Vont, verra eða versta námslánakerfið? Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir skrifar 17. mars 2022 08:30 Við berum okkur ávallt saman við önnur Norðurlönd, hvort sem talað er um samgöngur, heilbrigðiskerfið eða menntakerfið. Þar ætti námslánakerfið ekki að vera undanskilið. Það hefur lengi verið í stefnu Röskvu og Stúdentaráðs Háskóla Íslands að Menntasjóður námsmanna verði styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Eitt af markmiðum við myndun Menntasjóðsins var að færa námslánakerfi Íslands nær því sem finna má í frændþjóðum okkar í Skandinavíu.En hægt er að spyrja sig hvort því markmiði hafi verið náð með nýjum lögum um Menntasjóð námsmanna? Þegar námslánakerfi til að mynda Danmerkur og Noregs er skoðað, sést bersýnilega að þau eru háþróuð. Því til stuðnings má nefna tvískipta frítekjumarkið í Danmörku. Frítekjumarkið segir til um hvað stúdent megi þéna mikið á einu ári áður en námslánið þeirra skerðist. Í Danmörku er tekið tillit til þess að stúdent er (oftast) ekki í námi yfir sumartímann og í mörgum tilfellum í launuðu starfi yfir þann tíma. Til einföldunar skulum við kalla frítekjumörkin í Danmörku vetrar- og sumarfrítekjumark. Sumarfrítekjumarkið er hærra en vetrarfrítekjumarkið sem þýðir að yfir sumartímann má stúdent þéna meira en yfir námsannirnar. Á Íslandi er ekki aðeins lágt frítekjumark, sem nemur rúmlega 1,4 milljónum fyrir árið, heldur dugir það varla fyrir þriggja mánaða launaðri vinnu yfir sumarfríið. Það skýtur skökku við að á móti lánar sjóðurinn aðeins fyrir 9 mánuði af árinu nema þú sért í sumarnámi. Þá er ljóst að eftir að stúdent vinnur yfir sumartímann er lítið sem ekkert svigrúm fyrir hann að vinna yfir veturinn, sem hann þarf þó líklega að gera vegna þess hve lág grunnframfærsla Menntasjóðsins er. Annað dæmi frá Noregi er niðurfelling á hluta lánsins að loknu námi, sem líkt var eftir við gerð Menntasjóð námsmanna. Í Noregi má finna 40% niðurfellingu á höfuðstól námslánsins sé námið klárað á tilsettum tíma. Á Íslandi er 30% niðurfelling. Hins vegar þurfa lántakar hjá Menntasjóði námsmanna að borga styrkinn sjálf, að ákveðnu leyti, með mun hærri vöxtum af eftirstöðvum lánsins. Má ef til vill rekja ástæðu þess til laganna þar sem það markmið var sett um að sjóðurinn yrði sjálfbær. Í stað þess að setja auka fjármuni í námslánakerfið til að styðja við námsmenn, þá var vaxtaþakið hækkað til að vega upp á móti niðurfellingunni. Við í Röskvu höfum mótmælt því, enda samræmist það ekki hugmynd okkar um námslánakerfi sem á að tryggja jafnt aðgengi fyrir öll að námi óháð efnahagsstöðu. Röskva mun áfram beita sér fyrir því að stjórnvöld fjármagni Menntasjóð námsmanna með réttu móti og að sjálfbærnishugsjón sjóðsins heyri sögunni til. Þegar í stað verður grunnframfærsla framfærslulána að hækka og frítekjumarkið samhliða því. Einnig þarf að innleiða tvískipt frítekjumark til að auka svigrúm fyrir stúdenta til að afla sér fés á meðan á námi stendur og yfir sumartímann. Það er nefnilega ljóst að Menntasjóður námsmanna er ekki að sinna sínu hlutverki sem félagslegt jöfnunartól. Á næsta ári fer fram önnur endurskoðun á námslánakerfinu og þá er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að forysta stúdenta sé sterk og með reynsluna til þess að takast á við hana. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á félagsvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Hagsmunir stúdenta Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Við berum okkur ávallt saman við önnur Norðurlönd, hvort sem talað er um samgöngur, heilbrigðiskerfið eða menntakerfið. Þar ætti námslánakerfið ekki að vera undanskilið. Það hefur lengi verið í stefnu Röskvu og Stúdentaráðs Háskóla Íslands að Menntasjóður námsmanna verði styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Eitt af markmiðum við myndun Menntasjóðsins var að færa námslánakerfi Íslands nær því sem finna má í frændþjóðum okkar í Skandinavíu.En hægt er að spyrja sig hvort því markmiði hafi verið náð með nýjum lögum um Menntasjóð námsmanna? Þegar námslánakerfi til að mynda Danmerkur og Noregs er skoðað, sést bersýnilega að þau eru háþróuð. Því til stuðnings má nefna tvískipta frítekjumarkið í Danmörku. Frítekjumarkið segir til um hvað stúdent megi þéna mikið á einu ári áður en námslánið þeirra skerðist. Í Danmörku er tekið tillit til þess að stúdent er (oftast) ekki í námi yfir sumartímann og í mörgum tilfellum í launuðu starfi yfir þann tíma. Til einföldunar skulum við kalla frítekjumörkin í Danmörku vetrar- og sumarfrítekjumark. Sumarfrítekjumarkið er hærra en vetrarfrítekjumarkið sem þýðir að yfir sumartímann má stúdent þéna meira en yfir námsannirnar. Á Íslandi er ekki aðeins lágt frítekjumark, sem nemur rúmlega 1,4 milljónum fyrir árið, heldur dugir það varla fyrir þriggja mánaða launaðri vinnu yfir sumarfríið. Það skýtur skökku við að á móti lánar sjóðurinn aðeins fyrir 9 mánuði af árinu nema þú sért í sumarnámi. Þá er ljóst að eftir að stúdent vinnur yfir sumartímann er lítið sem ekkert svigrúm fyrir hann að vinna yfir veturinn, sem hann þarf þó líklega að gera vegna þess hve lág grunnframfærsla Menntasjóðsins er. Annað dæmi frá Noregi er niðurfelling á hluta lánsins að loknu námi, sem líkt var eftir við gerð Menntasjóð námsmanna. Í Noregi má finna 40% niðurfellingu á höfuðstól námslánsins sé námið klárað á tilsettum tíma. Á Íslandi er 30% niðurfelling. Hins vegar þurfa lántakar hjá Menntasjóði námsmanna að borga styrkinn sjálf, að ákveðnu leyti, með mun hærri vöxtum af eftirstöðvum lánsins. Má ef til vill rekja ástæðu þess til laganna þar sem það markmið var sett um að sjóðurinn yrði sjálfbær. Í stað þess að setja auka fjármuni í námslánakerfið til að styðja við námsmenn, þá var vaxtaþakið hækkað til að vega upp á móti niðurfellingunni. Við í Röskvu höfum mótmælt því, enda samræmist það ekki hugmynd okkar um námslánakerfi sem á að tryggja jafnt aðgengi fyrir öll að námi óháð efnahagsstöðu. Röskva mun áfram beita sér fyrir því að stjórnvöld fjármagni Menntasjóð námsmanna með réttu móti og að sjálfbærnishugsjón sjóðsins heyri sögunni til. Þegar í stað verður grunnframfærsla framfærslulána að hækka og frítekjumarkið samhliða því. Einnig þarf að innleiða tvískipt frítekjumark til að auka svigrúm fyrir stúdenta til að afla sér fés á meðan á námi stendur og yfir sumartímann. Það er nefnilega ljóst að Menntasjóður námsmanna er ekki að sinna sínu hlutverki sem félagslegt jöfnunartól. Á næsta ári fer fram önnur endurskoðun á námslánakerfinu og þá er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að forysta stúdenta sé sterk og með reynsluna til þess að takast á við hana. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á félagsvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun