Sektina fær Durant fyrir „ruddalegt orðalag í garð aðdáanda“ eins og það er orðað, en leikmaðurinn skipaði manninum að þegja og setjast niður.
Aðdáandinn kallaði inn á völlinn og sagði Durant að hann þyrfti að taka yfir leikinn. Durant brást hinn versti við og skipaði manninum að grjóthalda kjafti og setjast niður svo farið sé fínt í hlutina.
Fan: “Kevin you gotta take this game over”
— Jomboy Media (@JomboyMedia) March 17, 2022
Durant: “You gotta shut the fuck up and sit down” pic.twitter.com/lrZro1PWnu
Eins og áður segir tapaði Brooklyn-liðið leiknum naumlega, en Spencer Dinwiddie setti niður flautukörfu til að tryggja Dallas sigurinn, 113-111. Kevin Durant var stigahæstur í liði Brooklyn með 23 stig, ásamt því að taka sex fráköst og gefa tíu stoðsendingar.
Nets star Kevin Durant has been fined $25,000 for directing obscene language toward a fan Wednesday night in Brooklyn.
— Shams Charania (@ShamsCharania) March 18, 2022