Búnar að bíða í röð síðan á sunnudag Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2022 16:27 Rita er lengst til vinstri á mynd og Giuls heldur á skilti sem á íslensku gæti útlagst sem: Ég sneri á mér ökklann en er samt mætt! Vísir/Sigurjón Hópur ítalskra kvenna hefur beðið í röð fyrir utan Origo-höllina við Hlíðarenda nær óslitið síðan á sunnudag. Þær freista þess að ná sem bestum stað á tónleikum Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlims strákasveitarinnar One Direction, sem haldnir eru í höllinni í kvöld. Þó að One Direction hafi lagt upp laupana fyrir sex árum trekkja strákarnir greinilega enn að. Við Origo-höllina þreyja hörðustu aðdáendur kulda og vosbúð til að berja átrúnaðargoðið augum. Hópur ítalskra kvenna sem fréttastofa hitti í tónleikaröðinni síðdegis hefur beðið eftir tónleikunum, sem eru þeir fyrstu í Evróputónleikaröð Tomlinsons, í tvö ár. Þær komu til landsins á sunnudag og hafa meira og minna verið í röðinni síðan. „Við lentum, tékkuðum okkur inn á hostelið og komum svo hingað,“ segir Giuls, einn aðdáendanna. Aðeins tími fyrir Louis „Við værum mjög til í að heimsækja Reykjavík en því miður höfum við ekki tíma til þess. Við verðum að vera hér,“ bætir vinkona hennar, Rita, við. „Við höfum bara tíma fyrir Louis. Okkur langaði að gista hérna í röðinni en sáum að það er ekki leyfilegt á Íslandi svo við ákváðum að brjóta ekki lögin. Við áttum á endanum vaktaskipti, fórum upp á hostel og svo aftur í röðina þannig að sumar úr hópnum gætu sofið á nóttunni og skipt svo við aðrar á daginn,“ segir Giuls. Markmiðið er að komast sem næst sviðinu í Origo-höllinni í kvöld. Hópurinn, sem reyndist á breiðu aldursbili - alveg frá 21 árs og upp í 37 ára, treystir einmitt á að ná að minnsta kosti augnsambandi við stjörnuna. Þá láta þær kuldann ekki á sig fá, það eru tónleikarnir í kvöld sem skipta öllu máli. Miklar tilfinningar eru þó í spilinu eins og þær lýsa sjálfar; taugarnar þandar, spenna og kvíði. Hér fyrir neðan má heyra lagið Walls með Louis Tomlinson. Og hér fyrir neðan má hlýða á lagið Night Changes af fjórðu plötu hljómsveitarinnar One Direction, Four. Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. 23. mars 2022 20:39 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Þó að One Direction hafi lagt upp laupana fyrir sex árum trekkja strákarnir greinilega enn að. Við Origo-höllina þreyja hörðustu aðdáendur kulda og vosbúð til að berja átrúnaðargoðið augum. Hópur ítalskra kvenna sem fréttastofa hitti í tónleikaröðinni síðdegis hefur beðið eftir tónleikunum, sem eru þeir fyrstu í Evróputónleikaröð Tomlinsons, í tvö ár. Þær komu til landsins á sunnudag og hafa meira og minna verið í röðinni síðan. „Við lentum, tékkuðum okkur inn á hostelið og komum svo hingað,“ segir Giuls, einn aðdáendanna. Aðeins tími fyrir Louis „Við værum mjög til í að heimsækja Reykjavík en því miður höfum við ekki tíma til þess. Við verðum að vera hér,“ bætir vinkona hennar, Rita, við. „Við höfum bara tíma fyrir Louis. Okkur langaði að gista hérna í röðinni en sáum að það er ekki leyfilegt á Íslandi svo við ákváðum að brjóta ekki lögin. Við áttum á endanum vaktaskipti, fórum upp á hostel og svo aftur í röðina þannig að sumar úr hópnum gætu sofið á nóttunni og skipt svo við aðrar á daginn,“ segir Giuls. Markmiðið er að komast sem næst sviðinu í Origo-höllinni í kvöld. Hópurinn, sem reyndist á breiðu aldursbili - alveg frá 21 árs og upp í 37 ára, treystir einmitt á að ná að minnsta kosti augnsambandi við stjörnuna. Þá láta þær kuldann ekki á sig fá, það eru tónleikarnir í kvöld sem skipta öllu máli. Miklar tilfinningar eru þó í spilinu eins og þær lýsa sjálfar; taugarnar þandar, spenna og kvíði. Hér fyrir neðan má heyra lagið Walls með Louis Tomlinson. Og hér fyrir neðan má hlýða á lagið Night Changes af fjórðu plötu hljómsveitarinnar One Direction, Four.
Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. 23. mars 2022 20:39 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. 23. mars 2022 20:39
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp