Mun þögn Þjóðkirkjunnar senda tvo menn í fangelsi? Hjalti Rúnar Ómarsson skrifar 21. mars 2022 09:31 Nú standa yfir réttarhöld yfir tveimur mönnum sem verða mögulega dæmdir í þriggja ára fangelsi. Í ákærunni er glæpur þeirra sagður sá að svíkja „fjárframlög úr ríkissjóði“ og valda „íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártjóni í reynd“. Þessi meintu fjárframlög úr ríkissjóði voru sóknargjöld. Í hvert einasta skipti sem rætt hefur verið um upphæð sóknargjalda á Alþingi hefur yfirstjórn Þjóðkirkjunnar, með biskup í fararbroddi, mótmælt því harðlega að sóknargjöld séu framlög úr ríkissjóði. Þjóðkirkjan heldur því staðfastlega fram að þetta séu þvert á móti félagsgjöld, sem ríkið er einungis að innheimta fyrir hönd trúfélaganna. Í nýlegri umsögn biskupsstofu við fjárlög 2022 var meira að segja fullyrt að núverandi fjármálaráðherra hefði viðurkennt að lækkun sóknargjalda væri „ígildi fjárdráttar eða þjófnaðar“ - það er að segja að ríkið væri að stela peningum Þjóðkirkjunnar! Ef það er rétt, þá eru þessir tveir menn saklausir. Þá voru engin framlög úr ríkissjóði svikin út og ekkert fjártjón sem íslenska ríkið varð fyrir. Þá fengu þessir menn einfaldlega félagsgjöld frá meðlimum í félaginu þeirra, sem ríkið innheimti fyrir þá. Um þetta hefur verið deilt í réttarhöldunum. Saksóknarinn segir að það sé „lífsseigur misskilningur að ríkið innheimti sóknargjöld“, heldur sé í reynd „um að ræða styrki til trúfélaga sem greiddir séu af almennu skattfé“. Verjandinn mótmælti og sagði að ríkið „átti sennilegast aldrei neitt tilkall til þessara peninga“, sem er satt og rétt, **ef** sóknargjöld eru félagsgjöld. Af hverju hefur ekkert heyrst frá Þjóðkirkjunni til varnar þessum mönnum? Jafnvel þó yfirstjórn Þjóðkirkjunnar sé sama um hvort þessir menn muni dúsa nokkur ár í fangelsi eða ekki, hlýtur hún að mótmæla því að núna verði fest með dómi að sóknargjöld séu ríkisstyrkir en ekki félagsgjöld. Reyndar eru til ein ummæli frá Agnesi biskupi um þetta mál úr viðtali (áður en þetta varð að dómsmáli). Hún sagði að þarna hefði fólk séð „möguleika á því að fá fjármagn frá ríkinu“. Þau ummæli benda reyndar til þess að Agnes líti á sóknargjöld sem framlög frá ríkinu, en ekki félagsgjöld. Þannig að hugsanlega má skilja þögn Þjóðkirkjunnar sem svo að þau viti vel að þetta séu framlög frá ríkinu, en ekki félagsgjöld, og að fullyrðingar þeirra um “félagsgjöld" séu einungis notaðar þegar Þjóðkirkjan reynir að réttlæta hærri framlög frá ríkinu. Er þögn Þjóðkirkjunnar samþykki? Höfundur er í stjórn Vantrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Zuism Dómsmál Alþingi Þjóðkirkjan Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú standa yfir réttarhöld yfir tveimur mönnum sem verða mögulega dæmdir í þriggja ára fangelsi. Í ákærunni er glæpur þeirra sagður sá að svíkja „fjárframlög úr ríkissjóði“ og valda „íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártjóni í reynd“. Þessi meintu fjárframlög úr ríkissjóði voru sóknargjöld. Í hvert einasta skipti sem rætt hefur verið um upphæð sóknargjalda á Alþingi hefur yfirstjórn Þjóðkirkjunnar, með biskup í fararbroddi, mótmælt því harðlega að sóknargjöld séu framlög úr ríkissjóði. Þjóðkirkjan heldur því staðfastlega fram að þetta séu þvert á móti félagsgjöld, sem ríkið er einungis að innheimta fyrir hönd trúfélaganna. Í nýlegri umsögn biskupsstofu við fjárlög 2022 var meira að segja fullyrt að núverandi fjármálaráðherra hefði viðurkennt að lækkun sóknargjalda væri „ígildi fjárdráttar eða þjófnaðar“ - það er að segja að ríkið væri að stela peningum Þjóðkirkjunnar! Ef það er rétt, þá eru þessir tveir menn saklausir. Þá voru engin framlög úr ríkissjóði svikin út og ekkert fjártjón sem íslenska ríkið varð fyrir. Þá fengu þessir menn einfaldlega félagsgjöld frá meðlimum í félaginu þeirra, sem ríkið innheimti fyrir þá. Um þetta hefur verið deilt í réttarhöldunum. Saksóknarinn segir að það sé „lífsseigur misskilningur að ríkið innheimti sóknargjöld“, heldur sé í reynd „um að ræða styrki til trúfélaga sem greiddir séu af almennu skattfé“. Verjandinn mótmælti og sagði að ríkið „átti sennilegast aldrei neitt tilkall til þessara peninga“, sem er satt og rétt, **ef** sóknargjöld eru félagsgjöld. Af hverju hefur ekkert heyrst frá Þjóðkirkjunni til varnar þessum mönnum? Jafnvel þó yfirstjórn Þjóðkirkjunnar sé sama um hvort þessir menn muni dúsa nokkur ár í fangelsi eða ekki, hlýtur hún að mótmæla því að núna verði fest með dómi að sóknargjöld séu ríkisstyrkir en ekki félagsgjöld. Reyndar eru til ein ummæli frá Agnesi biskupi um þetta mál úr viðtali (áður en þetta varð að dómsmáli). Hún sagði að þarna hefði fólk séð „möguleika á því að fá fjármagn frá ríkinu“. Þau ummæli benda reyndar til þess að Agnes líti á sóknargjöld sem framlög frá ríkinu, en ekki félagsgjöld. Þannig að hugsanlega má skilja þögn Þjóðkirkjunnar sem svo að þau viti vel að þetta séu framlög frá ríkinu, en ekki félagsgjöld, og að fullyrðingar þeirra um “félagsgjöld" séu einungis notaðar þegar Þjóðkirkjan reynir að réttlæta hærri framlög frá ríkinu. Er þögn Þjóðkirkjunnar samþykki? Höfundur er í stjórn Vantrúar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun