Fjórfaldur heimsmeistari missir af fyrsta kappakstri ársins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. mars 2022 17:46 Sebastian Vettel þarf að sætta sig við að horfa á fyrsta kappakstur ársins í sjónvarpinu. Mark Thompson/Getty Images Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, missir af fyrsta kappakstri ársins eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Tímabilið í Formúlu 1 hefst um helgina, en keppt verður í Barein næstkomandi sunnudag. Æfingar hefjast á morgun og tímatakan fer fram á laugardaginn. Sebastian Vettel getur ekki verið við stýrið á Aston Martin bifreið sinni eftir að ökuþórinn greindist með kórónuveiruna í dag. Nico Hulkenberg mun aka í stað Vettels. Hinn 34 ára Hulkenberg hefur ekki átt fast sæti í Formúlu 1 síðan árið 2019, en hefur hlaupið í skarðið fyrir aðra. Hann keppti í þrígang árið 2020 þegar hann hljóp í skarðið fyrir þá Lance Stroll og Sergio Perez eftir að þeir greindust með kórónuveiruna. Sebastian Vettel er sem áður segir fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og því mikill missir fyrir Aston Martin liðið. Vettel varð heimsmeistari fjögur ár í röð árin 2010-2013. Þá er hann einnig þriðji sigursælasti ökuþór sögunnar í Formúlu 1, en Vettel hefur unnið 53 keppnir á ferlinum. Aðeins Michael Schumacher og Lewis Hamilton hafa unnið fleiri. Formúla Akstursíþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Tímabilið í Formúlu 1 hefst um helgina, en keppt verður í Barein næstkomandi sunnudag. Æfingar hefjast á morgun og tímatakan fer fram á laugardaginn. Sebastian Vettel getur ekki verið við stýrið á Aston Martin bifreið sinni eftir að ökuþórinn greindist með kórónuveiruna í dag. Nico Hulkenberg mun aka í stað Vettels. Hinn 34 ára Hulkenberg hefur ekki átt fast sæti í Formúlu 1 síðan árið 2019, en hefur hlaupið í skarðið fyrir aðra. Hann keppti í þrígang árið 2020 þegar hann hljóp í skarðið fyrir þá Lance Stroll og Sergio Perez eftir að þeir greindust með kórónuveiruna. Sebastian Vettel er sem áður segir fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og því mikill missir fyrir Aston Martin liðið. Vettel varð heimsmeistari fjögur ár í röð árin 2010-2013. Þá er hann einnig þriðji sigursælasti ökuþór sögunnar í Formúlu 1, en Vettel hefur unnið 53 keppnir á ferlinum. Aðeins Michael Schumacher og Lewis Hamilton hafa unnið fleiri.
Formúla Akstursíþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira