Paola Cardenas, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík og klínískur sálfræðingur í Barnahúsi, hefur á undanförnum 3 árum rannsakað félagslegar aðstæður og líðan flóttabarna- og ungmenna á Íslandi. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar og því velt upp hvað við á Íslandi höfum gert vel hingað til og hvað við getum gert betur.
Stefán Vagn Stefánsson, formaður flóttamannanefndar verður með innlegg. Didar Farid Kareem, túlkur og menningarmiðlari og Sayed Hashimi, ungur flóttamaður segja frá reynslu sinni á Íslandi. Þá mun Ragnar Kjartansson, listamaður, deila hugleiðingum sínum um málefnið.
Ræðumenn.
- Paola Cardenas, doktorsnemi við sálfræðideild HR
- Stefán Vagn Stefánsson, formaður flóttamannanefndar
- Didar Farid Kareem, túlkur og menningarmiðlari
- Sayed Hashimi, ungur flóttamaður á Íslandi
- Ragnar Kjartansson, listamaður og sjálfboðaliði hjá Rauða Krossi Íslands
Á málþinginu verða pallborðsumræður með lykilaðilum málaflokksins