Lífið

Glowie hefði viljað fá ADHD greininguna miklu fyrr

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Glowie er fyrsti gesturinn í nýrri þáttaröð af á rúntinum.
Glowie er fyrsti gesturinn í nýrri þáttaröð af á rúntinum. Á rúntinum

„Ég fékk náttúrulega greiningu ótrúlega seint,“ segir tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, um lífið með ADHD. Glowie er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. 

„Ég hefði svo mikið þurft á því að halda að fá greiningu fyrr til þess að vita hvað var í gangi með mig. Ég fann það rosalega mikið hvað það var eitthvað off, hvað það var eitthvað öðruvísi við mig.“

Hún segir að ADHD hafið mikil áhrif á allt daglegt líf og að áður hafi hún átt erfitt með ýmislegt en vissi þá ekki af hverju. 

„Það fer að hafa áhrif á sjálfsmyndina og sjálfstraustið og maður treystir sér ekki í alls konar verkefni eins og að eiga samskipti, fara í verkefni eða fara í boð.“

Glowie segir að þetta hafi sett af stað mikla keðjuverkun. 

„Það bættist því ofan á alls konar erfiðleika í kringum þetta.“

Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum talar tónlistarkonan einnig um ADHD lyf, kvíða, tónlistina, Sony ævintýrið, #Metoo, andleg mál, list og áfengi. 

Bjarni Freyr Pétursson heldur utan um þættina Á rúntinum sem sýndir eru á Vísi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×