LeBron með 38 stig á gamla heimavellinum og segist aldrei hafa notið þess meira að spila Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2022 08:00 Gengi Los Angeles Lakers hefur ekki verið upp á marga fiska í vetur en LeBron James nýtur þess samt í botn að spila. getty/Jason Miller Þrátt fyrir að Los Angeles Lakers geti lítið er LeBron James að spila vel og segist aldrei hafa notið þess jafn mikið að spila körfubolta. LeBron skoraði 38 stig þegar Lakers vann hans gamla lið, Cleveland Cavaliers, 120-131, á útivelli í nótt. „Ég hef aldrei haft það betra. Leikurinn er svo fallegur hlutur,“ sagði LeBron eftir leikinn á gamla heimavellinum. „Mér gæti ekki verið meira sama um það sem er sagt um liðið okkar. Á þessu stigi ferilsins skipti ég mér ekki af því og það skiptir ekki máli. Ég nýt þess í botn að spila.“ Auk þess að skora 38 stig tók LeBron ellefu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Hann hefur nú unnið sautján af átján leikjum sínum gegn Cleveland á ferlinum. Russell Westbrook átti óvenju góðan leik fyrir Lakers; skoraði tuttugu stig, gaf ellefu stoðsendingar og tapaði boltanum bara einu sinni. LeBron was IN HIS BAG, he went off for 38 points for the second straight game and added a triple-double for good measure! @KingJames: 38 PTS, 11 REB, 12 AST#LakeShow WIN pic.twitter.com/BYpX3LT027— NBA (@NBA) March 22, 2022 Þrátt fyrir að vera án Joels Embiid og James Harden vann Philadelphia 76ers góðan sigur á Miami Heat, 113-106, í uppgjöri tveggja efstu liða Austurdeildarinnar. Tyrese Maxey skoraði 28 stig fyrir Sixers og Shake Milton tuttugu. Jimmy Butler var með 27 stig hjá Miami. Tyrese Maxey started the 4th-quarter with 15 points before coming up HUGE in the CLUTCH with 13 Q4 points and the game-sealing block!@TyreseMaxey: 28 PTS, 5 REB, 4 AST, 1 BLK pic.twitter.com/OPRdLSwjmu— NBA (@NBA) March 22, 2022 Kevin Durant skoraði 37 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar þegar Brooklyn Nets sigraði Utah Jazz, 114-106. Bruce Brown bætti 22 stigum við fyrir Brooklyn. Kevin Durant made 37 points look easy! He dropped 22 points in the second-half on 8/12 FGM to power the @BrooklynNets to the victory! #NetsWorld@KDTrey5: 37 PTS, 9 REB, 8 AST, 4 3PM pic.twitter.com/GTKU2NGcD5— NBA (@NBA) March 22, 2022 Úrslitin í nótt Cleveland 120-131 LA Lakers Philadelphia 113-106 Miami Brooklyn 114-106 Utah Charlotte 106-103 New Orleans Detroit 115-119 Portland Chicago 113-99 Toronto Houston 115-97 Washington Oklahoma 123-132 Boston Dallas 110-108 Minnesota NBA Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Bann bitvargsins stytt Sport Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
LeBron skoraði 38 stig þegar Lakers vann hans gamla lið, Cleveland Cavaliers, 120-131, á útivelli í nótt. „Ég hef aldrei haft það betra. Leikurinn er svo fallegur hlutur,“ sagði LeBron eftir leikinn á gamla heimavellinum. „Mér gæti ekki verið meira sama um það sem er sagt um liðið okkar. Á þessu stigi ferilsins skipti ég mér ekki af því og það skiptir ekki máli. Ég nýt þess í botn að spila.“ Auk þess að skora 38 stig tók LeBron ellefu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Hann hefur nú unnið sautján af átján leikjum sínum gegn Cleveland á ferlinum. Russell Westbrook átti óvenju góðan leik fyrir Lakers; skoraði tuttugu stig, gaf ellefu stoðsendingar og tapaði boltanum bara einu sinni. LeBron was IN HIS BAG, he went off for 38 points for the second straight game and added a triple-double for good measure! @KingJames: 38 PTS, 11 REB, 12 AST#LakeShow WIN pic.twitter.com/BYpX3LT027— NBA (@NBA) March 22, 2022 Þrátt fyrir að vera án Joels Embiid og James Harden vann Philadelphia 76ers góðan sigur á Miami Heat, 113-106, í uppgjöri tveggja efstu liða Austurdeildarinnar. Tyrese Maxey skoraði 28 stig fyrir Sixers og Shake Milton tuttugu. Jimmy Butler var með 27 stig hjá Miami. Tyrese Maxey started the 4th-quarter with 15 points before coming up HUGE in the CLUTCH with 13 Q4 points and the game-sealing block!@TyreseMaxey: 28 PTS, 5 REB, 4 AST, 1 BLK pic.twitter.com/OPRdLSwjmu— NBA (@NBA) March 22, 2022 Kevin Durant skoraði 37 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar þegar Brooklyn Nets sigraði Utah Jazz, 114-106. Bruce Brown bætti 22 stigum við fyrir Brooklyn. Kevin Durant made 37 points look easy! He dropped 22 points in the second-half on 8/12 FGM to power the @BrooklynNets to the victory! #NetsWorld@KDTrey5: 37 PTS, 9 REB, 8 AST, 4 3PM pic.twitter.com/GTKU2NGcD5— NBA (@NBA) March 22, 2022 Úrslitin í nótt Cleveland 120-131 LA Lakers Philadelphia 113-106 Miami Brooklyn 114-106 Utah Charlotte 106-103 New Orleans Detroit 115-119 Portland Chicago 113-99 Toronto Houston 115-97 Washington Oklahoma 123-132 Boston Dallas 110-108 Minnesota
Cleveland 120-131 LA Lakers Philadelphia 113-106 Miami Brooklyn 114-106 Utah Charlotte 106-103 New Orleans Detroit 115-119 Portland Chicago 113-99 Toronto Houston 115-97 Washington Oklahoma 123-132 Boston Dallas 110-108 Minnesota
NBA Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Bann bitvargsins stytt Sport Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira