Þeir eiga sér aðdáendur í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar en þar fóru þeir Teitur Örlygsson og Hermann Hauksson fögrum orðum um þessa tvo ungu leikmenn sem eru rétt skriðnir yfir tvítugt.
„Ungu strákarnir eru komnir með lyklana. Byrjum á Þorvaldi Orra. Hann bar uppi KR liðið að stórum hluta í leiknum,“ segir Kjartan Atli og vísar til leiks KR í Keflavík á dögunum.
„Þessir strákar eru búnir að spila fullt af mínútum, hafa fengið fullan séns í deildinni og núna eru þeir að þakka KR fyrir sig,“ segir Teitur.
Þá fóru þeir einnig yfir vasklega framgöngu Veigars Áka þegar mikið var undir á lokamínútum leiksins í Keflavík.
Umræðuna í heild má sjá í spilaranum hér að neðan.