ESA vísar þremur málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2022 12:46 Skrifstofur EFTA eru til húsa í Brussel. EFTA Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ætlar að vísa þremur málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins vegna tafa á innleiðingu 37 gerða á sviði fjármálaþjónustu. Gerðirnar eru hluti regluverks á sviði banka- og verðbréfamarkaðar. Fram kemur í tilkynningu frá ESA að gerðirnar séu hluti regluverðs innri markaðar fyrir fjármálaþjónustu sem Íslandi bar skylda til að innleiða í lög innan tilskilinna tímamarka til að tryggja að sömu reglur gildu á öllu EES-svæðinu. Frestir Íslands til að tryggja að gerðirnar yrðu hluti íslensks réttar runnu út 3. desember 2019, 1. janúar 2020 og 7. febrúar 2020. Um er að ræða 22 gerðir á sviði regluverks fyrir markaði fyrir fjármálagerninga, 14 gerðir á sviði bankamarkaðar og eina gerð sem fellur undir regluverk um skilameðferð banka. Sendu álit síðasta sumar Að sögn ESA sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstudd álit sumarið 2021 þar sem farið var fram á að Ísland innleiddi viðkomandi gerðir. Ákveðið hafi verið að vísa þremur málum vegna þeirra til EFTA-dómstólsins í ljósi þess að innleiðing þeirra hafi ekki enn átt sér stað. „Innleiðing EES-reglna í landsrétt innan tímamarka skiptir miklu máli fyrir innri markaðinn og stuðlar að traustari, gagnsærri og skilvirkari fjármálaþjónustu. Það er hlutverk ESA að tryggja að EES EFTA ríkin sinni þessari skyldu svo að fólk og fyrirtæki geti notið þess ávinnings sem fylgir Evrópska efnahagssvæðinu,“ er haft eftir Stefan Barriga, stjórnarmanni ESA. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að áætlanir séu um að búið verði að ljúka innleiðingu gerðanna um mitt þetta ár. Íslensk stjórnvöld hafi ekki efnislegar athugasemdir við Evrópugerðirnar en innleiðing hafi dregist af ólíkum ástæðum. Uppfært kl. 17.35 með tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Utanríkismál Íslenskir bankar EFTA Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá ESA að gerðirnar séu hluti regluverðs innri markaðar fyrir fjármálaþjónustu sem Íslandi bar skylda til að innleiða í lög innan tilskilinna tímamarka til að tryggja að sömu reglur gildu á öllu EES-svæðinu. Frestir Íslands til að tryggja að gerðirnar yrðu hluti íslensks réttar runnu út 3. desember 2019, 1. janúar 2020 og 7. febrúar 2020. Um er að ræða 22 gerðir á sviði regluverks fyrir markaði fyrir fjármálagerninga, 14 gerðir á sviði bankamarkaðar og eina gerð sem fellur undir regluverk um skilameðferð banka. Sendu álit síðasta sumar Að sögn ESA sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstudd álit sumarið 2021 þar sem farið var fram á að Ísland innleiddi viðkomandi gerðir. Ákveðið hafi verið að vísa þremur málum vegna þeirra til EFTA-dómstólsins í ljósi þess að innleiðing þeirra hafi ekki enn átt sér stað. „Innleiðing EES-reglna í landsrétt innan tímamarka skiptir miklu máli fyrir innri markaðinn og stuðlar að traustari, gagnsærri og skilvirkari fjármálaþjónustu. Það er hlutverk ESA að tryggja að EES EFTA ríkin sinni þessari skyldu svo að fólk og fyrirtæki geti notið þess ávinnings sem fylgir Evrópska efnahagssvæðinu,“ er haft eftir Stefan Barriga, stjórnarmanni ESA. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að áætlanir séu um að búið verði að ljúka innleiðingu gerðanna um mitt þetta ár. Íslensk stjórnvöld hafi ekki efnislegar athugasemdir við Evrópugerðirnar en innleiðing hafi dregist af ólíkum ástæðum. Uppfært kl. 17.35 með tilkynningu frá Stjórnarráðinu.
Utanríkismál Íslenskir bankar EFTA Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira