Zelenskyy gagnrýnir Vesturlönd fyrir skort á vopnum Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2022 20:01 Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hélt út á götu í Kænugarði í nótt þegar mánuður var liðinn frá innrás Rússa til að hvetja heiminn til stuðnings við land hans. AP/forsetaembætti Úkraínu Úkraínuforseti sakar Rússa um að nota fosfórsprengjur í stríðinu í Úkraínu og gagnrýnir Vesturlönd fyrir að útvega Úkraínumönnum ekki flugvélar og skriðdreka. Innrás Rússa sé aðeins byrjunin á árásum þeirra á Evrópuþjóðir nái þeir sínu fram gagnvart Úkraínu. Nú þegar mánuður er liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu hafa þúsundir óbreyttra borgara fallið og gríðarlegar skemmdir orðið á mannvirkjum eftir stöðugar stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir Rússa á borgir og bæi. Mariupol hefur orðið hvað verst úti þar sem manntjónið er líka mest. Rússar hafa valdið gífurlegu tjóni og fjölda borga og bæja í Úkraínu og þúsundir óbreyttra borgara hafa fallið. Þó er talið að mannfallið sé mun meira í röðum Rússa og þeir hafi misst á bilinu 7-10 þúsund hermenn þeirra á meðal háttsetta hershöfðingja.AP/Andrew Marienko Rússum hefur þó algerlega mistekist ætlunarverkiðað steypa stjórn landsins og afvopna úkraínska herinn sem veitt hefur kröftuga mótspyrnu og hrakið rússneskar hersveitir áflótta víða. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þakkaði Vesturlöndum stuðninginn þegar hann ávarpaði NATO leiðtogana í dag. En hann gagnrýndi bandalagið fyrir að útvega þeim ekki öll þau vopn sem á þyrfti að halda gegn öflugum her Rússa. „Úkraína bað ykkur um flugvélar til að draga úr mannfallinu. Þið eigið þúsundir flugvéla en hafið ekki látið okkur fá eina einustu," sagði Zelenskyy og sagði Úkraínumenn reiðubúna að greiða fyrir flugvélarnar. Þá hefði NATO ekki látið af hendi einn einasta skriðdreka af þeim tuttugu þúsund sem ríki bandalagsins ættu. Rússar sprengdu vörugeymslu í Kænugarði í loft upp í dag. Slökkviliðsmenn borgarinnar hafa haft í nógu að snúast frá því innrásin hófst fyrir mánuði.AP//Vadim Ghirda „Í morgun var fosfórsprengjum beitt. Rússneskum fosfórsprengjum. Aftur voru fullorðnir og börn myrt. Ég vil að þið vitið að Bandalagið getur enn komið í veg fyrir dauða Úkraínumanna af völdum loftárása Rússa af völdum hersetu Rússa með því að útvega okkur vopnin sem við þurfum," sagði Zelenskyy. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir Vesturlönd staðráðin í að verða ekki beinir þátttakendur í stríðinu. Bandalagsríkin vilji hins vegar styðja Úkraínumenn með öllum öðrum ráðum til að þeir hafi sigur gegn Rússum. „Við erum sammála um að fordæma tilefnislausa árásir Kremlarstjórnarinnar og að styðja fullveldi og landamærahelgi Úkraínu. Við erum staðráðin í að láta Rússa sæta viðurlögum í því skyni að binda enda á þetta hrottalega stríð," sagði Jens Stoltenberg. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Nú þegar mánuður er liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu hafa þúsundir óbreyttra borgara fallið og gríðarlegar skemmdir orðið á mannvirkjum eftir stöðugar stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir Rússa á borgir og bæi. Mariupol hefur orðið hvað verst úti þar sem manntjónið er líka mest. Rússar hafa valdið gífurlegu tjóni og fjölda borga og bæja í Úkraínu og þúsundir óbreyttra borgara hafa fallið. Þó er talið að mannfallið sé mun meira í röðum Rússa og þeir hafi misst á bilinu 7-10 þúsund hermenn þeirra á meðal háttsetta hershöfðingja.AP/Andrew Marienko Rússum hefur þó algerlega mistekist ætlunarverkiðað steypa stjórn landsins og afvopna úkraínska herinn sem veitt hefur kröftuga mótspyrnu og hrakið rússneskar hersveitir áflótta víða. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þakkaði Vesturlöndum stuðninginn þegar hann ávarpaði NATO leiðtogana í dag. En hann gagnrýndi bandalagið fyrir að útvega þeim ekki öll þau vopn sem á þyrfti að halda gegn öflugum her Rússa. „Úkraína bað ykkur um flugvélar til að draga úr mannfallinu. Þið eigið þúsundir flugvéla en hafið ekki látið okkur fá eina einustu," sagði Zelenskyy og sagði Úkraínumenn reiðubúna að greiða fyrir flugvélarnar. Þá hefði NATO ekki látið af hendi einn einasta skriðdreka af þeim tuttugu þúsund sem ríki bandalagsins ættu. Rússar sprengdu vörugeymslu í Kænugarði í loft upp í dag. Slökkviliðsmenn borgarinnar hafa haft í nógu að snúast frá því innrásin hófst fyrir mánuði.AP//Vadim Ghirda „Í morgun var fosfórsprengjum beitt. Rússneskum fosfórsprengjum. Aftur voru fullorðnir og börn myrt. Ég vil að þið vitið að Bandalagið getur enn komið í veg fyrir dauða Úkraínumanna af völdum loftárása Rússa af völdum hersetu Rússa með því að útvega okkur vopnin sem við þurfum," sagði Zelenskyy. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir Vesturlönd staðráðin í að verða ekki beinir þátttakendur í stríðinu. Bandalagsríkin vilji hins vegar styðja Úkraínumenn með öllum öðrum ráðum til að þeir hafi sigur gegn Rússum. „Við erum sammála um að fordæma tilefnislausa árásir Kremlarstjórnarinnar og að styðja fullveldi og landamærahelgi Úkraínu. Við erum staðráðin í að láta Rússa sæta viðurlögum í því skyni að binda enda á þetta hrottalega stríð," sagði Jens Stoltenberg.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira