Eigendur Man Utd íhuga að jafna Old Trafford við jörðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2022 07:01 Old Trafford, heimavöllur Manchester United. James Gill/Getty Images Eigendur enska knattspyrnufélagsins Manchester United íhuga nú hvort það sé sniðugast að jafna Old Trafford, heimavöll liðsins, við jörðu og byggja í kjölfarið nýjan völl á sama stað. Stærsta spurningin er hvar liðið ætti að leika heimaleiki sína á meðan framkvæmdum stendur. Glazer-fjölskyldan, eigendur Man United, hefur verið gagnrýnd harkalega undanfarin ár fyrir að hundsa viðhald vallarins sem er í dag hálfgert barn síns tíma. Nú virðist heldur betur eiga að taka til hendinni. Enski fjölmiðillinn The Telegraph greindi frá því að Glazer-fjölskyldan sé langt komin með að finna samstarfsaðila sem myndi sjá um stærsta uppbyggingarverkefni í sögu félagsins. Þar kemur fram að eigendurnir hafi beðið um tilboð í þrjár mismunandi tillögur. Ein tillagan snýr að endurgerð vallarins frá grunni. Old Trafford er sem stendur stærsti leikvangur félagsliðs á Englandi með 74.140 sæti. Hann hefur verið heimavöllur Man United frá árinu 1910. Old Trafford, one of the world's most iconic football stadiums, could be knocked down & rebuilt under one of three design plans being considered by #MUFC. Club close to appointing preferred architects to oversee project https://t.co/18JBqGaHcF— James Ducker (@TelegraphDucker) March 14, 2022 Talið er að ef Glazer-fjölskyldan ákveði að rífa í gikkinn og endurgera völlinn frá grunni þá sé stefnt að því að byggja leikvang sem gæti tekið allt að 90 þúsund manns í sæti. Þá yrði einnig annar völlur byggður skammt frá fyrir kvennalið félagsins sem og akademíu þess. Ásamt tillögunni um nýjan leikvang þá eru tvær aðrar tillögur á borðinu. Önnur þeirra snýr að stækkun suður-stúkunnar sem og almenn yfirhalning á leikvanginum í heild sinni. Með því myndi Old Trafford geta tekið rúmlega 80 þúsund manns í sæti. Þriðja tillagan er svo alger yfirhalning á öllum leikvanginum fyrir utan áðurnefnda suður-stúku. Tæknilega séð er einfaldasta framkvæmdin sú að jafna völlinn við jörðu og byggja nýjan en félagið væri þá heimilislaust. Talið er að slík framkvæmd gæti tekið tvö til þrjú ár. Félagið gæti ekki gert hið sama og Tottenham Hotspur – sem spilaði heimaleiki sína á Wembley meðan nýr leikvangur þess var byggður – þar sem enginn hlutlaus leikvangur í Norður-Englandi er nægilega stór. Þá virðast eigendur félagsins ekki tilbúnir að leigja völl af félagi í nágrenninu þar sem það myndi skerða tekjurnar sem félagið tekur inn á leikdegi. Avram og Joel Glazer.Michael Regan/Getty Images Samkvæmt frétt The Telegraph halda eigendur Man Utd öllum möguleikum opnum og verður áhugavert að sjá hvaða ákvörðun verður tekin. Síðan Glazer-fjölskyldan eignaðist félagið hefur hún aðallega hugsað um eigin hagsmuni og má reikna með að sama hver ákvörðunin verður þá verður hún tekin með veski þeirra að leiðarljósi en ekki hagsmuni Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Bretland England Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Sjá meira
Glazer-fjölskyldan, eigendur Man United, hefur verið gagnrýnd harkalega undanfarin ár fyrir að hundsa viðhald vallarins sem er í dag hálfgert barn síns tíma. Nú virðist heldur betur eiga að taka til hendinni. Enski fjölmiðillinn The Telegraph greindi frá því að Glazer-fjölskyldan sé langt komin með að finna samstarfsaðila sem myndi sjá um stærsta uppbyggingarverkefni í sögu félagsins. Þar kemur fram að eigendurnir hafi beðið um tilboð í þrjár mismunandi tillögur. Ein tillagan snýr að endurgerð vallarins frá grunni. Old Trafford er sem stendur stærsti leikvangur félagsliðs á Englandi með 74.140 sæti. Hann hefur verið heimavöllur Man United frá árinu 1910. Old Trafford, one of the world's most iconic football stadiums, could be knocked down & rebuilt under one of three design plans being considered by #MUFC. Club close to appointing preferred architects to oversee project https://t.co/18JBqGaHcF— James Ducker (@TelegraphDucker) March 14, 2022 Talið er að ef Glazer-fjölskyldan ákveði að rífa í gikkinn og endurgera völlinn frá grunni þá sé stefnt að því að byggja leikvang sem gæti tekið allt að 90 þúsund manns í sæti. Þá yrði einnig annar völlur byggður skammt frá fyrir kvennalið félagsins sem og akademíu þess. Ásamt tillögunni um nýjan leikvang þá eru tvær aðrar tillögur á borðinu. Önnur þeirra snýr að stækkun suður-stúkunnar sem og almenn yfirhalning á leikvanginum í heild sinni. Með því myndi Old Trafford geta tekið rúmlega 80 þúsund manns í sæti. Þriðja tillagan er svo alger yfirhalning á öllum leikvanginum fyrir utan áðurnefnda suður-stúku. Tæknilega séð er einfaldasta framkvæmdin sú að jafna völlinn við jörðu og byggja nýjan en félagið væri þá heimilislaust. Talið er að slík framkvæmd gæti tekið tvö til þrjú ár. Félagið gæti ekki gert hið sama og Tottenham Hotspur – sem spilaði heimaleiki sína á Wembley meðan nýr leikvangur þess var byggður – þar sem enginn hlutlaus leikvangur í Norður-Englandi er nægilega stór. Þá virðast eigendur félagsins ekki tilbúnir að leigja völl af félagi í nágrenninu þar sem það myndi skerða tekjurnar sem félagið tekur inn á leikdegi. Avram og Joel Glazer.Michael Regan/Getty Images Samkvæmt frétt The Telegraph halda eigendur Man Utd öllum möguleikum opnum og verður áhugavert að sjá hvaða ákvörðun verður tekin. Síðan Glazer-fjölskyldan eignaðist félagið hefur hún aðallega hugsað um eigin hagsmuni og má reikna með að sama hver ákvörðunin verður þá verður hún tekin með veski þeirra að leiðarljósi en ekki hagsmuni Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Bretland England Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn