Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Vestri 112-91 | Blikar sendu Vestfirðinga niður um deild Siggeir Ævarsson skrifar 24. mars 2022 22:11 Breiðablik á enn góðan möguleika á sæti í úrslitakeppninni eftir sigur kvöldsins. Vísir/Vilhelm Breiðablik vann mikilvægan 21 stigs sigur gegn Vestra í uppgjöri nýliðanna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-91. Úrslitin þýða að Blikar eiga enn góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en Vestramenn eru hins vegar fallnir niður um deild. Breiðablik og Vestri mættust í Smáranum í Kópavogi í kvöld í leik sem má segja að hafi verið upp á líf og dauða fyrir bæði lið. Blikar að berjast fyrir lífi sínu í úrslitakeppninni og Vestri bókstaflega fyrir lífi sínu í deildinni, en fyrir leikinn áttu þeir ennþá tölfræðilegan möguleika á að halda sér uppi. Til þess þurftu þeir þó að vinna leikinn í kvöld sem og síðustu tvo leiki sína í deildinni og jafnframt treysta á ÍR myndu tapa öllum sínum. Ísfirðingar geta þó hætt að krossa fingur og byrjað að hugsa um 1. deildina að ári, úrslitin í kvöld 112-91 heimamönnum í vil. Blikar héldu sig bara við sinn leik í kvöld. Spiluðu hratt og skutum mörgum þristum, 50 alls þegar upp var staðið. Vestramenn héldu ágætlega í við þá til að byrja með, reyndu að stjórna hraðanum og spiluðu einnig mjög hratt í bland við að reyna að nýta sér hæðarmuninn í teignum, en Sveinbjörn Jóhannesson lék ekki með Blikum í kvöld frekar en í síðustu leikjum og munar um minna fyrir þá í teignum. En eftir jafnan fyrsta leikhluta og nokkra kafla þar sem Vestri leiddi stigu Blikar fastar á bensíngjöfina og leiddu í hálfleik, 56-49. Gestirnir að vestan gerðu sitt besta til að halda í við heimamenn en eftir því sem leið á seinni hálfleik dró í sundur með liðunum. Það kviknaði smá vonarneisti í lok 3. leikhluta en þá sögðu Blikar hingað og ekki lengra og hreinlega rústuðu síðustu 10 mínútum leiksins. Það fór greinilega mikil orka í það hjá Vestra að spila á þessum hraða og Blikar gengu á lagið eftir því sem dró af gestunum en lokaleiklutinn fór 31-15, heimamönnum í vil. Af hverju vann Breiðablik? Blikarnir fylgdu bara sínu leikplani. Spiluðu hratt allan tímann þar til að gestirnir höfðu ekki orku til að fylgja þeim eftir. Vestramenn misstu sinn mikilvægasta leikmann, Ken-Jah Bosley, í meiðsli undir lok þriðja leikhluta og munaði töluvert um það. Hvað gekk illa? Vestra gekk illa að halda hröðum bakvörðum Blika fyrir framan sig. Everage Lee Richardson skoraði nánast að vild á köflum og endaði stigahæstur á vellinum með 33 stig. Varnarleikurinn hjá Vestra varð ansi gloppóttur undir lokin og gengu heimamenn þá á lagið og skoruðu stigin í kippum. Hvað gerist næst? Vestri er fallinn og þeir geta því farið án allrar pressu í næstu tvo leiki. Blikar aftur á móti eru í bullandi séns um að ná í sæti í úrslitakeppninni en eiga strembna tvo leiki eftir, fyrst útileik gegn Valsmönnum þann 27. og svo heimaleik gegn bikarmeisturum Stjörnunnar þann 31. Þetta er alla vega komið í okkar hendur Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks.Vísir/Hulda Margrét Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að leikurinn hefði nokkurn veginn spilast eftir þeirra plani, þ.e. að keyra á þá jafnt og þétt allan leikinn og keyra svo hreinlega yfir þá í lokin „Við vissum að við myndum kannski ekki keyra yfir þá í 1. leikhluta, það tæki 40 mínútur að keyra yfir þá. Það var planið og það gekk upp í dag.“ Leikurinn var eins og áður sagði mikilvægur fyrir bæði lið, en með sigri í kvöld halda Blikar í vonina um sæti í úrslitakeppninni. Pétur sagði að nú væri framhaldið einfaldlega í þeirra eigin höndum. „Núna eru tveir leikir eftir í deildinni og við erum jafnir KR að stigum. Þannig að ef við vinnum báða okkar leiki þá förum við í úrslitakeppnina myndi ég halda. Þetta er alla vega komið í okkar hendur en við eigum reyndar eftir að spila við Val á útivelli og við höfum ekki verið góðir á útivelli í vetur. Svo fáum við bikarameistarana á fimmtudaginn þannig að það eru tveir mjög erfiðir leikir eftir.“ Fyrr í vetur hafði Pétur farið mjög ófögrum orðum um sóknarleik Vals, sagði að þeir væru bæði óskilvirkt og lélegt sóknarlið. Hann vildi þó meina að síðan þá hefði töluvert vatn runnið til sjávar og Valsliðið tekið stakkaskiptum í millitíðinni. „Þetta var náttúrulega fyrir áramót og þá var önnur tölfræði heldur en er í dag. Þeir eru allt annað lið og miklu betri en þeir voru fyrir áramót. Þeir verða líka á heimavelli þar sem þeir eru ekki auðveldir. En við höfum engu að tapa og tökum örugglega einhverja sénsa og reynum að hafa gaman af þessum.“ Sveinbjörn Jóhannesson, byrjunarliðsmiðherji liðsins, hefur ekki leikið með liðinu síðan 14. febrúar, en hann er að jafna sig eftir heilahristing. Pétur sagði þó að þeir væru með djúpan bekk og gætu líka sótt mínútúr úr ólíklegustu áttum. „Hann fékk heilahristing og er bara að ná sér uppúr því. Það gengur kannski hægt en í rétta átt. Annars eru allir aðrir þokkalega heilir. Svo er sjúkraþjálfarinn að spila slatta af mínútum, það væri auðvitað ekki gott ef sjúkraþjálfarinn gæti ekki neitt en hann er ágætur í körfubolta svo að það er ágætt.“ Sjúkraþjálfari Blika er Bjarni Geir Gunnarsson, sem var að spila sinn 7. leik í vetur, setti tvo þrista og endaði með 8 stig. Ekki amalegt að eiga slíkt framlag í sjúkraþjálfaranum. Pétur bætti svo við í lokin að hann ætti eitt leynivopn enn á bekknum ef í harðbakkann myndi slá. „Svo erum við með aðstoðarþjálfara sem getur líka skilað mínútum. Við erum alveg vel settir. Ívar gæti komið inná og sett þrista. Hann gæti hugsanlega ekki hlaupið mikið en hann getur hitt og sett góðar tvöfaldar skríningar.“ Subway-deild karla Breiðablik Vestri
Breiðablik vann mikilvægan 21 stigs sigur gegn Vestra í uppgjöri nýliðanna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-91. Úrslitin þýða að Blikar eiga enn góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en Vestramenn eru hins vegar fallnir niður um deild. Breiðablik og Vestri mættust í Smáranum í Kópavogi í kvöld í leik sem má segja að hafi verið upp á líf og dauða fyrir bæði lið. Blikar að berjast fyrir lífi sínu í úrslitakeppninni og Vestri bókstaflega fyrir lífi sínu í deildinni, en fyrir leikinn áttu þeir ennþá tölfræðilegan möguleika á að halda sér uppi. Til þess þurftu þeir þó að vinna leikinn í kvöld sem og síðustu tvo leiki sína í deildinni og jafnframt treysta á ÍR myndu tapa öllum sínum. Ísfirðingar geta þó hætt að krossa fingur og byrjað að hugsa um 1. deildina að ári, úrslitin í kvöld 112-91 heimamönnum í vil. Blikar héldu sig bara við sinn leik í kvöld. Spiluðu hratt og skutum mörgum þristum, 50 alls þegar upp var staðið. Vestramenn héldu ágætlega í við þá til að byrja með, reyndu að stjórna hraðanum og spiluðu einnig mjög hratt í bland við að reyna að nýta sér hæðarmuninn í teignum, en Sveinbjörn Jóhannesson lék ekki með Blikum í kvöld frekar en í síðustu leikjum og munar um minna fyrir þá í teignum. En eftir jafnan fyrsta leikhluta og nokkra kafla þar sem Vestri leiddi stigu Blikar fastar á bensíngjöfina og leiddu í hálfleik, 56-49. Gestirnir að vestan gerðu sitt besta til að halda í við heimamenn en eftir því sem leið á seinni hálfleik dró í sundur með liðunum. Það kviknaði smá vonarneisti í lok 3. leikhluta en þá sögðu Blikar hingað og ekki lengra og hreinlega rústuðu síðustu 10 mínútum leiksins. Það fór greinilega mikil orka í það hjá Vestra að spila á þessum hraða og Blikar gengu á lagið eftir því sem dró af gestunum en lokaleiklutinn fór 31-15, heimamönnum í vil. Af hverju vann Breiðablik? Blikarnir fylgdu bara sínu leikplani. Spiluðu hratt allan tímann þar til að gestirnir höfðu ekki orku til að fylgja þeim eftir. Vestramenn misstu sinn mikilvægasta leikmann, Ken-Jah Bosley, í meiðsli undir lok þriðja leikhluta og munaði töluvert um það. Hvað gekk illa? Vestra gekk illa að halda hröðum bakvörðum Blika fyrir framan sig. Everage Lee Richardson skoraði nánast að vild á köflum og endaði stigahæstur á vellinum með 33 stig. Varnarleikurinn hjá Vestra varð ansi gloppóttur undir lokin og gengu heimamenn þá á lagið og skoruðu stigin í kippum. Hvað gerist næst? Vestri er fallinn og þeir geta því farið án allrar pressu í næstu tvo leiki. Blikar aftur á móti eru í bullandi séns um að ná í sæti í úrslitakeppninni en eiga strembna tvo leiki eftir, fyrst útileik gegn Valsmönnum þann 27. og svo heimaleik gegn bikarmeisturum Stjörnunnar þann 31. Þetta er alla vega komið í okkar hendur Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks.Vísir/Hulda Margrét Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að leikurinn hefði nokkurn veginn spilast eftir þeirra plani, þ.e. að keyra á þá jafnt og þétt allan leikinn og keyra svo hreinlega yfir þá í lokin „Við vissum að við myndum kannski ekki keyra yfir þá í 1. leikhluta, það tæki 40 mínútur að keyra yfir þá. Það var planið og það gekk upp í dag.“ Leikurinn var eins og áður sagði mikilvægur fyrir bæði lið, en með sigri í kvöld halda Blikar í vonina um sæti í úrslitakeppninni. Pétur sagði að nú væri framhaldið einfaldlega í þeirra eigin höndum. „Núna eru tveir leikir eftir í deildinni og við erum jafnir KR að stigum. Þannig að ef við vinnum báða okkar leiki þá förum við í úrslitakeppnina myndi ég halda. Þetta er alla vega komið í okkar hendur en við eigum reyndar eftir að spila við Val á útivelli og við höfum ekki verið góðir á útivelli í vetur. Svo fáum við bikarameistarana á fimmtudaginn þannig að það eru tveir mjög erfiðir leikir eftir.“ Fyrr í vetur hafði Pétur farið mjög ófögrum orðum um sóknarleik Vals, sagði að þeir væru bæði óskilvirkt og lélegt sóknarlið. Hann vildi þó meina að síðan þá hefði töluvert vatn runnið til sjávar og Valsliðið tekið stakkaskiptum í millitíðinni. „Þetta var náttúrulega fyrir áramót og þá var önnur tölfræði heldur en er í dag. Þeir eru allt annað lið og miklu betri en þeir voru fyrir áramót. Þeir verða líka á heimavelli þar sem þeir eru ekki auðveldir. En við höfum engu að tapa og tökum örugglega einhverja sénsa og reynum að hafa gaman af þessum.“ Sveinbjörn Jóhannesson, byrjunarliðsmiðherji liðsins, hefur ekki leikið með liðinu síðan 14. febrúar, en hann er að jafna sig eftir heilahristing. Pétur sagði þó að þeir væru með djúpan bekk og gætu líka sótt mínútúr úr ólíklegustu áttum. „Hann fékk heilahristing og er bara að ná sér uppúr því. Það gengur kannski hægt en í rétta átt. Annars eru allir aðrir þokkalega heilir. Svo er sjúkraþjálfarinn að spila slatta af mínútum, það væri auðvitað ekki gott ef sjúkraþjálfarinn gæti ekki neitt en hann er ágætur í körfubolta svo að það er ágætt.“ Sjúkraþjálfari Blika er Bjarni Geir Gunnarsson, sem var að spila sinn 7. leik í vetur, setti tvo þrista og endaði með 8 stig. Ekki amalegt að eiga slíkt framlag í sjúkraþjálfaranum. Pétur bætti svo við í lokin að hann ætti eitt leynivopn enn á bekknum ef í harðbakkann myndi slá. „Svo erum við með aðstoðarþjálfara sem getur líka skilað mínútum. Við erum alveg vel settir. Ívar gæti komið inná og sett þrista. Hann gæti hugsanlega ekki hlaupið mikið en hann getur hitt og sett góðar tvöfaldar skríningar.“
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti