Steph Curry grætti tíu ára stelpu tvisvar sinnum á fjórum dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 11:31 Steph Curry talar við þennan mikla aðdáanda sinn en hann bætti henni heldur betur upp fjarveru sína nokkrum dögum fyrr. Skjámynd/Instagram Hvíldardagur Curry kom mjög illa við ungan aðdáanda NBA-stórstjörnunnar en hann bætti henni þetta upp þegar hann mætti aftur í borgina þremur dögum síðar. Tíu ára stuðningsmaður Steph Curry og Golden State Warriors öðlaðist smá frægð í netheimum eftir dramatísk viðbrögð sín. Fyrst grét stelpan af því að Stephen Curry spilaði ekki og svo aftur nokkrum dögum seinna af því að hann kom til hennar fyrir leikinn. View this post on Instagram A post shared by House of Highlights (@houseofhighlights) Unga stúlkan hafði mætt á leik Denver Nuggets og Golden State Warriors til að sjá Curry spila og var búin að útbúa flott veggspjald þar sem hún hélt því fram að Curry ætti skilið að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Á því stóð: „Go Warriors, MVP Steph Curry“ eða „Áfram Warriors, Steph Curry er mikilvægasti leikmaður deildarinnar“. Curry var hins vegar hvíldur í þessum leik og þegar stelpan frétti af því þá féllu tárin í stríðum straumum. Upptaka af henni grátandi vakti talsverða athygli á netheimum og Curry sjálfur frétti af þessu. This young fan was upset Steph isn't playing tonight pic.twitter.com/ErINaQ2DcL— Warriors on NBCS (@NBCSWarriors) March 8, 2022 Vegna frestunar á leik Denver og Golden State vegna kórónuveirunnar fyrr á tímabilinu þá mættust liðin aftur á sama stað aðeins þremur dögum síðar. Warriors sá til þess að stúlkan og öll fjölskylda hennar fékk miða á besta stað þegar Curry og félagar mættu í höllina nokkrum dögum síðar. Curry mætti síðan til hennar fyrir leik og talaði við hana. Stúlkan réði þá ekki aftur við tárin en að þessu sinni voru það gleðitár. Hún sá líka Curry eiga góðan leik en hann skoraði 34 stig á 38 mínútum í leiknum og setti niður fimm þriggja stiga körfur. Golden State vann leikinn með ellefu stigum. Remember that girl who was sad that Steph missed the last game against us? Well, the @warriors went all out and got the whole family AWESOME tickets! So, you know we had to do our part and hook them up with some MVP jerseys Bigger than basketball. pic.twitter.com/G4YJ9MA1Ox— Denver Nuggets (@nuggets) March 11, 2022 NBA Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Tíu ára stuðningsmaður Steph Curry og Golden State Warriors öðlaðist smá frægð í netheimum eftir dramatísk viðbrögð sín. Fyrst grét stelpan af því að Stephen Curry spilaði ekki og svo aftur nokkrum dögum seinna af því að hann kom til hennar fyrir leikinn. View this post on Instagram A post shared by House of Highlights (@houseofhighlights) Unga stúlkan hafði mætt á leik Denver Nuggets og Golden State Warriors til að sjá Curry spila og var búin að útbúa flott veggspjald þar sem hún hélt því fram að Curry ætti skilið að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Á því stóð: „Go Warriors, MVP Steph Curry“ eða „Áfram Warriors, Steph Curry er mikilvægasti leikmaður deildarinnar“. Curry var hins vegar hvíldur í þessum leik og þegar stelpan frétti af því þá féllu tárin í stríðum straumum. Upptaka af henni grátandi vakti talsverða athygli á netheimum og Curry sjálfur frétti af þessu. This young fan was upset Steph isn't playing tonight pic.twitter.com/ErINaQ2DcL— Warriors on NBCS (@NBCSWarriors) March 8, 2022 Vegna frestunar á leik Denver og Golden State vegna kórónuveirunnar fyrr á tímabilinu þá mættust liðin aftur á sama stað aðeins þremur dögum síðar. Warriors sá til þess að stúlkan og öll fjölskylda hennar fékk miða á besta stað þegar Curry og félagar mættu í höllina nokkrum dögum síðar. Curry mætti síðan til hennar fyrir leik og talaði við hana. Stúlkan réði þá ekki aftur við tárin en að þessu sinni voru það gleðitár. Hún sá líka Curry eiga góðan leik en hann skoraði 34 stig á 38 mínútum í leiknum og setti niður fimm þriggja stiga körfur. Golden State vann leikinn með ellefu stigum. Remember that girl who was sad that Steph missed the last game against us? Well, the @warriors went all out and got the whole family AWESOME tickets! So, you know we had to do our part and hook them up with some MVP jerseys Bigger than basketball. pic.twitter.com/G4YJ9MA1Ox— Denver Nuggets (@nuggets) March 11, 2022
NBA Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira