Kennari fyrir norðan dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn nemanda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2022 15:49 Málið var til rannsóknar hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. vísir/Vilhelm Kennari á fertugsaldri á Norðurlandi eystra hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og barnaverndarlagabrot gegn fimmtán ára nemanda sínum. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis. Kennarinn var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni sem honum var trúað fyrir til kennslu með því að hafa ítrekað á tímabilinu 19. desember 2017 til 11. maí 2018 í samskiptum við stúlku áreitt hana kynferðislega í gegnum Facebook. Bæði var kennarinn sakaður um að hafa áreitt hana með kynferðislegum ummælum og sömuleiðis kynferðislegu myndefni. Með háttsemi sinni hafi hann sært blygðunarsemi stúlkunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Jafnframt var kennarinn sakaður um að hafa brotið barnaverndarlög með því að hafa á tímabilinu 30. nóvember 2017 til 11. maí 2018 í samskiptum við stúlkuna sent henni skilaboð með ummælum, táknum og myndefni þar sem hæðst er að jaðarsettum hópum s.s. á grundvelli fötlunar, þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða og kynhneigðar. Þannig hafi hann sýnt henni ruddalegt og ósiðlegt athæfi. Var litið til þess að kennarinn hefði ekki áður hlotið refsingu. Hann hefði þó haft yfirburðarstöðu gagnvart stúlkunni vegna stöðu og aldurs- og þroskamunar. Kennaranum, stúlkunni og vitnum bar öllum saman um að stúlkan hefði haft mjög lítið sjálfstraust þegar brotin hófust. Samskipti þeirra bæru með sér að hann hefði nýtt sér það til að vingast við hana. Brotin hefðu náð yfir nokkurra mánaða tímabili og kennarinn ekki látið af háttseminni að eigin frumkvæði. Á hinn bógin leit héraðdómur til þess að tvö og hálft ár liðu frá því málið barst lögreglu þar til ákæra var gefin út. Héraðsdómur ákvað að hæfileg refsing væri sex mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem kennarinn þarf að að greiða nemandanum 600 þúsund krónur í bætur. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Kynferðisofbeldi Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Kennari sakaður um kynferðislega áreitni og ruddalegt athæfi gagnvart stúlku Karlmaður á Norðurlandi eystra hefur verið ákærður af Embætti héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn barni og barnaverndarlagabrot á árunum 2017 og 2018. Í ákærunni á hendur manninum segir að barnið hafi verið nemandi hans. 5. janúar 2021 11:06 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Kennarinn var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni sem honum var trúað fyrir til kennslu með því að hafa ítrekað á tímabilinu 19. desember 2017 til 11. maí 2018 í samskiptum við stúlku áreitt hana kynferðislega í gegnum Facebook. Bæði var kennarinn sakaður um að hafa áreitt hana með kynferðislegum ummælum og sömuleiðis kynferðislegu myndefni. Með háttsemi sinni hafi hann sært blygðunarsemi stúlkunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Jafnframt var kennarinn sakaður um að hafa brotið barnaverndarlög með því að hafa á tímabilinu 30. nóvember 2017 til 11. maí 2018 í samskiptum við stúlkuna sent henni skilaboð með ummælum, táknum og myndefni þar sem hæðst er að jaðarsettum hópum s.s. á grundvelli fötlunar, þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða og kynhneigðar. Þannig hafi hann sýnt henni ruddalegt og ósiðlegt athæfi. Var litið til þess að kennarinn hefði ekki áður hlotið refsingu. Hann hefði þó haft yfirburðarstöðu gagnvart stúlkunni vegna stöðu og aldurs- og þroskamunar. Kennaranum, stúlkunni og vitnum bar öllum saman um að stúlkan hefði haft mjög lítið sjálfstraust þegar brotin hófust. Samskipti þeirra bæru með sér að hann hefði nýtt sér það til að vingast við hana. Brotin hefðu náð yfir nokkurra mánaða tímabili og kennarinn ekki látið af háttseminni að eigin frumkvæði. Á hinn bógin leit héraðdómur til þess að tvö og hálft ár liðu frá því málið barst lögreglu þar til ákæra var gefin út. Héraðsdómur ákvað að hæfileg refsing væri sex mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem kennarinn þarf að að greiða nemandanum 600 þúsund krónur í bætur. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu.
Kynferðisofbeldi Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Kennari sakaður um kynferðislega áreitni og ruddalegt athæfi gagnvart stúlku Karlmaður á Norðurlandi eystra hefur verið ákærður af Embætti héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn barni og barnaverndarlagabrot á árunum 2017 og 2018. Í ákærunni á hendur manninum segir að barnið hafi verið nemandi hans. 5. janúar 2021 11:06 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Kennari sakaður um kynferðislega áreitni og ruddalegt athæfi gagnvart stúlku Karlmaður á Norðurlandi eystra hefur verið ákærður af Embætti héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn barni og barnaverndarlagabrot á árunum 2017 og 2018. Í ákærunni á hendur manninum segir að barnið hafi verið nemandi hans. 5. janúar 2021 11:06