Eriksen veit ástæðuna Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2022 14:01 Christian Eriksen er byrjaður að spila fótbolta á nýjan leik eftir langt hlé vegna hjartastoppsins á EM síðasta sumar. Getty/James Williamson Christian Eriksen er mættur aftur í danska landsliðið, níu mánuðum eftir að hafa fengið hjartastopp og hnigið til jarðar í leik með liðinu gegn Finnlandi á EM í fótbolta. Eriksen segist vita ástæðuna fyrir hjartastoppinu en vilja halda þeim upplýsingum fyrir sjálfan sig. Hann er nýbyrjaður að spila fótbolta að nýju og á að geta beitt sér að fullu líkt og áður, eftir að hafa fengið ígræddan bjargráð. Hann hefur þegar spilað þrjá leiki með Brentford í ensku úrvalsdeildinni en þangað kom hann frá Inter í lok janúar. „Ég hef það bara gott, er í toppformi og líður vel. Hugarfarið er það sama og áður. Ég spila fótbolta og lít hann sömu augum og áður. Það vantar aðeins upp á leikformið en það kemur,“ sagði Eriksen við fjölmiðlamenn fyrir æfingu danska landsliðsins á Spáni í dag. Snýr aftur í landsliðið á stað sem er honum kær Danir eiga fyrir höndum vináttulandsleiki við Holland í Amsterdam á laugardaginn og Serbíu í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn. Eriksen, sem leikið hefur 109 landsleiki, reiknar með að byrja á bekknum gegn Hollandi eftir að hafa verið úr leik í viku vegna kórónuveirusmits. Hann vill sömuleiðis vera skynsamur eftir langt hlé frá fótboltanum. „Það hvort endurkoma mín [með landsliðinu] verður í Amsterdam eða á Parken skiptir mig ekki öllu máli. Þetta eru tveir staðir sem hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir mig á mínum ferli,“ sagði Eriksen sem hóf atvinnumannsferil sinn með Ajax í Amsterdam. Eriksen hefur svo sannarlega ekki gleymt því sem gerðist síðasta sumar, frekar en nokkur sem sá hvað gerðist. Hann segist vita hvað olli hjartastoppinu. „Af hverju kom þetta bara fyrir mig?“ „Það sem gerðist er núna hluti af sögunni og hluti af mér. Þannig verður það alltaf. En ég hef oft spurt mig: Af hverju kom þetta bara fyrir mig? Ég veit ástæðuna en ég vil gjarnan halda henni fyrir sjálfan mig. Nú er ég kominn á annan stað sem knattspyrnumaður og manneskja. Það er gott að hafa þetta í farteskinu. Fólk gleymir því ekki hvað gerðist. Ég geri ráð fyrir því að þetta klikki ekki aftur. Ég hef verið prófaður í bak og fyrir,“ sagði Eriksen. Blind leiðir Eriksen Fleiri dæmi eru um að knattspyrnumenn snúi aftur eftir hjartastopp, með ígræddan bjargráð, og Eriksen leitaði mikið til Hollendingsins Daley Blind sem lenti í svipuðu atviki: „Ég hef verið mikið í sambandi við hann. Alveg frá því að ég lá inni á spítalanum. Ég hef hallað mér mikið upp að honum, sérstaklega varðandi endurhæfinguna. Svo hitti ég hann þegar ég var í endurhæfingu í Amsterdam. Það er eðlilegt að ég tali við hann um andlega þáttinn, ígræðsluna og hvernig svona lagað líf er,“ sagði Eriksen. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira
Eriksen segist vita ástæðuna fyrir hjartastoppinu en vilja halda þeim upplýsingum fyrir sjálfan sig. Hann er nýbyrjaður að spila fótbolta að nýju og á að geta beitt sér að fullu líkt og áður, eftir að hafa fengið ígræddan bjargráð. Hann hefur þegar spilað þrjá leiki með Brentford í ensku úrvalsdeildinni en þangað kom hann frá Inter í lok janúar. „Ég hef það bara gott, er í toppformi og líður vel. Hugarfarið er það sama og áður. Ég spila fótbolta og lít hann sömu augum og áður. Það vantar aðeins upp á leikformið en það kemur,“ sagði Eriksen við fjölmiðlamenn fyrir æfingu danska landsliðsins á Spáni í dag. Snýr aftur í landsliðið á stað sem er honum kær Danir eiga fyrir höndum vináttulandsleiki við Holland í Amsterdam á laugardaginn og Serbíu í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn. Eriksen, sem leikið hefur 109 landsleiki, reiknar með að byrja á bekknum gegn Hollandi eftir að hafa verið úr leik í viku vegna kórónuveirusmits. Hann vill sömuleiðis vera skynsamur eftir langt hlé frá fótboltanum. „Það hvort endurkoma mín [með landsliðinu] verður í Amsterdam eða á Parken skiptir mig ekki öllu máli. Þetta eru tveir staðir sem hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir mig á mínum ferli,“ sagði Eriksen sem hóf atvinnumannsferil sinn með Ajax í Amsterdam. Eriksen hefur svo sannarlega ekki gleymt því sem gerðist síðasta sumar, frekar en nokkur sem sá hvað gerðist. Hann segist vita hvað olli hjartastoppinu. „Af hverju kom þetta bara fyrir mig?“ „Það sem gerðist er núna hluti af sögunni og hluti af mér. Þannig verður það alltaf. En ég hef oft spurt mig: Af hverju kom þetta bara fyrir mig? Ég veit ástæðuna en ég vil gjarnan halda henni fyrir sjálfan mig. Nú er ég kominn á annan stað sem knattspyrnumaður og manneskja. Það er gott að hafa þetta í farteskinu. Fólk gleymir því ekki hvað gerðist. Ég geri ráð fyrir því að þetta klikki ekki aftur. Ég hef verið prófaður í bak og fyrir,“ sagði Eriksen. Blind leiðir Eriksen Fleiri dæmi eru um að knattspyrnumenn snúi aftur eftir hjartastopp, með ígræddan bjargráð, og Eriksen leitaði mikið til Hollendingsins Daley Blind sem lenti í svipuðu atviki: „Ég hef verið mikið í sambandi við hann. Alveg frá því að ég lá inni á spítalanum. Ég hef hallað mér mikið upp að honum, sérstaklega varðandi endurhæfinguna. Svo hitti ég hann þegar ég var í endurhæfingu í Amsterdam. Það er eðlilegt að ég tali við hann um andlega þáttinn, ígræðsluna og hvernig svona lagað líf er,“ sagði Eriksen.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira