Tvöfalda íbúafjölda Bifrastar með flóttamönnum frá Úkraínu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. mars 2022 21:01 Hin ónýttu herbergi á háskólasvæðinu munu nýtast flóttamönnunum vel. Þau hafa lítið verið notuð síðustu árin. vísir/sigurjón Íbúafjöldi á háskólasvæðinu við Bifröst gæti tvöfaldast á næstu vikum þegar háskólinn tekur á móti flóttafólki frá Úkraínu. Nokkur vinna þarf að fara fram fyrir móttökuna og leitar skólinn nú að sjálfboðaliðum til að leggja hönd á plóg. Á Bifröst er allt í fullum gangi um þessar mundir við undirbúning við móttöku 150 flóttamanna frá Úkraínu. Von er á að þeir byrji að streyma til háskólaþorpsins í byrjun apríl og með því tvöfaldast í leiðinni fjöldi íbúa á Bifröst. „Það hafa náttúrulega verið mun fleiri íbúar á þessu svæði þannig að við förum kannski upp í þá tölu aftur sem verður virkilega gaman. En ég held að það sé gott að fá þau hingað. Það verður gott að halda utan um fólk og við getum hlúið vel að þeim,“ segir Halldóra Lóa Þórhallsdóttir, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar. Halldóra Lóa segir íbúafjölda í kring um háskólann hafa rokkað upp og niður síðustu ár og áratugi. Bærinn kann því að taka á móti stórum hópum fólks í einu.vísir/sigurjón Háskólinn á Bifröst mun skaffa flóttamönnunum húsnæði og aðstoða þá við að koma sér fyrir. „Hérna ætlum við að taka á móti þeim, á þessu svæði. Og eins og þið sjáið þá er þetta náttúrulega bara svona lítið hverfi með aðstöðu fyrir barnafólk og leikskóli hérna rétt fyrir ofan,“ segir Halldóra Lóa. Eins og er eru um 70 herbergi og 17 íbúðir lausar á svæðinu sem eru í eigu háskólans. „Við erum að gera okkur klár fyrir þessa móttöku og aðallega finna út hvað við eigum af sængurfötum, sængum, Við þurfum að gera heilt eldhús klárt. Þannig það er heilmikið í gangi hjá okkur,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor háskólans. Margrét er spennt fyrir verkefninu og segir alla íbúa svæðisins tilbúna að aðstoða.vísir/sigurjón Dálítill hluti húsnæðisins er tómur og því biðlar háskólinn nú til fólks um að gefa hér húsgögn, borðbúnað og bara allt sem er hægt til að gera þetta heimilislegt. Nýtir rússneskuna Samfélagið virðist meira en tilbúið að taka á móti hópnum. „Til dæmis komu skiptinemarnir strax og sögðu við getum hjálpað, maður sem býr hérna og sagði heyrðu ég er vanur að kenna íslensku, enn annar kom og sagði ég tala rússnesku,“ segir Margrét. Þessi myndarlega læða elti okkur um allt háskólasvæðið og mun taka vel á móti úkraínska hópnum.vísir/sigurjón Við litum við hjá skiptinemum á svæðinu. Roberta kemur frá Litháen, og kann rússnesku. Hana tala flestir frá Úkraínu og því ætlar Roberta að aðstoða við öll samskipti við flóttamannahópinn. „Þau skilja rússnesku en ég mun veira meira en til í að reyna að læra smá úkraínsku í leiðinni ef ég get,“ segir Roberta. Roberta er frá Litháen en hefur stundað nám í Danmörku undanfarið og kemur þaðan sem skiptinemi.vísir/sigurjón Hún segir alla skiptinemana boðna og búna við að aðstoða flóttamannahópinn. „Já, það erum við. Við erum bara lítill hópur skiptinema en allir sem ég hef hitt eru ótrúlega til í að aðstoða flóttamennina.“ Svona eru einstaklingsherbergin sem eru í boði hjá skólanum. Sex herbergi í einu húsi og sameiginleg eldunaraðstaða. Þegar fleiri sóttu staðnám við Bifröst dvöldu nemendur í þessum herbergjum.vísir/sigurjón Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Borgarbyggð Háskólar Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Á Bifröst er allt í fullum gangi um þessar mundir við undirbúning við móttöku 150 flóttamanna frá Úkraínu. Von er á að þeir byrji að streyma til háskólaþorpsins í byrjun apríl og með því tvöfaldast í leiðinni fjöldi íbúa á Bifröst. „Það hafa náttúrulega verið mun fleiri íbúar á þessu svæði þannig að við förum kannski upp í þá tölu aftur sem verður virkilega gaman. En ég held að það sé gott að fá þau hingað. Það verður gott að halda utan um fólk og við getum hlúið vel að þeim,“ segir Halldóra Lóa Þórhallsdóttir, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar. Halldóra Lóa segir íbúafjölda í kring um háskólann hafa rokkað upp og niður síðustu ár og áratugi. Bærinn kann því að taka á móti stórum hópum fólks í einu.vísir/sigurjón Háskólinn á Bifröst mun skaffa flóttamönnunum húsnæði og aðstoða þá við að koma sér fyrir. „Hérna ætlum við að taka á móti þeim, á þessu svæði. Og eins og þið sjáið þá er þetta náttúrulega bara svona lítið hverfi með aðstöðu fyrir barnafólk og leikskóli hérna rétt fyrir ofan,“ segir Halldóra Lóa. Eins og er eru um 70 herbergi og 17 íbúðir lausar á svæðinu sem eru í eigu háskólans. „Við erum að gera okkur klár fyrir þessa móttöku og aðallega finna út hvað við eigum af sængurfötum, sængum, Við þurfum að gera heilt eldhús klárt. Þannig það er heilmikið í gangi hjá okkur,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor háskólans. Margrét er spennt fyrir verkefninu og segir alla íbúa svæðisins tilbúna að aðstoða.vísir/sigurjón Dálítill hluti húsnæðisins er tómur og því biðlar háskólinn nú til fólks um að gefa hér húsgögn, borðbúnað og bara allt sem er hægt til að gera þetta heimilislegt. Nýtir rússneskuna Samfélagið virðist meira en tilbúið að taka á móti hópnum. „Til dæmis komu skiptinemarnir strax og sögðu við getum hjálpað, maður sem býr hérna og sagði heyrðu ég er vanur að kenna íslensku, enn annar kom og sagði ég tala rússnesku,“ segir Margrét. Þessi myndarlega læða elti okkur um allt háskólasvæðið og mun taka vel á móti úkraínska hópnum.vísir/sigurjón Við litum við hjá skiptinemum á svæðinu. Roberta kemur frá Litháen, og kann rússnesku. Hana tala flestir frá Úkraínu og því ætlar Roberta að aðstoða við öll samskipti við flóttamannahópinn. „Þau skilja rússnesku en ég mun veira meira en til í að reyna að læra smá úkraínsku í leiðinni ef ég get,“ segir Roberta. Roberta er frá Litháen en hefur stundað nám í Danmörku undanfarið og kemur þaðan sem skiptinemi.vísir/sigurjón Hún segir alla skiptinemana boðna og búna við að aðstoða flóttamannahópinn. „Já, það erum við. Við erum bara lítill hópur skiptinema en allir sem ég hef hitt eru ótrúlega til í að aðstoða flóttamennina.“ Svona eru einstaklingsherbergin sem eru í boði hjá skólanum. Sex herbergi í einu húsi og sameiginleg eldunaraðstaða. Þegar fleiri sóttu staðnám við Bifröst dvöldu nemendur í þessum herbergjum.vísir/sigurjón
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Borgarbyggð Háskólar Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira