Neyðarfundur helstu leiðtoga heims hefst á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 23. mars 2022 19:20 Sjálfboðaliðar í hafnarborginni Odessa fylla poka af sandi til að undirbúa innrás Rússa þangað. Borgin er ein mikilvægasta útflutnings- og innflutningshöfn Úkraínu. AP/Petros Giannakouris Hugmyndir Pólverja um að NATO-ríki taki að sér friðargæslu í Úkraínu fá dræmar undirtektir fyrir sérstakan leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins í Brussel á morgun. Hundrað þúsund manns eru enn í Mariupol undir stöðugum loftárásum. Kanslari Þýskalands segir Þjóðverja ekki geta hætt skyndilega að kaupa olíu af Rússum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir aðtekist hafi að koma um sjö þúsund íbúum Mariupol fráborginni í gær. „Á þessari stundu búa um 100 þúsund manns í Maríupól við ómannúðlegar aðstæður, í algjörri herkví, án matar, vatns og lyfja og sæta stöðugum stórskota- og sprengjuárásum," segir Zelenskyy. Þrátt fyrir árásir og umsátur hafi tekist að koma 75 prósent íbúanna í burtu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þing Japans í dag. Hann segir úkraínska hermenn hafa rekið Rússa á flótta víða, eyðilagt skriðdreka og skotið niður sprengjuflugvél yfir Mariupol í dag. Úkraína þurfi hins vegar á enn meiri vopnum að halda.AP/Behrouz Mehr Forsetinn segir daglegum friðarviðræðum miða hægt áfram. Putin Rússlandsforseti hefur þó ekki orðið við ítrekuðum áskorunum hans um beinar viðræður leiðtoganna. Enda er margt sem bendir til að hann telji slíkar viðræður fyrir neðan sína virðingu. Úkraína sé ekki löglegt ríki og í raun séu Rússar að berjast við NATO og Bandaríkin. Að mati Putins ættu leiðtogar Rússlands og Bandaríkjanna því að semja um framtíð Úkraínu og annarra áhrifasvæða í austur Evrópu. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og ein helsta málpípa Rússlandsforseta segir erfitt að semja við Úkraínumenn því þeir breyti stöðugt afstöðu sinni til einstakra mála. „Það er erfitt að fá það ekki á tilfinninguna að þeir njóti handleiðslu bandarískra samstarfsmanna. Lesi maður skrif stjórnmálaskýrenda okkar og frá Vesturlöndum ganga Bandaríkjamenn út frá þeirri staðreynd að það sé ekki hentugt að þetta ferli endi fljótlega. Olaf Scholz kanslari Þýskalands segir Þjóðverja ekki skyndilega geta hætt að kaupa olíu af Rússum vegna þess hvað landið er háð kaupunum. Þýskaland og Evrópusambandið muni hins vegar auka stuðning sinn við Úkraínu.AP/Michele Tantuss Þá sagði Lavrov hugmyndir Pólverja um að NATO tæki að sér friðargæslu í Úkraínu beina ögrun við Rússa sem allir ættu að forðast. Hugmyndin verður væntanlega rædd á neyðarfundi leiðtoga NATO, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins í Brussel á morgun þar sem hún mun mæta nokkurri andstöðu, að minnsta kosti frá Olaf Scholz kanslara Þýskalands. „NATO verður ekki aðili að stríðinu. Við, bandamenn okkar í Evrópu og Bandaríkin eru sammála um það," sagði kanslarinn á þýska þinginu í dag. Úkraínuforseti sakaði Þjóðverja um að draga lappirnar í stuðningi sínum við Úkraínu þegar hann ávarpaði þýska þingið fyrir skemmstu. Kanslarinn segir Þjóðverja hafa stutt Úkraínu með hergögnum og Evrópusambandið hafi samþykkt að auka stuðning sinn um milljarð evra. Mótmælendur kröfðust þess í Brussel í gærkvöldi að evrópuríki hætti með öllu strax að kaupa olíu af Rússum. Ríki Evrópu greiða Rússum hundruð milljóna evra á dag fyrir olíuna.AP/Geert Vanden Wijngaer Sum aðildarríki NATO og Evrópusambandsins vilja að evrópuríki hætti alveg olíu- og gaskaupum af Rússum. Mótmælendur kröfðust þess með táknrænum hætti í Brussel í gærkvöldi. „Við höfum orðið sífellt háðari Rússum um olíu og gas á undanförnum áratugum. Við bindum enda á þessa ánetjun eins fljótt og auðið er. Ef við gerum það strax verður land okkar og Evrópa dregin niður í djúpa efnahagslægð. Hundruð þúsunda starfa yrðu í hættu og einnig heilu atvinnugreinarnar," sagði Scholz. Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi forseta Bandaríkjanna segir Rússum hafa mistekist öll markmið sín með innrásinni og uppskorið andhverfu þeirra.AP/Patrick Semansky Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta segir Rússum hafa mistekist að ná öllum þremur helstu markmiðum sínum með innrásinni. „Í fyrsta lagi að undiroka Úkraínu. Í öðru lagi að auka völd og virðingu Rússlands. Í þriðja lagi að kljúfa og veikja samstöðu Vesturlanda. Rússum hefur algjörlega mistekist að ná þessum þremur markmiðum. Raunar hefur þeim tekist að ná fram hinu gagnstæða," sagði Sullivan í Hvíta húsinu í dag rétt áður en Joe Biden Bandaríkjaforseti hélt af stað til leiðtogafundarins í Brussel. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Andrés Ingi segir rússnesk stjórnvöld „móðgunargjarna brjálæðinga í Kreml“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fékk óvæntan stuðning frá minnihlutanum á þingfundi í dag. Þingmenn úthúðuðu Pútín úr ræðustól þingsins og kölluðu hann ítrekað illvirkja. Þá voru rússnesk sendiráð um víða veröld kölluð falsfréttaveitur. 23. mars 2022 17:03 Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að biðja Rússa afsökunar Innviðaráðherra sér ekki fyrir sér að biðja rússneska sendiráðið á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla um „illmennin í Kreml“ á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Hann muni kannski íhuga það ef Rússar láta af hernaði í Úkraínu. 23. mars 2022 11:28 Vaktin: Bandaríkin saka Rússa formlega um stríðsglæpi Maríupól sætir stöðugum sprengjuárásum en um 100 þúsund manns eru enn í borginni og búa við „ómannúðlegar“ aðstæður; eru án vatns, matar og lyfja. Þetta sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í daglegu ávarpi sínu í nótt. 23. mars 2022 15:10 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir aðtekist hafi að koma um sjö þúsund íbúum Mariupol fráborginni í gær. „Á þessari stundu búa um 100 þúsund manns í Maríupól við ómannúðlegar aðstæður, í algjörri herkví, án matar, vatns og lyfja og sæta stöðugum stórskota- og sprengjuárásum," segir Zelenskyy. Þrátt fyrir árásir og umsátur hafi tekist að koma 75 prósent íbúanna í burtu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þing Japans í dag. Hann segir úkraínska hermenn hafa rekið Rússa á flótta víða, eyðilagt skriðdreka og skotið niður sprengjuflugvél yfir Mariupol í dag. Úkraína þurfi hins vegar á enn meiri vopnum að halda.AP/Behrouz Mehr Forsetinn segir daglegum friðarviðræðum miða hægt áfram. Putin Rússlandsforseti hefur þó ekki orðið við ítrekuðum áskorunum hans um beinar viðræður leiðtoganna. Enda er margt sem bendir til að hann telji slíkar viðræður fyrir neðan sína virðingu. Úkraína sé ekki löglegt ríki og í raun séu Rússar að berjast við NATO og Bandaríkin. Að mati Putins ættu leiðtogar Rússlands og Bandaríkjanna því að semja um framtíð Úkraínu og annarra áhrifasvæða í austur Evrópu. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og ein helsta málpípa Rússlandsforseta segir erfitt að semja við Úkraínumenn því þeir breyti stöðugt afstöðu sinni til einstakra mála. „Það er erfitt að fá það ekki á tilfinninguna að þeir njóti handleiðslu bandarískra samstarfsmanna. Lesi maður skrif stjórnmálaskýrenda okkar og frá Vesturlöndum ganga Bandaríkjamenn út frá þeirri staðreynd að það sé ekki hentugt að þetta ferli endi fljótlega. Olaf Scholz kanslari Þýskalands segir Þjóðverja ekki skyndilega geta hætt að kaupa olíu af Rússum vegna þess hvað landið er háð kaupunum. Þýskaland og Evrópusambandið muni hins vegar auka stuðning sinn við Úkraínu.AP/Michele Tantuss Þá sagði Lavrov hugmyndir Pólverja um að NATO tæki að sér friðargæslu í Úkraínu beina ögrun við Rússa sem allir ættu að forðast. Hugmyndin verður væntanlega rædd á neyðarfundi leiðtoga NATO, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins í Brussel á morgun þar sem hún mun mæta nokkurri andstöðu, að minnsta kosti frá Olaf Scholz kanslara Þýskalands. „NATO verður ekki aðili að stríðinu. Við, bandamenn okkar í Evrópu og Bandaríkin eru sammála um það," sagði kanslarinn á þýska þinginu í dag. Úkraínuforseti sakaði Þjóðverja um að draga lappirnar í stuðningi sínum við Úkraínu þegar hann ávarpaði þýska þingið fyrir skemmstu. Kanslarinn segir Þjóðverja hafa stutt Úkraínu með hergögnum og Evrópusambandið hafi samþykkt að auka stuðning sinn um milljarð evra. Mótmælendur kröfðust þess í Brussel í gærkvöldi að evrópuríki hætti með öllu strax að kaupa olíu af Rússum. Ríki Evrópu greiða Rússum hundruð milljóna evra á dag fyrir olíuna.AP/Geert Vanden Wijngaer Sum aðildarríki NATO og Evrópusambandsins vilja að evrópuríki hætti alveg olíu- og gaskaupum af Rússum. Mótmælendur kröfðust þess með táknrænum hætti í Brussel í gærkvöldi. „Við höfum orðið sífellt háðari Rússum um olíu og gas á undanförnum áratugum. Við bindum enda á þessa ánetjun eins fljótt og auðið er. Ef við gerum það strax verður land okkar og Evrópa dregin niður í djúpa efnahagslægð. Hundruð þúsunda starfa yrðu í hættu og einnig heilu atvinnugreinarnar," sagði Scholz. Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi forseta Bandaríkjanna segir Rússum hafa mistekist öll markmið sín með innrásinni og uppskorið andhverfu þeirra.AP/Patrick Semansky Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta segir Rússum hafa mistekist að ná öllum þremur helstu markmiðum sínum með innrásinni. „Í fyrsta lagi að undiroka Úkraínu. Í öðru lagi að auka völd og virðingu Rússlands. Í þriðja lagi að kljúfa og veikja samstöðu Vesturlanda. Rússum hefur algjörlega mistekist að ná þessum þremur markmiðum. Raunar hefur þeim tekist að ná fram hinu gagnstæða," sagði Sullivan í Hvíta húsinu í dag rétt áður en Joe Biden Bandaríkjaforseti hélt af stað til leiðtogafundarins í Brussel.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Andrés Ingi segir rússnesk stjórnvöld „móðgunargjarna brjálæðinga í Kreml“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fékk óvæntan stuðning frá minnihlutanum á þingfundi í dag. Þingmenn úthúðuðu Pútín úr ræðustól þingsins og kölluðu hann ítrekað illvirkja. Þá voru rússnesk sendiráð um víða veröld kölluð falsfréttaveitur. 23. mars 2022 17:03 Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að biðja Rússa afsökunar Innviðaráðherra sér ekki fyrir sér að biðja rússneska sendiráðið á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla um „illmennin í Kreml“ á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Hann muni kannski íhuga það ef Rússar láta af hernaði í Úkraínu. 23. mars 2022 11:28 Vaktin: Bandaríkin saka Rússa formlega um stríðsglæpi Maríupól sætir stöðugum sprengjuárásum en um 100 þúsund manns eru enn í borginni og búa við „ómannúðlegar“ aðstæður; eru án vatns, matar og lyfja. Þetta sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í daglegu ávarpi sínu í nótt. 23. mars 2022 15:10 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Andrés Ingi segir rússnesk stjórnvöld „móðgunargjarna brjálæðinga í Kreml“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fékk óvæntan stuðning frá minnihlutanum á þingfundi í dag. Þingmenn úthúðuðu Pútín úr ræðustól þingsins og kölluðu hann ítrekað illvirkja. Þá voru rússnesk sendiráð um víða veröld kölluð falsfréttaveitur. 23. mars 2022 17:03
Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að biðja Rússa afsökunar Innviðaráðherra sér ekki fyrir sér að biðja rússneska sendiráðið á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla um „illmennin í Kreml“ á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Hann muni kannski íhuga það ef Rússar láta af hernaði í Úkraínu. 23. mars 2022 11:28
Vaktin: Bandaríkin saka Rússa formlega um stríðsglæpi Maríupól sætir stöðugum sprengjuárásum en um 100 þúsund manns eru enn í borginni og búa við „ómannúðlegar“ aðstæður; eru án vatns, matar og lyfja. Þetta sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í daglegu ávarpi sínu í nótt. 23. mars 2022 15:10