Rússar skutu almennan borgara sem hafði hendur á lofti til bana Árni Sæberg skrifar 15. mars 2022 18:01 Rússnesk skriðdrekasveit drap manninn. Stringer/Getty Þann 7. mars síðastliðinn skutu rússneskir hermenn almennan úkraínskan borgara til bana þrátt fyrir að hann hafi reitt hendur á loft. Þýska sjónvarpsstöðin ZDF hefur myndefni úr dróna undir höndum sem sýnir rússnesku hermennina skjóta manninn til bana á vegi örfáa kílómetra frá Kænugarði. Myndbandið sýnir manninn stöðva bifreið sína þegar hann sér rússneska skriðdrekahersveit í vegkantinum. Hann stígur síðan út úr bílnum með hendur á lofti en er skotinn nánast samstundis. Fundu drónaflugmanninn Fréttaskýringaþætti ZDF, Frontal, barst myndefnið frá ónafngreindum heimildarmanni og fréttamenn ákváðu að nauðsynlegt væri að staðreyna sannleiksgildi myndbandsins. „Til að sannreyna það leituðum við drónaflugmannsins. Við fundum hann í kjallara í Kænugarði,“ Sá heitir Zanoza og er sjálfboðaliði í Úkraínuher og greindi stríðsfréttariturum Frontal frá því sem hann sá þann 7. mars. „Faðirinn steig út úr bílnum, lyfti höndum hátt í loft, og var einfaldlega skotinn af rússneskum hermönnum,“ segir hann. Fréttaritarar gátu staðfest staðsetningu og tímasetningu skotárásarinnar með því að afla frekari myndbanda af henni. Drepinn fyrir framan fjölskyldu sína „Svo virðist sem þeir hafi framið stríðsglæp. Þetta er almennur borgari sem er skotinn, og kona hans og dóttir eða sonur, það sést ekki skýrt á myndbandi hvors kyns barnið er, voru síðan leidd á brott af rússnesku hermönnunum,“ segir Arndt Ginzel, fréttaritari Frontal í Úkraínu. „Myndefnið frá 7. Mars sýnir að fullyrðing Pútíns, um að innrás Rússa í Úkraínu sé sérstök hernaðaraðgerð þar sem engir almennir borgarar eru drepnir, er ekkert annað en lygi,“ segir í lok fréttar Frontal sem sjá má hér að neðan. #Putin spricht von einer Spezialaktion in der #Ukraine, die sich nicht gegen Zivilisten richte. Eine Drohne filmte allerdings wenige Kilometer westlich von Kiew, wie ein Zivilist von offenbar russischen Soldaten erschossen wird. #ZDFfrontal exklusiv, mehr zum Krieg 21.15 Uhr @ZDF pic.twitter.com/1FDdD7v9Ww— frontal (@ZDFfrontal) March 15, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Þýska sjónvarpsstöðin ZDF hefur myndefni úr dróna undir höndum sem sýnir rússnesku hermennina skjóta manninn til bana á vegi örfáa kílómetra frá Kænugarði. Myndbandið sýnir manninn stöðva bifreið sína þegar hann sér rússneska skriðdrekahersveit í vegkantinum. Hann stígur síðan út úr bílnum með hendur á lofti en er skotinn nánast samstundis. Fundu drónaflugmanninn Fréttaskýringaþætti ZDF, Frontal, barst myndefnið frá ónafngreindum heimildarmanni og fréttamenn ákváðu að nauðsynlegt væri að staðreyna sannleiksgildi myndbandsins. „Til að sannreyna það leituðum við drónaflugmannsins. Við fundum hann í kjallara í Kænugarði,“ Sá heitir Zanoza og er sjálfboðaliði í Úkraínuher og greindi stríðsfréttariturum Frontal frá því sem hann sá þann 7. mars. „Faðirinn steig út úr bílnum, lyfti höndum hátt í loft, og var einfaldlega skotinn af rússneskum hermönnum,“ segir hann. Fréttaritarar gátu staðfest staðsetningu og tímasetningu skotárásarinnar með því að afla frekari myndbanda af henni. Drepinn fyrir framan fjölskyldu sína „Svo virðist sem þeir hafi framið stríðsglæp. Þetta er almennur borgari sem er skotinn, og kona hans og dóttir eða sonur, það sést ekki skýrt á myndbandi hvors kyns barnið er, voru síðan leidd á brott af rússnesku hermönnunum,“ segir Arndt Ginzel, fréttaritari Frontal í Úkraínu. „Myndefnið frá 7. Mars sýnir að fullyrðing Pútíns, um að innrás Rússa í Úkraínu sé sérstök hernaðaraðgerð þar sem engir almennir borgarar eru drepnir, er ekkert annað en lygi,“ segir í lok fréttar Frontal sem sjá má hér að neðan. #Putin spricht von einer Spezialaktion in der #Ukraine, die sich nicht gegen Zivilisten richte. Eine Drohne filmte allerdings wenige Kilometer westlich von Kiew, wie ein Zivilist von offenbar russischen Soldaten erschossen wird. #ZDFfrontal exklusiv, mehr zum Krieg 21.15 Uhr @ZDF pic.twitter.com/1FDdD7v9Ww— frontal (@ZDFfrontal) March 15, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira