Íslenskir dýralæknanemar hafa safnað milljónum króna fyrir flóttafólk Árni Sæberg skrifar 13. mars 2022 16:56 Brynja Aud Aradóttir er ein dýralæknanemanna sem hafa safna umtalsverðum fjárhæðum fyrir flóttafólk. Íslenskir dýralæknanemar í Slóvakíu standa fyrir söfnun fyrir úkraínskt flóttafólk í landinu og á landamærum úkraínu og Slóvakíu. Þegar hafa safnast ríflega fimm milljónir króna sem nemarnir hafa varið í ýmsar nauðsynjavörur, til að mynda hráefni í heimagerðar samlokur. Sex íslenskar konur sem nema dýralækningar í Košice í Slóvakíu ákváðu á dögunum að hefja söfnun til stuðnings flóttafólks sem streymir frá Úkraínu í kjölfa innrásar Rússa í landið. Síðan þá hafa fleiri bæst í hópinn, íslenskir og erlendir skólafélagar þeirra. „Við erum mikið að fara í búðir að kaupa hitara, mat og dýnur. Svo höfum við líka verið að gera samlokur og fara með á lestarstöðina þar sem eru flóttamenn,“ segir Brynja Aud Aradóttir, ein þeirra sem standa að söfnuninni. Dýralæknanemar smyrja gríðarlegan fjölda samloka fyrir flóttamenn.Aðsend/Brynja Košice er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá landamærum Slóvakíu og Úkraínu og hafa dýralæknanemarnir ekki haft tök á að fara oft þangað. Nauðsynin er líka næg í bænum sjálfum þar sem mikill fjöldi flóttafólks hefur komið þangað. Við fórum í gær á lestarstöðina og hittum fólk þar. Það er búið að setja upp gámahús þar og þar er mikið streymi af fólki sem er samt að stoppa í stuttan tíma,“ segir Brynja. Hún segir landamæri Slóvakíu vera galopin fyrir flóttafólk. „Þeir hleypa öllum inn, þú þarf ekki vegabréf eða neitt. Þeir hleypa öllum sem þurfa að koma í gegn, eins og er,“ segir hún. Þakklát fyrir hjálpina Sem áður segir hafa nemarnir safnað ríflega fimm milljónum króna. Meirihluti fjárins hefur komið frá Íslendingum sem hafa lagt inn á sérstakan söfnunarreikning en einnig hafa erlendir skólafélagar lagt sitt af mörkum, bæði með framlögum og vinnu. „Þetta er búið að ganga ótrúlega vel, þetta fór fram úr öllum vonum og við erum bara mjög heppin og þakklát með það hvað fólk er til í að hjálpa okkur og að hjálpa flóttamönnum,“ segir Brynja. Hluti þess sem nemarnir kaupa fyrir pening sem er aflað er safnað saman í stóru vöruhúsi og loks flutt yfir landamærin til Úkraínu.Aðsend/Brynja Sýna í hvað fjármunir fara Dýralæknanemarnir halda úti Facebook-síðunni Söfnun fyrir flóttamenn frá Úkraínu og þar deila þeir upplýsingum um hvað sé gert við þá fjármuni sem safnast hafa. Til að mynda greindu þeir frá því á dögunum að verslað hafi verið í matvöruverslun fyrir 255.938 krónur. Nokkuð mikill matur fæst fyrir 255.938 krónur í Slóvakíu.Aðsend/Brynja Á síðunni er einnig að finna allar helstu upplýsingar um söfnunina. Mikilvægustu upplýsingarnar, reikningsupplýsingar, eru eftirfarandi: Reikningsnúmer: 0123-15-016142 Kennitala: 220693-4149 Aur: 777-6558 Innrás Rússa í Úkraínu Góðverk Flóttamenn Hjálparstarf Íslendingar erlendis Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Sex íslenskar konur sem nema dýralækningar í Košice í Slóvakíu ákváðu á dögunum að hefja söfnun til stuðnings flóttafólks sem streymir frá Úkraínu í kjölfa innrásar Rússa í landið. Síðan þá hafa fleiri bæst í hópinn, íslenskir og erlendir skólafélagar þeirra. „Við erum mikið að fara í búðir að kaupa hitara, mat og dýnur. Svo höfum við líka verið að gera samlokur og fara með á lestarstöðina þar sem eru flóttamenn,“ segir Brynja Aud Aradóttir, ein þeirra sem standa að söfnuninni. Dýralæknanemar smyrja gríðarlegan fjölda samloka fyrir flóttamenn.Aðsend/Brynja Košice er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá landamærum Slóvakíu og Úkraínu og hafa dýralæknanemarnir ekki haft tök á að fara oft þangað. Nauðsynin er líka næg í bænum sjálfum þar sem mikill fjöldi flóttafólks hefur komið þangað. Við fórum í gær á lestarstöðina og hittum fólk þar. Það er búið að setja upp gámahús þar og þar er mikið streymi af fólki sem er samt að stoppa í stuttan tíma,“ segir Brynja. Hún segir landamæri Slóvakíu vera galopin fyrir flóttafólk. „Þeir hleypa öllum inn, þú þarf ekki vegabréf eða neitt. Þeir hleypa öllum sem þurfa að koma í gegn, eins og er,“ segir hún. Þakklát fyrir hjálpina Sem áður segir hafa nemarnir safnað ríflega fimm milljónum króna. Meirihluti fjárins hefur komið frá Íslendingum sem hafa lagt inn á sérstakan söfnunarreikning en einnig hafa erlendir skólafélagar lagt sitt af mörkum, bæði með framlögum og vinnu. „Þetta er búið að ganga ótrúlega vel, þetta fór fram úr öllum vonum og við erum bara mjög heppin og þakklát með það hvað fólk er til í að hjálpa okkur og að hjálpa flóttamönnum,“ segir Brynja. Hluti þess sem nemarnir kaupa fyrir pening sem er aflað er safnað saman í stóru vöruhúsi og loks flutt yfir landamærin til Úkraínu.Aðsend/Brynja Sýna í hvað fjármunir fara Dýralæknanemarnir halda úti Facebook-síðunni Söfnun fyrir flóttamenn frá Úkraínu og þar deila þeir upplýsingum um hvað sé gert við þá fjármuni sem safnast hafa. Til að mynda greindu þeir frá því á dögunum að verslað hafi verið í matvöruverslun fyrir 255.938 krónur. Nokkuð mikill matur fæst fyrir 255.938 krónur í Slóvakíu.Aðsend/Brynja Á síðunni er einnig að finna allar helstu upplýsingar um söfnunina. Mikilvægustu upplýsingarnar, reikningsupplýsingar, eru eftirfarandi: Reikningsnúmer: 0123-15-016142 Kennitala: 220693-4149 Aur: 777-6558
Innrás Rússa í Úkraínu Góðverk Flóttamenn Hjálparstarf Íslendingar erlendis Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira