Hver á að gæta varðanna? Indriði Stefánsson skrifar 18. mars 2022 07:00 Á Íslandi sinnir lögreglan því hlutverki að tryggja lög og reglu. Til að hún geti sinnt þessu hlutverki fær hún miklar heimildir meðal annars til valdbeitingar, rannsóknar mála og svo mætti lengi telja. Fyrir vikið er mikilvægt að um störf lögreglunnar ríki bæði traust og sátt og hún ræki störf sín af ábyrgð og kostgæfni. Áhrif nýrra kosningalaga Því voru það mikil vonbrigði og nokkuð áfall þegar lögreglan felldi niður kæru Karls Gauta Hjaltasonar gegn Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis sem varðaði meðal annars brot á meðferð kjörgagna. Þetta var gert eftir að lögreglan hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að brot hafi verið framin og boðið meðlimum kjörstjórnar að greiða sekt. Ekki vegna vafa um að brotið hafi verið framið heldur vegna þess að í millitíðinni hafi tekið gildi ný lög. Skert traust almennings Það er erfitt að skilja hvernig lögreglan kemst að þessari niðurstöðu. Kæran varðaði kosningar til Alþingis og nauðsynlegt að tryggja að rétt hafi verið staðið að talningu. Þó ný lög hafi tekið gildi er skýrt að þau lög giltu ekki um síðustu kosningar. Enn fremur heldur lögreglan því fram að í nýju lögunum sé ekki jafn skýrt að innsigla eigi kjörgögn að talningu lokinni. Þetta er furðuleg niðurstaða því ætlunin er að ráðherra geri því grein í reglugerð. Sú reglugerð hefur ekki verið sett og ef ætlun lögreglustjórans væri að miða við nýju lögin, þyrfti niðurfellingin að bíða þess að reglugerðin hafi verið sett. Ljóst er að í báðum lögunum er gert ráð fyrir að það varði í það minnsta sektum að haga framkvæmd vísvitandi gegn lögunum. Þess fyrir utan er ljóst að þegar kæra Karls Gauta er lögð fram giltu fyrri lögin ennþá. Heilindi kosninga Framkvæmd kosninga þarf að vera hafin yfir vafa og sé leitað til lögreglu er brýnt að rétt sé brugðist við. Tiltrú almennings á kosningum er verulega skert í kjölfar þeirra atburða sem áttu sér stað að lokinni talningu í Norðvestur. Nú er viðbúið að sú tiltrú skerðist enn frekar sem og traust og sátt um störf lögreglunnar. Það er óþægilegt að upplifa að lögreglan bregðist í þessu máli og að embættismenn við kosningar sleppi með að hafa vísvitandi og upplýst farið gegn kosningalögum. Yfirheyrslur yfir blaðamönnum Nýlega rannsakaði annað lögregluembætti þátt blaðamanna í broti sem átti að hafa varðað friðhelgi einkalífsins, á grundvelli ákvæðis sem skýrt er að gildi ekki um blaðamenn. Það var gert án þess að nein raunveruleg merki væru um að brotið hafi verið gegn friðhelgi einkalífsins. Hér var því ekki sama virðing fyrir málefninu og, þrátt fyrir að engar líkur væru á sakfellingu, fengu blaðamenn réttarstöðu sakbornings. Sú framkvæmd var úrskurðuð ólögleg eins og er vel þekkt og bíður nú niðurstöðu Landsréttar án þess að nokkur merki séu um að einhver innan stjórnkerfisins ætli að axla ábyrgð á framkvæmdinni. Ósamræmi milli embætta Hér er hrópandi ósamræmi í meðferð lögreglunnar á sakborningum. Annars vegar embættismenn við kosningar og hins vegar blaðamenn sem fjölluðu um alvarleg brot stórfyrirtækis. Í ljósi þessa ósamræmis er furðulegt til þess að hugsa að nú er í samráðsgátt frumvarp um breytingu á lögreglulögum þar sem lögreglu eru gefnar heimildir til þess að að ganga á grundvallarréttindi borgarana um friðhelgi einkalífs, á matskenndum forsendum einum, sem vill svo til að er sama brot og blaðamönnunum var gefið að sök að hafa framið og auknar heimildir til valdbeitingar. Áður en við förum í að veita lögreglu auknar heimildir til valdbeitingar og að ganga á grundvallarmannréttindi borgarana skulum við byrja á að endurreisa traust almennings á lögreglunni. Á meðan við höfum slæm dæmi um það að lögreglan hundsi skýr lagafyrirmæli ætti ekki að koma til greina að leyfa henni að á grundvelli matskenndra forsenda að brjóta á friðhelgi einkalífs almennings. Við verðum að tryggja það að öll séu jöfn fyrir lögum, hvort sem um ræðir blaða- eða embættismenn. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Lögreglan Indriði Stefánsson Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi sinnir lögreglan því hlutverki að tryggja lög og reglu. Til að hún geti sinnt þessu hlutverki fær hún miklar heimildir meðal annars til valdbeitingar, rannsóknar mála og svo mætti lengi telja. Fyrir vikið er mikilvægt að um störf lögreglunnar ríki bæði traust og sátt og hún ræki störf sín af ábyrgð og kostgæfni. Áhrif nýrra kosningalaga Því voru það mikil vonbrigði og nokkuð áfall þegar lögreglan felldi niður kæru Karls Gauta Hjaltasonar gegn Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis sem varðaði meðal annars brot á meðferð kjörgagna. Þetta var gert eftir að lögreglan hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að brot hafi verið framin og boðið meðlimum kjörstjórnar að greiða sekt. Ekki vegna vafa um að brotið hafi verið framið heldur vegna þess að í millitíðinni hafi tekið gildi ný lög. Skert traust almennings Það er erfitt að skilja hvernig lögreglan kemst að þessari niðurstöðu. Kæran varðaði kosningar til Alþingis og nauðsynlegt að tryggja að rétt hafi verið staðið að talningu. Þó ný lög hafi tekið gildi er skýrt að þau lög giltu ekki um síðustu kosningar. Enn fremur heldur lögreglan því fram að í nýju lögunum sé ekki jafn skýrt að innsigla eigi kjörgögn að talningu lokinni. Þetta er furðuleg niðurstaða því ætlunin er að ráðherra geri því grein í reglugerð. Sú reglugerð hefur ekki verið sett og ef ætlun lögreglustjórans væri að miða við nýju lögin, þyrfti niðurfellingin að bíða þess að reglugerðin hafi verið sett. Ljóst er að í báðum lögunum er gert ráð fyrir að það varði í það minnsta sektum að haga framkvæmd vísvitandi gegn lögunum. Þess fyrir utan er ljóst að þegar kæra Karls Gauta er lögð fram giltu fyrri lögin ennþá. Heilindi kosninga Framkvæmd kosninga þarf að vera hafin yfir vafa og sé leitað til lögreglu er brýnt að rétt sé brugðist við. Tiltrú almennings á kosningum er verulega skert í kjölfar þeirra atburða sem áttu sér stað að lokinni talningu í Norðvestur. Nú er viðbúið að sú tiltrú skerðist enn frekar sem og traust og sátt um störf lögreglunnar. Það er óþægilegt að upplifa að lögreglan bregðist í þessu máli og að embættismenn við kosningar sleppi með að hafa vísvitandi og upplýst farið gegn kosningalögum. Yfirheyrslur yfir blaðamönnum Nýlega rannsakaði annað lögregluembætti þátt blaðamanna í broti sem átti að hafa varðað friðhelgi einkalífsins, á grundvelli ákvæðis sem skýrt er að gildi ekki um blaðamenn. Það var gert án þess að nein raunveruleg merki væru um að brotið hafi verið gegn friðhelgi einkalífsins. Hér var því ekki sama virðing fyrir málefninu og, þrátt fyrir að engar líkur væru á sakfellingu, fengu blaðamenn réttarstöðu sakbornings. Sú framkvæmd var úrskurðuð ólögleg eins og er vel þekkt og bíður nú niðurstöðu Landsréttar án þess að nokkur merki séu um að einhver innan stjórnkerfisins ætli að axla ábyrgð á framkvæmdinni. Ósamræmi milli embætta Hér er hrópandi ósamræmi í meðferð lögreglunnar á sakborningum. Annars vegar embættismenn við kosningar og hins vegar blaðamenn sem fjölluðu um alvarleg brot stórfyrirtækis. Í ljósi þessa ósamræmis er furðulegt til þess að hugsa að nú er í samráðsgátt frumvarp um breytingu á lögreglulögum þar sem lögreglu eru gefnar heimildir til þess að að ganga á grundvallarréttindi borgarana um friðhelgi einkalífs, á matskenndum forsendum einum, sem vill svo til að er sama brot og blaðamönnunum var gefið að sök að hafa framið og auknar heimildir til valdbeitingar. Áður en við förum í að veita lögreglu auknar heimildir til valdbeitingar og að ganga á grundvallarmannréttindi borgarana skulum við byrja á að endurreisa traust almennings á lögreglunni. Á meðan við höfum slæm dæmi um það að lögreglan hundsi skýr lagafyrirmæli ætti ekki að koma til greina að leyfa henni að á grundvelli matskenndra forsenda að brjóta á friðhelgi einkalífs almennings. Við verðum að tryggja það að öll séu jöfn fyrir lögum, hvort sem um ræðir blaða- eða embættismenn. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun