm stöðum í gær. Haraldur R. Ingvason líffræðingur mun leiða lista Pírata í Hafnarfirði og Álfheiður Eymarsdóttir mun áfram leiða Pírata í Árborg. Þá varð Ásdís Kristjánsdóttir, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Múlaþingi. Í Rangárþingi ytra hafði Ingvar Pétur Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi sigur í oddvitaslag Sjálfstæðisflokks gegn Eydísi Þorbjörgu Indriðadóttur, sem varð í öðru sæti, og Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni, sem varð ekki meðal sex efstu. Ásmundur segir niðurstöðuna vonbrigði. „Það er auðvitað eins og með hvern annan kappleik, maður þolir illa að tapa. En þetta var niðurstaðan sem er í glæsilegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra, þar sem rúmlega 400 manns tóku þátt.“ Ungur og myndarlegur heimamaður í framboði Inntur eftir því hvort hann hafi ef til vill ekki nógu sterka tengingu við svæðið, verandi Vestmannaeyingur búsettur á Suðurnesjum, segist hann tengjast því ýmsum böndum. „Ég er giftur konu sem er ættuð úr þessu sveitarfélagi, hér erum við búin að eiga sumarbústað í mörg ár og hér hef ég tengst bara mjög mörgum,“ segir Ásmundur. „Bara svona sveitapeyi í mér, jafnframt því að vera uppalinn á bryggjunni í Eyjum, þannig að ég er bara allra manna gagn.“ Hann telur ýmsar ástæður fyrir því að niðurstaðan varð ekki betri en raun ber vitni. „Það voru bara margir sem vildu hafa mig áfram á þinginu, einhverjum fannst ég of gamall og það var bara ungur og myndarlegur heimamaður í framboði og hann heillaði fólk og það er bara niðurstaðan, hún er bara góð,“ segir Ásmundur. Ásmundur hugðist hætta á þingi næði hann kjöri en af því verður nú ekki. „Ég er bara að jafna mig eftir leikinn í dag og svo bara mæti ég galvaskur á morgun.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Alþingi Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Prófkjör fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar voru haldin hjá Sjálfstæðismönnum og Pírötum á alls fimm stöðum í gær. Haraldur R. Ingvason líffræðingur mun leiða lista Pírata í Hafnarfirði og Álfheiður Eymarsdóttir mun áfram leiða Pírata í Árborg. Þá varð Ásdís Kristjánsdóttir, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Múlaþingi. Í Rangárþingi ytra hafði Ingvar Pétur Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi sigur í oddvitaslag Sjálfstæðisflokks gegn Eydísi Þorbjörgu Indriðadóttur, sem varð í öðru sæti, og Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni, sem varð ekki meðal sex efstu. Ásmundur segir niðurstöðuna vonbrigði. „Það er auðvitað eins og með hvern annan kappleik, maður þolir illa að tapa. En þetta var niðurstaðan sem er í glæsilegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra, þar sem rúmlega 400 manns tóku þátt.“ Ungur og myndarlegur heimamaður í framboði Inntur eftir því hvort hann hafi ef til vill ekki nógu sterka tengingu við svæðið, verandi Vestmannaeyingur búsettur á Suðurnesjum, segist hann tengjast því ýmsum böndum. „Ég er giftur konu sem er ættuð úr þessu sveitarfélagi, hér erum við búin að eiga sumarbústað í mörg ár og hér hef ég tengst bara mjög mörgum,“ segir Ásmundur. „Bara svona sveitapeyi í mér, jafnframt því að vera uppalinn á bryggjunni í Eyjum, þannig að ég er bara allra manna gagn.“ Hann telur ýmsar ástæður fyrir því að niðurstaðan varð ekki betri en raun ber vitni. „Það voru bara margir sem vildu hafa mig áfram á þinginu, einhverjum fannst ég of gamall og það var bara ungur og myndarlegur heimamaður í framboði og hann heillaði fólk og það er bara niðurstaðan, hún er bara góð,“ segir Ásmundur. Ásmundur hugðist hætta á þingi næði hann kjöri en af því verður nú ekki. „Ég er bara að jafna mig eftir leikinn í dag og svo bara mæti ég galvaskur á morgun.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Alþingi Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira