„Þeir gripu gæsina og gerðu það sem þeir gera best“ Siggeir Ævarsson skrifar 24. mars 2022 21:30 Pétur Már Sigurðsson og lærisveinar hans í Vestra eru fallnir úr Subway-deildinni. Vísir/Hulda Margrét Pétur Már Sigurðsson og lærisveinar hans í Vestra háðu í kvöld lokabaráttu sína um að halda sæti sínu í Subway-deildinni að ári. Með sigri í kvöld hefði liðið ennþá átt tölfræðilegan möguleika á að halda sér uppi og sást það á leik þeirra framan af að það var allt undir. Í lokaleikhlutanum tóku heimamenn þó öll völd á vellinum, og vildi Pétur meina að hans menn hefðu einfaldlega klárað allt sem þeir áttu á tanknum í fyrstu þremur leikhlutunum „Þetta var ágætis leikur hjá okkur framan af. Við vorum að að reyna að hægja á þessu, opna þá svolítið og stjórna tempóinu. En það fór útum þúfur svona síðustu sjö mínúturnar, það var bara ekki meira bensín á tanknum en þetta. Þeir náttúrulega spila hratt og við fórum að fara svolítið útúr planinu hjá okkur og þá bara gripu þeir gæsina og gerðu það sem þeir gera best, það er opinn völlur og einn á einn. Þeir eru með rosa góða einstaklinga í liðinu og erfitt að spila á móti þessu leikplani þegar þeir eru á þeirra hraða.“ Ken-Jah Bosley missteig sig illa undir lok þriðja leikhluta og var augljóslega ekki í leikhæfu ástandi eftir það, hvað þá gegn jafn hröðum andstæðingi og Breiðabliki. Pétur samsinnti því að það hefði augljóslega munað um hann undir lokin. „Já það gerir það, og ég ætla bara að vona að það sé í lagi með hann. Við eigum tvo leiki eftir og ætlum að fara í þá og gera eins vel og við getum og ég ætla bara að vona að hann verði með. Hann er í góðum höndum inni í klefa hjá lækninum og við sjáum bara hvernig þetta þróast yfir helgina.“ Það eru tveir leikir eftir hjá Vestra eins og Pétur sagði, en nú spila þeir bara uppá stoltið enda fallnir úr deildinni. Það var ekki annað hægt í ljósi aðstæðna en að spyrja Pétur hvort það væri mögulega ákveðinn léttir að hafa falldrauginn ekki lengur hangandi yfir sér og geta spilað síðustu leikina án nokkurrar pressu. „Þetta er góð spurning!“ sagði Pétur og hló og velti því fyrir sér hvernig hann ætti að svara þessari spurningu á eins diplómatískan hátt og hann gat. „Við förum í alla leiki til að vinna en þetta er auðvitað búið að vera hrikalega erfitt tímabil. Ég er með flotta stráka hérna sem eru búnir að leggja mikið á sig og við ætlum bara að reyna að fara í tvo næstu leiki til vinna.“ – Sagði Pétur léttur þrátt fyrir tap og fall í 1. deild. Subway-deild karla Vestri Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Vestri 112-91 | Blikar sendu Vestfirðinga niður um deild Breiðablik vann mikilvægan 21 stigs sigur gegn Vestra í uppgjöri nýliðanna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-91. Úrslitin þýða að Blikar eiga enn góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en Vestramenn eru hins vegar fallnir niður um deild. 24. mars 2022 20:45 Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira
„Þetta var ágætis leikur hjá okkur framan af. Við vorum að að reyna að hægja á þessu, opna þá svolítið og stjórna tempóinu. En það fór útum þúfur svona síðustu sjö mínúturnar, það var bara ekki meira bensín á tanknum en þetta. Þeir náttúrulega spila hratt og við fórum að fara svolítið útúr planinu hjá okkur og þá bara gripu þeir gæsina og gerðu það sem þeir gera best, það er opinn völlur og einn á einn. Þeir eru með rosa góða einstaklinga í liðinu og erfitt að spila á móti þessu leikplani þegar þeir eru á þeirra hraða.“ Ken-Jah Bosley missteig sig illa undir lok þriðja leikhluta og var augljóslega ekki í leikhæfu ástandi eftir það, hvað þá gegn jafn hröðum andstæðingi og Breiðabliki. Pétur samsinnti því að það hefði augljóslega munað um hann undir lokin. „Já það gerir það, og ég ætla bara að vona að það sé í lagi með hann. Við eigum tvo leiki eftir og ætlum að fara í þá og gera eins vel og við getum og ég ætla bara að vona að hann verði með. Hann er í góðum höndum inni í klefa hjá lækninum og við sjáum bara hvernig þetta þróast yfir helgina.“ Það eru tveir leikir eftir hjá Vestra eins og Pétur sagði, en nú spila þeir bara uppá stoltið enda fallnir úr deildinni. Það var ekki annað hægt í ljósi aðstæðna en að spyrja Pétur hvort það væri mögulega ákveðinn léttir að hafa falldrauginn ekki lengur hangandi yfir sér og geta spilað síðustu leikina án nokkurrar pressu. „Þetta er góð spurning!“ sagði Pétur og hló og velti því fyrir sér hvernig hann ætti að svara þessari spurningu á eins diplómatískan hátt og hann gat. „Við förum í alla leiki til að vinna en þetta er auðvitað búið að vera hrikalega erfitt tímabil. Ég er með flotta stráka hérna sem eru búnir að leggja mikið á sig og við ætlum bara að reyna að fara í tvo næstu leiki til vinna.“ – Sagði Pétur léttur þrátt fyrir tap og fall í 1. deild.
Subway-deild karla Vestri Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Vestri 112-91 | Blikar sendu Vestfirðinga niður um deild Breiðablik vann mikilvægan 21 stigs sigur gegn Vestra í uppgjöri nýliðanna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-91. Úrslitin þýða að Blikar eiga enn góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en Vestramenn eru hins vegar fallnir niður um deild. 24. mars 2022 20:45 Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 112-91 | Blikar sendu Vestfirðinga niður um deild Breiðablik vann mikilvægan 21 stigs sigur gegn Vestra í uppgjöri nýliðanna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-91. Úrslitin þýða að Blikar eiga enn góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en Vestramenn eru hins vegar fallnir niður um deild. 24. mars 2022 20:45