Ný könnun hjá ameríska fjárhættuspilasambandinu, American Gaming Association, skilar þeim niðurstöðum að það er búist við að risastórar upphæðir verði settar á leiki í úrslitakeppni háskólakörfuboltans í ár.
Það er þannig búist við því að 45 milljónir manns munu veðja á leiki og í heildina gætu Bandaríkjamenn veðjað 411 milljörðum á Marsfárið í ár. Það er þrisvar sinnum meira en veðjað var á Super Bowl í febrúar síðastliðnum.
Americans could bet $3.1 billion on NCAA men s basketball tournament, according to survey https://t.co/NsGmbuKmLj
— Digitalfyme (@Digitalfyme1) March 14, 2022
Þrjátíu fylki leyfa orðið veðmál á íþróttakappleiki sem eru níu fleiri fylki en í fyrra. 29 fleiri milljónir manna geta því veðjað löglega í sínu fylki miðað við þegar Marsfárið fór fram í fyrra.
Niðurstöður AGA komu út frá spurningalista sem lagður var fyrir 2.201 manns í byrjun marsmánaðar.
Það er löng hefð fyrir því að Bandaríkjamenn, og fleiri, veðji á það hvernig úrslitin spilast allt til enda úrslitakeppninnar. Þeir giska á sigurvegara í hverjum leik allt til loka en óvænt úrslit sjá auðvitað til þess að afar fáir ná því að spá rétt fyrir um alla úrslitakeppnina.
Nú er hins vegar búist við því Bandaríkjamenn veðji enn meira á einstaka leiki en áður og er því spáð að 76 prósent veðmála verði að slíkri gerðinni á móti 55 prósent fyrir ári síðan.