Las Vegas Raiders ákvað að segja uppi samningi sínum við Nassib en hann átti eftir eitt ár af samningi sínum.
Nassib lék sinn fyrsta leik í deildinni árið 2016 en þá fyrir Cleveland Browns. Hann hefur einnig spilað fyrir Tampa Bay Buccaneers.
Report: Raiders releasing Carl Nassib. https://t.co/vRObNFEERM
— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) March 16, 2022
Nassib kom út í skápnum í september 2021 og var þá fyrsti opinberi samkynhneigði maðurinn í sögu í NFL-deildarinnar.
Nassib fékk mjög góð viðbrögð eftir að hann steig fram. Hann þótti sýna hugrekki í deild sem er þekktari fyrir karlrembu og hörku frekari en nokkuð annað.
Raiders sparar sér um átta milljónir dollara undir launaþakinu með því að láta hann fara.
Nassib skrifaði undir þriggja ára samning í mars 2020 og átti að fá 25 milljónir dollara fyrir þann tíma.
Nassib spilaði þrettán leiki á síðustu leiktíð og endaði með 21 tæklingu 1,5 leikstjórnendafellur og þvingaði einn tapaðan bolta.