Skandall að mikilvæg tól sem hjálpa íslenskunni hafi verið á bak við lás og slá Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. mars 2022 09:30 Sveinbjörn hefur síðasta árið eða svo unnið að gerð orðabókarinnar. Þetta gerði hann allt í frítíma sínum og þiggur ekki krónu fyrir. vísir/arnar Ungur forritari sem var orðinn langþreyttur á að þurfa að greiða fyrir aðgang að Snöru tók málin í sínar hendur stofnaði fría orðabók á netinu. Hann segir skandal að stjórnvöld hafi ekki gert þetta fyrr. Hver kannast ekki við að þurfa að fletta upp orði í ensk-íslenskri orðabók, opna Snöru en lenda á vegg? Þeir dagar eru liðnir því nýlega opnaði ný ensk-íslensk orðabók á netinu, ensk.is, og hún er ókeypis öllum. Á bak við verkefnið stendur ungur forritari. „Ég var bara orðinn langþreyttur á því að það væri engin opin ensk-íslensk orðabók á netinu og ákvað hreinlega bara að gera eitthvað í því sjálfur,“ segir Sveinbjörn Þórðarson. Á annað hundrað orða á dag Sveinbjörn rakst á orðabók frá Geir T. Zoëga, fyrrum rektor við Menntaskólann í Reykjavík, frá árinu 1932. Geir T. Zoëga var bæði rektor og enskukennari við Menntaskólann í Reykjavík snemma á síðustu öld. Höfundarrétturinn á henni er ekki lengur í gildi og gat hann því skannað hana alla inn á netið og opnað hana. „Ég hef náttúrulega verið að bæta líka við þessa orðabók. Það eru mörg orð sem vantar eins og gefur að skilja fyrst hún er frá 1932. Þú finnur ekki orðið „computer“ (tölva) eða „helicopter“(þyrla) eða „nuclear weapon“ (kjarnorkuvopn) eða hvað það nú er. Það var hreinlega ekki búið að finna upp þessa hluti á þeim tíma,“ segir Sveinbjörn. Og þetta gerði hann allt í sjálfboðavinnu í frítíma sínum síðasta árið eða svo. „Ég svona hef bara verið að nota kvöldin mín í þetta, kannski reynt að fara í gegn um hundrað, tvö hundruð skilgreiningar á kvöldi,“ segir Sveinbjörn. Ráðherra tekur málið til sín Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra. Tungumálið er á hennar könnu. Að hans mati er það ótrúlegt að ráðamenn hafi ekki ráðist í þetta verkefni sjálfir. „Menn tala um málverndarstefnu og að vernda íslenskuna og svona en síðan bara... hvar eru gögnin? Hvar eru tólin sem við þurfum til þess að nota íslensku í alþjóðlegu umhverfi? Þau eru á bak við lás og slá. Og mér finnst það bara algjör skandall,“ segir Sveinbjörn. Þetta tekur Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra hálfpartinn undir, sem er ansi hrifin af nýju netorðabókinni. „Ég tek það bara til mín að við getum gert betur. Stjórnvöld eru þó búin að fjárfesta í máltækni áætlun fyrir rúma tvo milljarða sem þýðir að við ætlum að geta talað við tækin okkar á íslensku og erum auðvitað að fjárfesta heilmikið í þessu,“ segir Lilja. Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Hver kannast ekki við að þurfa að fletta upp orði í ensk-íslenskri orðabók, opna Snöru en lenda á vegg? Þeir dagar eru liðnir því nýlega opnaði ný ensk-íslensk orðabók á netinu, ensk.is, og hún er ókeypis öllum. Á bak við verkefnið stendur ungur forritari. „Ég var bara orðinn langþreyttur á því að það væri engin opin ensk-íslensk orðabók á netinu og ákvað hreinlega bara að gera eitthvað í því sjálfur,“ segir Sveinbjörn Þórðarson. Á annað hundrað orða á dag Sveinbjörn rakst á orðabók frá Geir T. Zoëga, fyrrum rektor við Menntaskólann í Reykjavík, frá árinu 1932. Geir T. Zoëga var bæði rektor og enskukennari við Menntaskólann í Reykjavík snemma á síðustu öld. Höfundarrétturinn á henni er ekki lengur í gildi og gat hann því skannað hana alla inn á netið og opnað hana. „Ég hef náttúrulega verið að bæta líka við þessa orðabók. Það eru mörg orð sem vantar eins og gefur að skilja fyrst hún er frá 1932. Þú finnur ekki orðið „computer“ (tölva) eða „helicopter“(þyrla) eða „nuclear weapon“ (kjarnorkuvopn) eða hvað það nú er. Það var hreinlega ekki búið að finna upp þessa hluti á þeim tíma,“ segir Sveinbjörn. Og þetta gerði hann allt í sjálfboðavinnu í frítíma sínum síðasta árið eða svo. „Ég svona hef bara verið að nota kvöldin mín í þetta, kannski reynt að fara í gegn um hundrað, tvö hundruð skilgreiningar á kvöldi,“ segir Sveinbjörn. Ráðherra tekur málið til sín Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra. Tungumálið er á hennar könnu. Að hans mati er það ótrúlegt að ráðamenn hafi ekki ráðist í þetta verkefni sjálfir. „Menn tala um málverndarstefnu og að vernda íslenskuna og svona en síðan bara... hvar eru gögnin? Hvar eru tólin sem við þurfum til þess að nota íslensku í alþjóðlegu umhverfi? Þau eru á bak við lás og slá. Og mér finnst það bara algjör skandall,“ segir Sveinbjörn. Þetta tekur Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra hálfpartinn undir, sem er ansi hrifin af nýju netorðabókinni. „Ég tek það bara til mín að við getum gert betur. Stjórnvöld eru þó búin að fjárfesta í máltækni áætlun fyrir rúma tvo milljarða sem þýðir að við ætlum að geta talað við tækin okkar á íslensku og erum auðvitað að fjárfesta heilmikið í þessu,“ segir Lilja.
Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent