EM-umsókn Rússa veldur hneykslan: Svívirðilegt og alveg óskiljanlegt Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2022 14:29 Rússar, sem héldu HM 2018, hafa sóst eftir því að halda EM 2028 eða 2032. Getty/Wolfgang Rattay Rússneska knattspyrnusambandið skilaði afar óvænt inn umsókn á síðustu stundu um að fá að halda Evrópumót karla í fótbolta árið 2028 eða 2032. Forsætisráðherra Bretlands segist ekki trúa því að Rússar komi til greina sem gestgjafar og ensku götublöðin segja ákvörðun Rússa svívirðilega. Bretland og Írland höfðu fyrir löngu gefið til kynna að þau hefðu áhuga á að halda Evrópumótið 2028 í sameiningu. Svo virtist sem að engin samkeppni yrði um að halda mótið þar til á síðustu stundu að Rússar skiluðu inn umsókn til UEFA í gær, og í kjölfarið gerðu Tyrkir hið sama. Rússnesk knattspyrnulið, bæði landslið og félagslið, eru í banni frá alþjóðlegum fótbolta vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneska knattspyrnusambandið virðist hins vegar ekki vera í banni og gat því lagt fram umsókn um að halda EM. Sóttu um EM 2028 og 2032 Raunar sækjast Rússland og Tyrkland bæði eftir EM 2028 og EM 2032 en áður var útlit fyrir að Ítalía yrði eina þjóðin sem sæktist eftir að halda EM 2032. The Sun lýsir umsókn Rússa sem „blygðunarlausri“ og hefur eftir innanbúðarmanni úr enska knattspyrnusambandinu að það sé einfaldlega „viðurstyggilegt að Rússar telji sig enn hluta af samfélagi siðaðra þjóða.“ Hann bætir við: „Þetta er algjört reginhneyksli.“ Russia set to be banned by Uefa after shameless 11th-hour bid to host Euro 2028 and rival UK and Ireland https://t.co/x3KS2CaR7p— The Sun Football (@TheSunFootball) March 24, 2022 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist varla trúa því að umsókn Rússa verði tekin til greina en það eina sem talsmaður UEFA hefur sagt er að fylgst verði áfram með stöðunni. Svo gæti farið að rússneska knattspyrnusambandið verði sett í bann. Ákvörðun um hvar EM 2028 og 2032 verða haldin verður tekin í síðasta lagi í september á næsta ári. „Það næði ekki einu sinni að vera flokkað sem háðsádeila ef að einhver knattspyrnusamtök - sama hversu viti sínu fjær þau væru - myndu vilja veita Rússum rétt til að halda mót miðað við núverandi forsendur,“ sagði Johnson og bætti við: „Það virðist algjörlega óskiljanlegt. Þess vegna trúi ég því ekki að það komi til greina.“ Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu EM 2028 í fótbolta EM 2032 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Bretland og Írland höfðu fyrir löngu gefið til kynna að þau hefðu áhuga á að halda Evrópumótið 2028 í sameiningu. Svo virtist sem að engin samkeppni yrði um að halda mótið þar til á síðustu stundu að Rússar skiluðu inn umsókn til UEFA í gær, og í kjölfarið gerðu Tyrkir hið sama. Rússnesk knattspyrnulið, bæði landslið og félagslið, eru í banni frá alþjóðlegum fótbolta vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneska knattspyrnusambandið virðist hins vegar ekki vera í banni og gat því lagt fram umsókn um að halda EM. Sóttu um EM 2028 og 2032 Raunar sækjast Rússland og Tyrkland bæði eftir EM 2028 og EM 2032 en áður var útlit fyrir að Ítalía yrði eina þjóðin sem sæktist eftir að halda EM 2032. The Sun lýsir umsókn Rússa sem „blygðunarlausri“ og hefur eftir innanbúðarmanni úr enska knattspyrnusambandinu að það sé einfaldlega „viðurstyggilegt að Rússar telji sig enn hluta af samfélagi siðaðra þjóða.“ Hann bætir við: „Þetta er algjört reginhneyksli.“ Russia set to be banned by Uefa after shameless 11th-hour bid to host Euro 2028 and rival UK and Ireland https://t.co/x3KS2CaR7p— The Sun Football (@TheSunFootball) March 24, 2022 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist varla trúa því að umsókn Rússa verði tekin til greina en það eina sem talsmaður UEFA hefur sagt er að fylgst verði áfram með stöðunni. Svo gæti farið að rússneska knattspyrnusambandið verði sett í bann. Ákvörðun um hvar EM 2028 og 2032 verða haldin verður tekin í síðasta lagi í september á næsta ári. „Það næði ekki einu sinni að vera flokkað sem háðsádeila ef að einhver knattspyrnusamtök - sama hversu viti sínu fjær þau væru - myndu vilja veita Rússum rétt til að halda mót miðað við núverandi forsendur,“ sagði Johnson og bætti við: „Það virðist algjörlega óskiljanlegt. Þess vegna trúi ég því ekki að það komi til greina.“
Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu EM 2028 í fótbolta EM 2032 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn