Engin mál hjá lögreglu vegna grunsamlegs blás sendibíls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. mars 2022 17:17 Hinn umtalaði bíll á götum Reykjavíkur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur engin mál á borði sínu vegna karlmanns sem ekur um á bláum sendibíl í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan veit þó um hvern ræðir og segir hann einn af stórum hópi skutlara sem vaði uppi vegna ástandsins á leigubílamarkaðnum. Umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum þar sem hópur fólks, að stærstum hluta konur, hefur lýst yfir áhyggjum af umræddum bíl. Lýsingarnar eru á þá leið að viðkomandi aki um miðbæinn og reyni að lokka ölvaðar stelpur upp í bílinn, helst einar á ferð. Dæmi um ummæli úr fjölmennum Facebook-hópi þar sem bíllinn er til umræðu. DV hefur fjallað um málið og rætt við nokkrar konur, enga þó undir nafni. Þar lýsa þær óþægilegum bílferðum með viðkomandi. Viðkomandi bjóði þeim fíkniefni, fari skrýtnar leiðir á áfangastað og sé heilt yfir með óþægilega nærveru. Þá fullyrðir kona nokkur á Twitter að viðkomandi hafi verið handtekinn á fimmtudaginn. Á föstudeginum hafi hann verið kominn aftur á rúntinn í miðbænum að næturlagi. Leigubílstjóri nokkur segist hafa orðið var við að lögreglan stoppi bílinn og ræði við ökumann. Eitthvað grunsamlegt sé á ferðinni. Önnur ummæli um viðkomandi. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, kannast við að viðkomandi einstaklingur hafi verið stöðvaður á dögunum. „Það er fullt af svona skutlurum núna. Eins og ástandið er á leigubílamarkaðnum. Fólk á djamminu er að bíða í einn til einn og hálfan tíma. Alls konar fuglar að skutla fólki heim úr bænum,“ segir Jóhann Karl. Lögum samkvæmt er ólöglegt að aka gegn gjaldi nema viðkomandi sé í leigubílarekstri. Slík mál fari sína leið í kerfinu en geti þó verið erfið viðfangs fyrir lögreglu. Ef bæði bílstjóri og farþegi segist vera vinir þá geti lögregla lítið gert. „Ég veit ekki hvort þessi sé að gera neitt meira. Það hefur allavega ekkert komið til okkar,“ segir Jóhann Karl. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum þar sem hópur fólks, að stærstum hluta konur, hefur lýst yfir áhyggjum af umræddum bíl. Lýsingarnar eru á þá leið að viðkomandi aki um miðbæinn og reyni að lokka ölvaðar stelpur upp í bílinn, helst einar á ferð. Dæmi um ummæli úr fjölmennum Facebook-hópi þar sem bíllinn er til umræðu. DV hefur fjallað um málið og rætt við nokkrar konur, enga þó undir nafni. Þar lýsa þær óþægilegum bílferðum með viðkomandi. Viðkomandi bjóði þeim fíkniefni, fari skrýtnar leiðir á áfangastað og sé heilt yfir með óþægilega nærveru. Þá fullyrðir kona nokkur á Twitter að viðkomandi hafi verið handtekinn á fimmtudaginn. Á föstudeginum hafi hann verið kominn aftur á rúntinn í miðbænum að næturlagi. Leigubílstjóri nokkur segist hafa orðið var við að lögreglan stoppi bílinn og ræði við ökumann. Eitthvað grunsamlegt sé á ferðinni. Önnur ummæli um viðkomandi. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, kannast við að viðkomandi einstaklingur hafi verið stöðvaður á dögunum. „Það er fullt af svona skutlurum núna. Eins og ástandið er á leigubílamarkaðnum. Fólk á djamminu er að bíða í einn til einn og hálfan tíma. Alls konar fuglar að skutla fólki heim úr bænum,“ segir Jóhann Karl. Lögum samkvæmt er ólöglegt að aka gegn gjaldi nema viðkomandi sé í leigubílarekstri. Slík mál fari sína leið í kerfinu en geti þó verið erfið viðfangs fyrir lögreglu. Ef bæði bílstjóri og farþegi segist vera vinir þá geti lögregla lítið gert. „Ég veit ekki hvort þessi sé að gera neitt meira. Það hefur allavega ekkert komið til okkar,“ segir Jóhann Karl.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira