Þegar enginn er upplýstur Guðmundur Ragnarsson skrifar 19. mars 2022 16:30 Það er ánægjulegt að núverandi formaður VM, Guðmundur Helgi Þórarinsson, afhjúpi í grein sinni hvernig leyndin er hjá VM. Reyndar ásakar hann mig í leiðinni um rangfærslur. Allt sem ég hef sett fram hef ég fengið frá varamönnum í stjórn félagsins. Það þýðir að ef eitthvað er rangt hermt, þá hefur upplýsingum verið leynt fyrir þeim eins og ítrekað hefur verið bent á. Eins og ég er að upplifa hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá VM, þarf ekki að skálda neitt eða segja ósatt. Þvílík er óstjórnin og feluleikurinn. Varðandi stöðugildin þá gleymdi formaðurinn að geta þess í grein sinni að lögð hafi verið niður störf hjá VM og þau komin inn í 2F. Ef eitthvað sem ég hef sett fram er ekki rétt, þá hafa varamenn í stjórn VM sem hafa upplýst mig, ekki verið með réttar upplýsingar frekar en félagsmenn. Í greininni minnist formaður VM t.d. ekki á að búið er að úthýsa kjarasviðinu sem er mikilvægasta svið félagsins. Engin ástæða væri til að munnhöggvast um samvinnu eða sameiningu ef formaður VM væri búinn að kynna fyrir félagsmönnum samninginn sem hann skrifaði undir 30. nóvember 2021. Þá væru allir upplýstir og við værum að rökræða um kosti hans og galla eins á að gera. Eru allir að segja ósatt? Að skoðanir mínar og annarra um ýmislegt sem hefur verið að gerast í félaginu séu lygar er óásættanlegur málflutningur. Það er skoðun margra að lög félagsins hafi ítrekað verið brotin, það er okkar rökstudda skoðun en ekki lygi. Það er að koma í ljós núna sem meðal annars hefur verið sett fram áður varðandi fjármál félagsins þegar verið er að rýna ársreikninginn.Samkvæmt því sem ég var að heyra þá var að koma í ljós samkvæmt ársreikningi VM að nýja húsnæðið væri komið yfir 500 milljónir. Trúlega er það skýringin á því af hverju stjórnarmenn, sem kallað hafa eftir því að fá að vita hver kostnaðurinn við nýju húsakaupin er, hafi ekki fengið nein svör þótt ítrekað hafi verið kallað eftir þeim.Ég hef verið kallaður lygari fyrir það að benda á að ekki eru til heimildir fyrir öllum þessum útgjöldum samkvæmt lögum félagsins. Stjórnarmenn hafa líka verið að kalla eftir því hvort til séu heimildir fyrir þessum útgjöldum án þess að fá svör, enda þær ekki til.Samvinna á réttum forsendumGuðmundi Helga Þórarinssyni er tíðrætt um samvinnu hinna ýmsu félaga eins og hann hafi verið að finna upp hjólið. Hann ætti að rifja það upp að á meðan ég var formaður VM fóru öll iðnaðarfélögin í fyrsta skipti í sameiginlega kjarasamninga. Hann ætti líka að rifja það upp hvernig það endaði og hver gekk út úr því samstarfi áður en til verkfalls kom, trúlega af því að það félag átti ekki krónu í verkfallssjóði.Sjómenn fóru í fyrsta skipti saman í síðustu kjarasamningagerð og verkfallsaðgerðir. Hver var það sem kom því á að Sjómannafélag Íslands fengi að vera við borðið? Það var ekki Guðmundur Helgi Þórarinsson. Félag skipstjórnarmanna var ekki með í þessum aðgerðum. Af fenginni reynslu hefur það verið málflutningur minn að allt svona samstarf og sameiningar þurfi að vinna mjög vel og gefa sér tíma í það. Þess vegna væri ástæða fyrir Guðmund Helga Þórarinsson að rifja það upp þegar við vorum að skoða rekstur FIT til að átta okkur á því hvernig þeir gátu undirboðið okkur í félagsgjöldum og hver skoðun hans var á því þá.Hvað í samningnum má ekki upplýsa?Það hefur verið ótrúlegt að taka þátt í þessari kosningabaráttu og að hún skuli snúast að stórum hluta um samning um félag sem heitir 2F, sem mér skilst að sé komið með nítján starfsmenn. Félagsmenn VM mega ekki sjá samninginn eða vita hverjar skuldbindingar VM eru inn í þetta félag. Engin framtíðarsýn hefur verið gerð fyrir VM eftir þessar breytingar sem auðvitað er ekki hægt meðan þessu er haldið leyndu fyrir félagsmönnum VM. Slíkur feluleikur á ekki heima í nútíma stéttarfélagi.Eiga félagsmenn VM sem eiga félagið að sætta sig við svona vinnubrögð? Ég segi nei.Á þetta að vera hægt í alvöru stéttarfélagi á 21. öld? Ég segi nei.Með félagskveðju,Guðmundur Ragnarsson,Höfundur er frambjóðandi til formanns VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að núverandi formaður VM, Guðmundur Helgi Þórarinsson, afhjúpi í grein sinni hvernig leyndin er hjá VM. Reyndar ásakar hann mig í leiðinni um rangfærslur. Allt sem ég hef sett fram hef ég fengið frá varamönnum í stjórn félagsins. Það þýðir að ef eitthvað er rangt hermt, þá hefur upplýsingum verið leynt fyrir þeim eins og ítrekað hefur verið bent á. Eins og ég er að upplifa hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá VM, þarf ekki að skálda neitt eða segja ósatt. Þvílík er óstjórnin og feluleikurinn. Varðandi stöðugildin þá gleymdi formaðurinn að geta þess í grein sinni að lögð hafi verið niður störf hjá VM og þau komin inn í 2F. Ef eitthvað sem ég hef sett fram er ekki rétt, þá hafa varamenn í stjórn VM sem hafa upplýst mig, ekki verið með réttar upplýsingar frekar en félagsmenn. Í greininni minnist formaður VM t.d. ekki á að búið er að úthýsa kjarasviðinu sem er mikilvægasta svið félagsins. Engin ástæða væri til að munnhöggvast um samvinnu eða sameiningu ef formaður VM væri búinn að kynna fyrir félagsmönnum samninginn sem hann skrifaði undir 30. nóvember 2021. Þá væru allir upplýstir og við værum að rökræða um kosti hans og galla eins á að gera. Eru allir að segja ósatt? Að skoðanir mínar og annarra um ýmislegt sem hefur verið að gerast í félaginu séu lygar er óásættanlegur málflutningur. Það er skoðun margra að lög félagsins hafi ítrekað verið brotin, það er okkar rökstudda skoðun en ekki lygi. Það er að koma í ljós núna sem meðal annars hefur verið sett fram áður varðandi fjármál félagsins þegar verið er að rýna ársreikninginn.Samkvæmt því sem ég var að heyra þá var að koma í ljós samkvæmt ársreikningi VM að nýja húsnæðið væri komið yfir 500 milljónir. Trúlega er það skýringin á því af hverju stjórnarmenn, sem kallað hafa eftir því að fá að vita hver kostnaðurinn við nýju húsakaupin er, hafi ekki fengið nein svör þótt ítrekað hafi verið kallað eftir þeim.Ég hef verið kallaður lygari fyrir það að benda á að ekki eru til heimildir fyrir öllum þessum útgjöldum samkvæmt lögum félagsins. Stjórnarmenn hafa líka verið að kalla eftir því hvort til séu heimildir fyrir þessum útgjöldum án þess að fá svör, enda þær ekki til.Samvinna á réttum forsendumGuðmundi Helga Þórarinssyni er tíðrætt um samvinnu hinna ýmsu félaga eins og hann hafi verið að finna upp hjólið. Hann ætti að rifja það upp að á meðan ég var formaður VM fóru öll iðnaðarfélögin í fyrsta skipti í sameiginlega kjarasamninga. Hann ætti líka að rifja það upp hvernig það endaði og hver gekk út úr því samstarfi áður en til verkfalls kom, trúlega af því að það félag átti ekki krónu í verkfallssjóði.Sjómenn fóru í fyrsta skipti saman í síðustu kjarasamningagerð og verkfallsaðgerðir. Hver var það sem kom því á að Sjómannafélag Íslands fengi að vera við borðið? Það var ekki Guðmundur Helgi Þórarinsson. Félag skipstjórnarmanna var ekki með í þessum aðgerðum. Af fenginni reynslu hefur það verið málflutningur minn að allt svona samstarf og sameiningar þurfi að vinna mjög vel og gefa sér tíma í það. Þess vegna væri ástæða fyrir Guðmund Helga Þórarinsson að rifja það upp þegar við vorum að skoða rekstur FIT til að átta okkur á því hvernig þeir gátu undirboðið okkur í félagsgjöldum og hver skoðun hans var á því þá.Hvað í samningnum má ekki upplýsa?Það hefur verið ótrúlegt að taka þátt í þessari kosningabaráttu og að hún skuli snúast að stórum hluta um samning um félag sem heitir 2F, sem mér skilst að sé komið með nítján starfsmenn. Félagsmenn VM mega ekki sjá samninginn eða vita hverjar skuldbindingar VM eru inn í þetta félag. Engin framtíðarsýn hefur verið gerð fyrir VM eftir þessar breytingar sem auðvitað er ekki hægt meðan þessu er haldið leyndu fyrir félagsmönnum VM. Slíkur feluleikur á ekki heima í nútíma stéttarfélagi.Eiga félagsmenn VM sem eiga félagið að sætta sig við svona vinnubrögð? Ég segi nei.Á þetta að vera hægt í alvöru stéttarfélagi á 21. öld? Ég segi nei.Með félagskveðju,Guðmundur Ragnarsson,Höfundur er frambjóðandi til formanns VM.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar