Börsungar unnu þrjá El Clásico á aðeins tíu dögum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2022 16:01 Börsungar fögnuðu þremur sigrum á erkifjendunum í Real Madrid á rúmri viku. getty/Quality Sport Images/MANU REINO/Anadolu Agency Síðustu dagar hafa verið góðir hjá Barcelona, bæði karla- og kvennaliðum félagsins í fótbolta. Þau unnu meðal annars þrjá sigra á erkifjendunum í Real Madrid. Barcelona vann 1-3 sigur á Real Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Madrídingar náðu forystunni með marki Olgu García Carmona á 8. mínútu og voru yfir í hálfleik. En í seinni hálfleik tóku Börsungar öll völd á vellinum. Alexia Putellas, besta fótboltakona heims, jafnaði með marki úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks og þegar tíu mínútur voru eftir kom Claudia Pina gestunum yfir. Putellas skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Barcelona í uppbótartíma. Barcelona er því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram á Nývangi í næstu viku. Uppselt er á leikinn en búist er við því að 85 þúsund verði á vellinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=IKTsCRLt2x0">watch on YouTube</a> Þetta var annar sigur kvennaliðs Barcelona á Real Madrid á tíu dögum. Þann 13. mars rústuðu Börsungar Madrídingum á heimavelli, 5-0. Á sunudaginn vann karlalið Barcelona svo Real Madrid, 0-4, á Santiago Bernabéu. Þetta var fyrsti sigur Barcelona á Real Madrid í sex leikjum. Börsungar sýndu allar sínar bestu hliðar í leiknum og virðast svo sannarlega vera komnir til baka undir stjórn Xavis. Barcelona hefur því unnið þrjá leiki gegn Real Madrid á tíu dögum með markatölunni 12-1. Kvennalið Barcelona hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu, 24 í deild, tvo í bikar, tvo í ofurbikar og sjö í Meistaradeild. Barcelona vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili og þykir líklegt til að endurtaka leikinn í ár. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira
Barcelona vann 1-3 sigur á Real Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Madrídingar náðu forystunni með marki Olgu García Carmona á 8. mínútu og voru yfir í hálfleik. En í seinni hálfleik tóku Börsungar öll völd á vellinum. Alexia Putellas, besta fótboltakona heims, jafnaði með marki úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks og þegar tíu mínútur voru eftir kom Claudia Pina gestunum yfir. Putellas skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Barcelona í uppbótartíma. Barcelona er því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram á Nývangi í næstu viku. Uppselt er á leikinn en búist er við því að 85 þúsund verði á vellinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=IKTsCRLt2x0">watch on YouTube</a> Þetta var annar sigur kvennaliðs Barcelona á Real Madrid á tíu dögum. Þann 13. mars rústuðu Börsungar Madrídingum á heimavelli, 5-0. Á sunudaginn vann karlalið Barcelona svo Real Madrid, 0-4, á Santiago Bernabéu. Þetta var fyrsti sigur Barcelona á Real Madrid í sex leikjum. Börsungar sýndu allar sínar bestu hliðar í leiknum og virðast svo sannarlega vera komnir til baka undir stjórn Xavis. Barcelona hefur því unnið þrjá leiki gegn Real Madrid á tíu dögum með markatölunni 12-1. Kvennalið Barcelona hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu, 24 í deild, tvo í bikar, tvo í ofurbikar og sjö í Meistaradeild. Barcelona vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili og þykir líklegt til að endurtaka leikinn í ár.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira