Tvö þúsund kílómetra flótti endaði með úkraínsku HM gulli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2022 09:32 Yaroslava Mahuchikh sést hér með gullið sitt eftir að hafa unnið hástökkið á HM innanhúss í Belgrad í Serbíu um helgina. AP/Darko Vojinovic Yaroslava Mahuchikh var án efa ein af eftirminnilegustu heimsmeisturum helgarinnar á HM innanhúss í frjálsum íþróttum í Belgrad. Yaroslava Mahuchikh clears 2.02m to win an emotional #WorldIndoorChamps high jump gold for Ukraine — World Athletics (@WorldAthletics) March 19, 2022 Mahuchikh tryggði sér heimsmeistaratitilinn í hástökki kvenna með því að stökkva 2,02 metra og gera betur en Ástralinn Eleanor Patterson (2,00 metrar) og Kasakinn Nadezhda Dubovitskaya (1,98 metrar). Þessi tvítuga úkraínska frjálsíþróttakona er nefnilega búin að upplifa afar erfiða tíma síðustu vikur eftir að hún þurfti að flýja heimili sitt í Dnipro eftir innrás Rússa í Úkraínu. Fyrir þremur vikum þá flúði hún heimaborga sína og ferðaðist um tvö þúsund kílómetra leið í bíl til Belgrad í Serbíu. Ferðalagið tók þrjá daga en hún þurfti meðal annars að fela sig í kjallara á leiðinni. The world was cheering on Yaroslava Mahuchikh Gold in the women s high jump for Ukraine at the #WorldIndoorChamps after a long journey to even get to the start (h/t @KatharineMerry) pic.twitter.com/TJo1dlZ6k5— CITIUS MAG (@CitiusMag) March 19, 2022 Hún ferðaðist alla þessa leið með það markmið að ná því að keppa á heimsmeistaramótinu. Ekki beint draumaundirbúningur fyrir íþróttamann en henni tókst engu að síður að stökkva hærra en allir í hástökkskeppninni. Hún var ekki að ná góðum árangri í fyrsta sinn því hún varð önnur á HM 2019 og í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Úkraína eignaðist tvo verðlaunahafi á heimsmeistaramótinu í ár því Maryna Bekh-Romanchuk vann silfurverðlaun í þrístökkinu þar sem Yulimar Rojas frá Venesúela setti heimsmet og vann gull. Congratulations girls! In an amazing moment, Ukrainian athletes won 2 medals at the World Indoor Athletics Championships in Belgrade! Gold:Yaroslava Mahuchikh (high jump, 2.02m) Silver:Maryna Bekh-Romanchuk (triple jump, 14.74m) #StandWithUkraine pic.twitter.com/kspL7AK6N4— Euromaidan Press (@EuromaidanPress) March 21, 2022 Auðvitað hjálpaði það Yaroslavu að þurfa ekki að keppa við hina rússnesku Mariya Lasitskene. Rússum var bannað að taka þátt í heimsmeistaramótinu vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Lasitskene var ríkjandi heims- og Ólympíumeistari. Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Yaroslava Mahuchikh clears 2.02m to win an emotional #WorldIndoorChamps high jump gold for Ukraine — World Athletics (@WorldAthletics) March 19, 2022 Mahuchikh tryggði sér heimsmeistaratitilinn í hástökki kvenna með því að stökkva 2,02 metra og gera betur en Ástralinn Eleanor Patterson (2,00 metrar) og Kasakinn Nadezhda Dubovitskaya (1,98 metrar). Þessi tvítuga úkraínska frjálsíþróttakona er nefnilega búin að upplifa afar erfiða tíma síðustu vikur eftir að hún þurfti að flýja heimili sitt í Dnipro eftir innrás Rússa í Úkraínu. Fyrir þremur vikum þá flúði hún heimaborga sína og ferðaðist um tvö þúsund kílómetra leið í bíl til Belgrad í Serbíu. Ferðalagið tók þrjá daga en hún þurfti meðal annars að fela sig í kjallara á leiðinni. The world was cheering on Yaroslava Mahuchikh Gold in the women s high jump for Ukraine at the #WorldIndoorChamps after a long journey to even get to the start (h/t @KatharineMerry) pic.twitter.com/TJo1dlZ6k5— CITIUS MAG (@CitiusMag) March 19, 2022 Hún ferðaðist alla þessa leið með það markmið að ná því að keppa á heimsmeistaramótinu. Ekki beint draumaundirbúningur fyrir íþróttamann en henni tókst engu að síður að stökkva hærra en allir í hástökkskeppninni. Hún var ekki að ná góðum árangri í fyrsta sinn því hún varð önnur á HM 2019 og í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Úkraína eignaðist tvo verðlaunahafi á heimsmeistaramótinu í ár því Maryna Bekh-Romanchuk vann silfurverðlaun í þrístökkinu þar sem Yulimar Rojas frá Venesúela setti heimsmet og vann gull. Congratulations girls! In an amazing moment, Ukrainian athletes won 2 medals at the World Indoor Athletics Championships in Belgrade! Gold:Yaroslava Mahuchikh (high jump, 2.02m) Silver:Maryna Bekh-Romanchuk (triple jump, 14.74m) #StandWithUkraine pic.twitter.com/kspL7AK6N4— Euromaidan Press (@EuromaidanPress) March 21, 2022 Auðvitað hjálpaði það Yaroslavu að þurfa ekki að keppa við hina rússnesku Mariya Lasitskene. Rússum var bannað að taka þátt í heimsmeistaramótinu vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Lasitskene var ríkjandi heims- og Ólympíumeistari.
Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira