„Þeir gripu gæsina og gerðu það sem þeir gera best“ Siggeir Ævarsson skrifar 24. mars 2022 21:30 Pétur Már Sigurðsson og lærisveinar hans í Vestra eru fallnir úr Subway-deildinni. Vísir/Hulda Margrét Pétur Már Sigurðsson og lærisveinar hans í Vestra háðu í kvöld lokabaráttu sína um að halda sæti sínu í Subway-deildinni að ári. Með sigri í kvöld hefði liðið ennþá átt tölfræðilegan möguleika á að halda sér uppi og sást það á leik þeirra framan af að það var allt undir. Í lokaleikhlutanum tóku heimamenn þó öll völd á vellinum, og vildi Pétur meina að hans menn hefðu einfaldlega klárað allt sem þeir áttu á tanknum í fyrstu þremur leikhlutunum „Þetta var ágætis leikur hjá okkur framan af. Við vorum að að reyna að hægja á þessu, opna þá svolítið og stjórna tempóinu. En það fór útum þúfur svona síðustu sjö mínúturnar, það var bara ekki meira bensín á tanknum en þetta. Þeir náttúrulega spila hratt og við fórum að fara svolítið útúr planinu hjá okkur og þá bara gripu þeir gæsina og gerðu það sem þeir gera best, það er opinn völlur og einn á einn. Þeir eru með rosa góða einstaklinga í liðinu og erfitt að spila á móti þessu leikplani þegar þeir eru á þeirra hraða.“ Ken-Jah Bosley missteig sig illa undir lok þriðja leikhluta og var augljóslega ekki í leikhæfu ástandi eftir það, hvað þá gegn jafn hröðum andstæðingi og Breiðabliki. Pétur samsinnti því að það hefði augljóslega munað um hann undir lokin. „Já það gerir það, og ég ætla bara að vona að það sé í lagi með hann. Við eigum tvo leiki eftir og ætlum að fara í þá og gera eins vel og við getum og ég ætla bara að vona að hann verði með. Hann er í góðum höndum inni í klefa hjá lækninum og við sjáum bara hvernig þetta þróast yfir helgina.“ Það eru tveir leikir eftir hjá Vestra eins og Pétur sagði, en nú spila þeir bara uppá stoltið enda fallnir úr deildinni. Það var ekki annað hægt í ljósi aðstæðna en að spyrja Pétur hvort það væri mögulega ákveðinn léttir að hafa falldrauginn ekki lengur hangandi yfir sér og geta spilað síðustu leikina án nokkurrar pressu. „Þetta er góð spurning!“ sagði Pétur og hló og velti því fyrir sér hvernig hann ætti að svara þessari spurningu á eins diplómatískan hátt og hann gat. „Við förum í alla leiki til að vinna en þetta er auðvitað búið að vera hrikalega erfitt tímabil. Ég er með flotta stráka hérna sem eru búnir að leggja mikið á sig og við ætlum bara að reyna að fara í tvo næstu leiki til vinna.“ – Sagði Pétur léttur þrátt fyrir tap og fall í 1. deild. Subway-deild karla Vestri Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Vestri 112-91 | Blikar sendu Vestfirðinga niður um deild Breiðablik vann mikilvægan 21 stigs sigur gegn Vestra í uppgjöri nýliðanna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-91. Úrslitin þýða að Blikar eiga enn góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en Vestramenn eru hins vegar fallnir niður um deild. 24. mars 2022 20:45 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
„Þetta var ágætis leikur hjá okkur framan af. Við vorum að að reyna að hægja á þessu, opna þá svolítið og stjórna tempóinu. En það fór útum þúfur svona síðustu sjö mínúturnar, það var bara ekki meira bensín á tanknum en þetta. Þeir náttúrulega spila hratt og við fórum að fara svolítið útúr planinu hjá okkur og þá bara gripu þeir gæsina og gerðu það sem þeir gera best, það er opinn völlur og einn á einn. Þeir eru með rosa góða einstaklinga í liðinu og erfitt að spila á móti þessu leikplani þegar þeir eru á þeirra hraða.“ Ken-Jah Bosley missteig sig illa undir lok þriðja leikhluta og var augljóslega ekki í leikhæfu ástandi eftir það, hvað þá gegn jafn hröðum andstæðingi og Breiðabliki. Pétur samsinnti því að það hefði augljóslega munað um hann undir lokin. „Já það gerir það, og ég ætla bara að vona að það sé í lagi með hann. Við eigum tvo leiki eftir og ætlum að fara í þá og gera eins vel og við getum og ég ætla bara að vona að hann verði með. Hann er í góðum höndum inni í klefa hjá lækninum og við sjáum bara hvernig þetta þróast yfir helgina.“ Það eru tveir leikir eftir hjá Vestra eins og Pétur sagði, en nú spila þeir bara uppá stoltið enda fallnir úr deildinni. Það var ekki annað hægt í ljósi aðstæðna en að spyrja Pétur hvort það væri mögulega ákveðinn léttir að hafa falldrauginn ekki lengur hangandi yfir sér og geta spilað síðustu leikina án nokkurrar pressu. „Þetta er góð spurning!“ sagði Pétur og hló og velti því fyrir sér hvernig hann ætti að svara þessari spurningu á eins diplómatískan hátt og hann gat. „Við förum í alla leiki til að vinna en þetta er auðvitað búið að vera hrikalega erfitt tímabil. Ég er með flotta stráka hérna sem eru búnir að leggja mikið á sig og við ætlum bara að reyna að fara í tvo næstu leiki til vinna.“ – Sagði Pétur léttur þrátt fyrir tap og fall í 1. deild.
Subway-deild karla Vestri Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Vestri 112-91 | Blikar sendu Vestfirðinga niður um deild Breiðablik vann mikilvægan 21 stigs sigur gegn Vestra í uppgjöri nýliðanna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-91. Úrslitin þýða að Blikar eiga enn góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en Vestramenn eru hins vegar fallnir niður um deild. 24. mars 2022 20:45 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 112-91 | Blikar sendu Vestfirðinga niður um deild Breiðablik vann mikilvægan 21 stigs sigur gegn Vestra í uppgjöri nýliðanna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-91. Úrslitin þýða að Blikar eiga enn góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en Vestramenn eru hins vegar fallnir niður um deild. 24. mars 2022 20:45