Tyreek Hill til liðs við Höfrungana: Sá launahæsti í sögunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. mars 2022 17:30 Tyreek Hill er með fljótari leikmönnum NFL-deildarinnar. Getty/Peter Aiken Útherjinn Tyreek Hill er genginn í raðir Miami Dolphins í NFL-deildinni. Hann gerir fjögurra ára samning upp á 120 milljónir Bandaríkjadala eða tæplega 15 og hálfan milljarð íslenskra króna. Hinn 28 ára gamli Hill hefur leikið með Kansas City Chiefs síðan hann kom í NFL-deildina árið 2016. Hann varð meistari með liðinu árið 2020 og hefur átt stóran þátt í velgengni liðsins á undanförnum árum. Sem ríkjandi meistarar fóru Chiefs alla leið í Ofurskálina en töpuðu þar fyrir Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Á síðustu leiktíð fór liðið svo alla leið í undanúrslit en tapaði þar í framlengdum leik gegn Cincinnati Bengals. Hill er frár á fæti og fékk viðurnefnið „Blettatígurinn“ eftir sína fyrstu leiktíð í NFL-deildinni. Alls hefur hann skorað 56 snertimörk og hlaupið fyrir 6062 metrum. Næsta tímabil verður hins vegar fyrsta tímabil útherjans smá en knáa í NFL-deildinni þar sem hann mun ekki klæðast búningi Chiefs. Samkvæmt öruggum heimildum Vestanhafs hefur leikmaðurinn samið við Höfrungana í Miami. Gerir hann fjögurra ára samning upp á samtals 120 milljónir Bandaríkjadala, þar af eru 72,2 milljónir tryggðar. Overall, this is a 4-year extension worth $120M per agent @DrewJRosenhaus with $72.2M guaranteed. As @TomPelissero said, the 3-year numbers are below. https://t.co/3Ntrj8Edm6— Ian Rapoport (@RapSheet) March 23, 2022 Það þýðir að sama hvaða meiðslum hann verður fyrir þá þurfa Miami Dolphins alltaf að greiða Hill að lágmarki 72,2 milljónir. Höfðingjarnir frá Kansas fá fjölda valrétta fyrir Hill, ekki er enn komið nákvæmlega fram hvaða valrétti þeir fá. Samningur Hill gerir hann að launahæsta útherja deildarinnar. Það virðist vera nóg til í NFL-deildinni um þessar mundir en stutt er síðan Davante Adams varð launahæstur er hann yfirgaf Green Bay Packers fyrir Las Vegas Raiders. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Hill hefur leikið með Kansas City Chiefs síðan hann kom í NFL-deildina árið 2016. Hann varð meistari með liðinu árið 2020 og hefur átt stóran þátt í velgengni liðsins á undanförnum árum. Sem ríkjandi meistarar fóru Chiefs alla leið í Ofurskálina en töpuðu þar fyrir Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Á síðustu leiktíð fór liðið svo alla leið í undanúrslit en tapaði þar í framlengdum leik gegn Cincinnati Bengals. Hill er frár á fæti og fékk viðurnefnið „Blettatígurinn“ eftir sína fyrstu leiktíð í NFL-deildinni. Alls hefur hann skorað 56 snertimörk og hlaupið fyrir 6062 metrum. Næsta tímabil verður hins vegar fyrsta tímabil útherjans smá en knáa í NFL-deildinni þar sem hann mun ekki klæðast búningi Chiefs. Samkvæmt öruggum heimildum Vestanhafs hefur leikmaðurinn samið við Höfrungana í Miami. Gerir hann fjögurra ára samning upp á samtals 120 milljónir Bandaríkjadala, þar af eru 72,2 milljónir tryggðar. Overall, this is a 4-year extension worth $120M per agent @DrewJRosenhaus with $72.2M guaranteed. As @TomPelissero said, the 3-year numbers are below. https://t.co/3Ntrj8Edm6— Ian Rapoport (@RapSheet) March 23, 2022 Það þýðir að sama hvaða meiðslum hann verður fyrir þá þurfa Miami Dolphins alltaf að greiða Hill að lágmarki 72,2 milljónir. Höfðingjarnir frá Kansas fá fjölda valrétta fyrir Hill, ekki er enn komið nákvæmlega fram hvaða valrétti þeir fá. Samningur Hill gerir hann að launahæsta útherja deildarinnar. Það virðist vera nóg til í NFL-deildinni um þessar mundir en stutt er síðan Davante Adams varð launahæstur er hann yfirgaf Green Bay Packers fyrir Las Vegas Raiders. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Sjá meira