Árið þegar veröldin missti vitið Þorsteinn Siglaugsson skrifar 22. mars 2022 21:00 Bókin "The Year the World Went Mad" eftir Mark Woolhouse, sem er einn sérfræðinga breskra stjórnvalda sem stýrðu aðgerðum gegn kórónaveirunni, er nú komin út sem hljóðbók og kemur á prent 12. apríl. Í þessari bók viðurkennir höfundur að meira og minna allt sem hann og félagar hans lögðu til og stjórnvöld framkvæmdu hafi verið rangt. Íþessu viðtalivið Spiked-onlineviðurkennir Woolhouse að markviss vernd, eins og lögð var til af aðstandendum Great Barrington yfirlýsingarinnar hefði verið rétta aðferðin, og að hann og félagar hans hafi vitað það. En þau sem stóðu að Great Barrington yfirlýsingunni voru úthrópuð sem falsvísindamenn - og hverjir gerðu það? Jú, einmitt fólkið sem vissi að þau höfðu rétt fyrir sér. Hér er brot úr viðtalinu, þar sem Woolhouse er spurður um vernd viðkvæmra hópa: „Hvernig verndar maður þá þetta fólk? Í fyrsta lagi, þar sem það þarf að vera í einhverjum samskiptum, þá gerir maður þau samskipti eins örugg gagnvart smiti og mögulegt er. Maður gerir allar varúðarráðstafanir sem geta hjálpað, notar grímur, gætir að loftræstingu og líkamlegri fjarlægð. En þetta er ekki nóg eitt og sér Maður þarf líka að ganga úr skugga um að sá sem er í samskiptunum sé ekki sýktur og beri ekki sýkinguna til viðkvæma fólksins sem hann er í samskiptum við. Við ræddum þetta við ýmsa í ríkisstjórninni í apríl og maí 2020. En það var aldrei framkvæmt. Komst aldrei í gang. En samt er alveg ljóst miðað við okkar reynslu að þessi aðferð hefði haft veruleg áhrif. Hún nægði ekki að fullu ein og sér. Það hefði einnig þurft að hamla útbreiðslunni að vissu marki, en það hefði engin þörf verið á samfélagslegum lokunum.“ Lokanir fyrirtækja, ferðabönn lokanir skóla og allar hinar aðgerðirnar voru ekki aðeins gagnslausar heldur stórskaðlegar fyrir samfélagið. En vísindamennirnir sem stýrðu ferðinni, þar á meðal Mark Woolhouse, mæltu með þessum aðgerðum, réttlættu þær og héldu því ranglega fram að þær dygðu. Þeir gerðu lítið úr þeim sem gagnrýndu, útilokuðu þá frá umræðunni, fullyrtu að þeir færu gegn vísindunum. En það var öfugt. Því megum við aldrei gleyma. Hérlendis var svipuðum aðferðum beitt og á Bretlandi. Viðbrögð við gagnrýni og tillögum um betri leiðir voru svipuð. Siðferðið var samskonar. Þessi bók er skref í rétta átt. En ég spyr mig þeirrar spurningar hvort höfundurinn hafi beðið þau afsökunar sem höfðu rétt fyrir sér allan tímann, Martin Kulldorff, Sunetru Gupta, Jay Bhattacharya og aðra heiðarlega alvöru vísindamenn sem höfðu hugrekki og siðferðisþrek til að segja sannleikann. Ef ekki þá hvet ég hann til að gera það. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Bókin "The Year the World Went Mad" eftir Mark Woolhouse, sem er einn sérfræðinga breskra stjórnvalda sem stýrðu aðgerðum gegn kórónaveirunni, er nú komin út sem hljóðbók og kemur á prent 12. apríl. Í þessari bók viðurkennir höfundur að meira og minna allt sem hann og félagar hans lögðu til og stjórnvöld framkvæmdu hafi verið rangt. Íþessu viðtalivið Spiked-onlineviðurkennir Woolhouse að markviss vernd, eins og lögð var til af aðstandendum Great Barrington yfirlýsingarinnar hefði verið rétta aðferðin, og að hann og félagar hans hafi vitað það. En þau sem stóðu að Great Barrington yfirlýsingunni voru úthrópuð sem falsvísindamenn - og hverjir gerðu það? Jú, einmitt fólkið sem vissi að þau höfðu rétt fyrir sér. Hér er brot úr viðtalinu, þar sem Woolhouse er spurður um vernd viðkvæmra hópa: „Hvernig verndar maður þá þetta fólk? Í fyrsta lagi, þar sem það þarf að vera í einhverjum samskiptum, þá gerir maður þau samskipti eins örugg gagnvart smiti og mögulegt er. Maður gerir allar varúðarráðstafanir sem geta hjálpað, notar grímur, gætir að loftræstingu og líkamlegri fjarlægð. En þetta er ekki nóg eitt og sér Maður þarf líka að ganga úr skugga um að sá sem er í samskiptunum sé ekki sýktur og beri ekki sýkinguna til viðkvæma fólksins sem hann er í samskiptum við. Við ræddum þetta við ýmsa í ríkisstjórninni í apríl og maí 2020. En það var aldrei framkvæmt. Komst aldrei í gang. En samt er alveg ljóst miðað við okkar reynslu að þessi aðferð hefði haft veruleg áhrif. Hún nægði ekki að fullu ein og sér. Það hefði einnig þurft að hamla útbreiðslunni að vissu marki, en það hefði engin þörf verið á samfélagslegum lokunum.“ Lokanir fyrirtækja, ferðabönn lokanir skóla og allar hinar aðgerðirnar voru ekki aðeins gagnslausar heldur stórskaðlegar fyrir samfélagið. En vísindamennirnir sem stýrðu ferðinni, þar á meðal Mark Woolhouse, mæltu með þessum aðgerðum, réttlættu þær og héldu því ranglega fram að þær dygðu. Þeir gerðu lítið úr þeim sem gagnrýndu, útilokuðu þá frá umræðunni, fullyrtu að þeir færu gegn vísindunum. En það var öfugt. Því megum við aldrei gleyma. Hérlendis var svipuðum aðferðum beitt og á Bretlandi. Viðbrögð við gagnrýni og tillögum um betri leiðir voru svipuð. Siðferðið var samskonar. Þessi bók er skref í rétta átt. En ég spyr mig þeirrar spurningar hvort höfundurinn hafi beðið þau afsökunar sem höfðu rétt fyrir sér allan tímann, Martin Kulldorff, Sunetru Gupta, Jay Bhattacharya og aðra heiðarlega alvöru vísindamenn sem höfðu hugrekki og siðferðisþrek til að segja sannleikann. Ef ekki þá hvet ég hann til að gera það. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar