Öryrki mátti sín lítils í baráttu við Landspítalann vegna öndunarvélar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 10:02 Íslenska ríkið og Landspítalinn báru fyrir sig að þær 440 krónur sem stefnandi greiddi mánaðarlega fyrir öndunarvélina væri þátttaka í mánaðarlegum meðalkostnaði sem styrkur Sjúkratrygginga Íslands tæki ekki til. Vísir/Vilhelm Öryrki sem notar öndunarvél vegna öndunarerfiðleika við svefn kærði íslenska ríkið og Landspítala en hann taldi gjaldtöku Landspítalans fyrir leigu á öndunarvélinni ólögmæta. Héraðsdómari taldi rétt að sýkna ríkið og spítalann. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í máli þessu en stefnandi, sem er öryrki, taldi að innheimta fyrir leigu á öndunarvélinni og vörum sem henni fylgdu skorti lagastoð. Hann krafðist því greiðslu á þeim 10.560 krónur sem hann hafði greitt fyrir vélina. Markmið laga um heilbrigðisþjónustu væri þar að auki að allir landsmenn ættu kost á þeirri heilbrigðisþjónustu sem kostur væri á hverju sinni. Stefndu, íslenska ríkið og Landspítalinn, mótmæltu öllum málatilbúnaði stefnanda sem röngum. Hið rétta væri að kostnaðurinn fyrir öndunarvélina væri kostnaðarhlutdeild hans sjálfs, sem ekki fengist greiddur úr sjúkratryggingu. Ekki væri um að ræða gjaldtöku í þeim skilningi heldur greiðsluþátttöku þar sem niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands sleppir. Héraðsdómari taldi ágreiningslaust að öndunarvélin sem stefnandi notaði væri honum nauðsynlegt hjálpartæki. Það væri þó ljóst að í lögum væri ekki gert ráð fyrir því að ríkið bæri allan kostnað við öflun hjálpartækja sem nýtt eru til lengri tíma heldur taki einungis Sjúkratryggingar þátt í kostnaði og það með takmörkunum. Dómari taldi enn fremur að gjaldtakan hvorki í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar né brot á meðalhófsreglu. Horfa þyrfti til þess að gjaldið sem stefnandi greiddi væri rétt rúmlega 400 krónur á mánuði. Íslenska ríkið og Landspítali voru því sýknuð af kröfum stefnanda en héraðsdómari taldi rétt að málskostnaður í málinu félli niður. Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í máli þessu en stefnandi, sem er öryrki, taldi að innheimta fyrir leigu á öndunarvélinni og vörum sem henni fylgdu skorti lagastoð. Hann krafðist því greiðslu á þeim 10.560 krónur sem hann hafði greitt fyrir vélina. Markmið laga um heilbrigðisþjónustu væri þar að auki að allir landsmenn ættu kost á þeirri heilbrigðisþjónustu sem kostur væri á hverju sinni. Stefndu, íslenska ríkið og Landspítalinn, mótmæltu öllum málatilbúnaði stefnanda sem röngum. Hið rétta væri að kostnaðurinn fyrir öndunarvélina væri kostnaðarhlutdeild hans sjálfs, sem ekki fengist greiddur úr sjúkratryggingu. Ekki væri um að ræða gjaldtöku í þeim skilningi heldur greiðsluþátttöku þar sem niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands sleppir. Héraðsdómari taldi ágreiningslaust að öndunarvélin sem stefnandi notaði væri honum nauðsynlegt hjálpartæki. Það væri þó ljóst að í lögum væri ekki gert ráð fyrir því að ríkið bæri allan kostnað við öflun hjálpartækja sem nýtt eru til lengri tíma heldur taki einungis Sjúkratryggingar þátt í kostnaði og það með takmörkunum. Dómari taldi enn fremur að gjaldtakan hvorki í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar né brot á meðalhófsreglu. Horfa þyrfti til þess að gjaldið sem stefnandi greiddi væri rétt rúmlega 400 krónur á mánuði. Íslenska ríkið og Landspítali voru því sýknuð af kröfum stefnanda en héraðsdómari taldi rétt að málskostnaður í málinu félli niður.
Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira