Fleiri viðvaranir gefnar út og þær víða orðnar appelsínugular Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. mars 2022 14:18 Töluverð úrkoma fylgir lægðinni og verður því aukið álag á fráveitukerfi. Vísir/Vilhelm Appelsínugular viðvaranir hafa nú verið gefnar út vegna stormsins sem spáð er á morgun en gular viðvaranir voru upprunalega gefnar út í morgun. Viðvaranir hafa nú verið gefnar út fyrir alla landshluta. Djúp lægð er væntanleg að suðurodda Grænlands á morgun og sendir hún skil yfir landið með sunnan og suðaustan stormi eða roki. Gert er ráð fyrir að talsverð úrkoma fylgi og fer úrkoman fljótlega yfir í rigningu samhliða hlýnandi veðri. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands varar landsmenn alla við vatnstjóni sem af lægðinni gæti hlotist. Minni úrkoma verður á norðan og norðaustanverðu landinu en þar sem hlýtt verður í veðri má gera ráð fyrir að snjór muni bráðna. „Þetta verður í rauninni eins og hárþurrka á snjóinn þar, þannig að það verður líka þessi bráðnun þar og þau ættu að finna fyrir vatninu þar líka. Svo eru alveg líkur á krapaflóðum um sunnanvert landið til dæmis,“ segir Birta. Viðvaranir í öllum landshlutum á morgun Fyrstu viðvaranir taka gildi klukkan tíu í fyrramálið en gul viðvörun verður þá í gildi á höfuðborgarsvæðinu og appelsínugul í Faxaflóa. Klukkan ellefu bætast síðan við appelsínugular viðvaranir á Vestfjörðum, í Breiðafirði og á miðhálendinu. Á hádegi tekur síðan gildi gul viðvörun á Suðurlandi, klukkan 13 tekur gildi appelsínugul viðvörun á Ströndum og Norðurlandi eystra, og svo klukkan 17 taka gildi gular viðvaranir á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi. Gul viðvörun hefur ssömuleiðis verið gefin út fyrir suðausturland en það er vegna talsverðrar rigningar frekar en roks. Sömuleiðis er gert ráð fyrir talsverðri úrkomu á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa og má búast við auknu álagi á fráveitukerfi í þeim landshlutum. Veður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Djúp lægð er væntanleg að suðurodda Grænlands á morgun og sendir hún skil yfir landið með sunnan og suðaustan stormi eða roki. Gert er ráð fyrir að talsverð úrkoma fylgi og fer úrkoman fljótlega yfir í rigningu samhliða hlýnandi veðri. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands varar landsmenn alla við vatnstjóni sem af lægðinni gæti hlotist. Minni úrkoma verður á norðan og norðaustanverðu landinu en þar sem hlýtt verður í veðri má gera ráð fyrir að snjór muni bráðna. „Þetta verður í rauninni eins og hárþurrka á snjóinn þar, þannig að það verður líka þessi bráðnun þar og þau ættu að finna fyrir vatninu þar líka. Svo eru alveg líkur á krapaflóðum um sunnanvert landið til dæmis,“ segir Birta. Viðvaranir í öllum landshlutum á morgun Fyrstu viðvaranir taka gildi klukkan tíu í fyrramálið en gul viðvörun verður þá í gildi á höfuðborgarsvæðinu og appelsínugul í Faxaflóa. Klukkan ellefu bætast síðan við appelsínugular viðvaranir á Vestfjörðum, í Breiðafirði og á miðhálendinu. Á hádegi tekur síðan gildi gul viðvörun á Suðurlandi, klukkan 13 tekur gildi appelsínugul viðvörun á Ströndum og Norðurlandi eystra, og svo klukkan 17 taka gildi gular viðvaranir á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi. Gul viðvörun hefur ssömuleiðis verið gefin út fyrir suðausturland en það er vegna talsverðrar rigningar frekar en roks. Sömuleiðis er gert ráð fyrir talsverðri úrkomu á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa og má búast við auknu álagi á fráveitukerfi í þeim landshlutum.
Veður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira