Fékk barnið á heimilið 42 mínútum eftir að fá símtalið í Byko Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. mars 2022 17:33 Hildur Björk Hörpudóttir fósturforeldri og stjórnarmaður í Félagi fósturforeldra. Hún er ein af þáttastjórnendum hlaðvarpsins Fósturfjölskyldur. Vísir/Vilhelm Þegar fólk fær símtal um að það sé fósturbarn í leit að fósturforeldri þá breytist margt á skömmum tíma. Oftast fá fósturforeldrarnir smá undirbúningstíma en það er ekki alltaf tilfellið. „Í einu af mínum tilfellum, þegar ég var í Byko, þá 42 mínútum seinna þá hitti ég barnið. Þá var það komið í andyrið og okkar vegferð hófst saman.“ Í flestum tilfellum fær fólk samt lengri umhugsunarfrest og samtal við félagsráðgjafa þar sem þau skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu og fleira áður en það hittir barnið. „Fáum smá tíma til að máta okkur. Það skiptir máli að fá að sjá barnið, fá að raungera það,“ útskýrir Hildur. „Ég held að það sé það fyrsta sem maður hugsar, hvernig er það? Manni langar svo að sjá það,“ bætir María Dröfn Egilsdóttir við. Guðlaugur Kristmundsson man enn eftir fyrstu dögunum eftir að hann fékk símtalið mikilvæga. „Alla helgina hugsaði ég, hvernig hlær barnið? Hvernig hljóð gefur það frá sér? Hvernig mun það fylla rýmið mitt með hljóðum?“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fósturbarnið og kynfjölskyldan Í þessum fimmta þætti hlaðvarpsins Fósturfjölskyldur ræða þau Guðlaugur, Maja og Hildur um fósturbarnið og kynfjölskylduna. Þau ræða fyrstu kynni við fósturbarnið og það hvenær barnið flytur svo inn. Einnig velta þau fyrir sér hvenær og hvernig má tilkynna að nýtt barn sé komið inn á heimilið. Þá velta þau upp spurningunni hvort allir fósturforeldrar passi við öll fósturbörn? Félagsráðgjafar spila stórt hlutverk í lífi fósturbarna og oft í lífi fósturfjölskyldunnar. Félagsráðgjafinn er oft mikilvægasti hlekkurinn til að deila sögu barnsins og að veita nýrri fjölskyldu skilning og stuðning sem barnið þarf. Hvernig verður sambandið við þetta fólk og hvernig tengja börnin þau við sitt líf? Þau Gulli, Hildur og Maja ræða einnig umgengni við kynforeldra fósturbarna og fara yfir áhrifin sem það getur haft, bæði á barnið og þau sjálf sem aðal umönnunaraðila og sérfræðinga í lífi barnsins. Hvernig líður barninu og hvaða áhrif hefur það á fjölskyldulífið? Hvað gerist svo þegar barnið verður 18 ára? Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu. Fósturfjölskyldur Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Þessi börn eru fórnarlömb aðstæðna“ Það eru margar áskoranir fyrir fósturforeldra sem taka að sér barn í fóstur og einnig fyrir fósturbörnin sjálf. Fósturforeldrar upplifa oft fordóma frá fólki sem þekkir ekki hvernig fósturkerfið virkar. 17. mars 2022 21:06 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira
„Í einu af mínum tilfellum, þegar ég var í Byko, þá 42 mínútum seinna þá hitti ég barnið. Þá var það komið í andyrið og okkar vegferð hófst saman.“ Í flestum tilfellum fær fólk samt lengri umhugsunarfrest og samtal við félagsráðgjafa þar sem þau skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu og fleira áður en það hittir barnið. „Fáum smá tíma til að máta okkur. Það skiptir máli að fá að sjá barnið, fá að raungera það,“ útskýrir Hildur. „Ég held að það sé það fyrsta sem maður hugsar, hvernig er það? Manni langar svo að sjá það,“ bætir María Dröfn Egilsdóttir við. Guðlaugur Kristmundsson man enn eftir fyrstu dögunum eftir að hann fékk símtalið mikilvæga. „Alla helgina hugsaði ég, hvernig hlær barnið? Hvernig hljóð gefur það frá sér? Hvernig mun það fylla rýmið mitt með hljóðum?“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fósturbarnið og kynfjölskyldan Í þessum fimmta þætti hlaðvarpsins Fósturfjölskyldur ræða þau Guðlaugur, Maja og Hildur um fósturbarnið og kynfjölskylduna. Þau ræða fyrstu kynni við fósturbarnið og það hvenær barnið flytur svo inn. Einnig velta þau fyrir sér hvenær og hvernig má tilkynna að nýtt barn sé komið inn á heimilið. Þá velta þau upp spurningunni hvort allir fósturforeldrar passi við öll fósturbörn? Félagsráðgjafar spila stórt hlutverk í lífi fósturbarna og oft í lífi fósturfjölskyldunnar. Félagsráðgjafinn er oft mikilvægasti hlekkurinn til að deila sögu barnsins og að veita nýrri fjölskyldu skilning og stuðning sem barnið þarf. Hvernig verður sambandið við þetta fólk og hvernig tengja börnin þau við sitt líf? Þau Gulli, Hildur og Maja ræða einnig umgengni við kynforeldra fósturbarna og fara yfir áhrifin sem það getur haft, bæði á barnið og þau sjálf sem aðal umönnunaraðila og sérfræðinga í lífi barnsins. Hvernig líður barninu og hvaða áhrif hefur það á fjölskyldulífið? Hvað gerist svo þegar barnið verður 18 ára? Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Fósturfjölskyldur Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Þessi börn eru fórnarlömb aðstæðna“ Það eru margar áskoranir fyrir fósturforeldra sem taka að sér barn í fóstur og einnig fyrir fósturbörnin sjálf. Fósturforeldrar upplifa oft fordóma frá fólki sem þekkir ekki hvernig fósturkerfið virkar. 17. mars 2022 21:06 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira
„Þessi börn eru fórnarlömb aðstæðna“ Það eru margar áskoranir fyrir fósturforeldra sem taka að sér barn í fóstur og einnig fyrir fósturbörnin sjálf. Fósturforeldrar upplifa oft fordóma frá fólki sem þekkir ekki hvernig fósturkerfið virkar. 17. mars 2022 21:06