„Leikur sem tapaðist á mörgum litlum hlutum“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 27. mars 2022 21:05 Ísak Máni Wium stýrði ÍR-ingum í kvöld í fjarveru Friðriks Inga. Vísir/Hulda Margrét ÍR-ingar sýndu það svo sannarlega í kvöld að þeir voru að berjast fyrir síðasta sætinu í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í vor. ÍR-ingar sýndu það svo sannarlega í kvöld að þeir voru að berjast fyrir síðasta sætinu í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í vor en þeir náðu heldur betur að velgja gestunum frá Njarðvík undir uggum, og voru raunar 14 stigum yfir þegar best lét. En annan leikinn í röð tókst þeim að glopra niður góðu forskoti að tapa að lokum þrátt fyrir hetjulega baráttu. Ísak Wium, aðstoðarþjálfari ÍR, stýrði liðunu í kvöld í fjarveru Friðriks Inga og sat fyrir svörum í leikslok, að vonum ekki sáttur við enn eitt tapið í jöfnum leik. „Þetta var örugglega sjötti eða sjöundi leikurinn á tímabilinu þar sem þetta fer svona, sérstaklega hérna á heimavelli og það er eiginlega bara frekar ömurlegt. Við náum að knýja þetta í framlengingu en þetta endar svona.“ Jordan Semple var langatkvæðamestur heimamanna í kvöld, með 31 stig og 19 fráköst, en fór útaf með 5 villur í upphafi framlengingarinnar. Ísak sagði að liðið hefði vissulega saknað hans en brotthvarf hans hefði þó ekki verið það sem réð úrslitum. „Liðið þjappaði sér saman, það er alveg klárt. Stórt „kudos“ á strákana hvernig þeir þjöppuðu sér saman, sérstaklega sóknarlega og hvað menn treystu hver öðrum stóran hluta af leiknum.“ Ísak var vissulega ekki sáttur við að missa Jordan Semple útaf, og vildi meina að hann hefði í raun átt að fá miklu meira frá dómurunum, og ekki bara í leiknum í kvöld heldur í allan vetur. „Auðvitað breyttist leikurinn þá aðallega sóknarlega. Við erum bara í vandræðum með það að Jordan Semple hefur ekki fengið eina einustu villu í allan vetur. Ég veit ekki hvort það er af því að hann hreyfir sig öðruvísi og það má vel vera að hann sé eitthvað „hot-head“, sem hann er, en hann hreyfir sig eitthvað öðruvísi og þá eru dómararnir bara ekki með nógu mikinn leikskilning til að fatta hvenær það er brotið á honum og hvenær ekki. Þetta var bæði í þessum leik og síðasta, á „crucial“ tímapunkti þar sem hann fer beint upp og varnarmaðurinn setur hendurinn yfir hann. En þetta var bara leikur sem tapaðist á mörgum litlum hlutum og þetta er einn þeirra.“ ÍR-ingar fara nú inn í lokaumferðina án nokkurrar pressu. Sætið í deildinni tryggt og úrslitakeppnin runnin þeim úr greipum. Ísak sagði að þetta væri gott tækifæri til að gefa ungum leikmönnum séns og enda tímabilið á jákvæðum nótum. „Við erum nokkuð þunnir og með mikið af mjög ungum drengjum á bekknum í síðustu leikjum. Við erum að gefa þeim nasaþefinn af þessu og viljum enda tímabilið á góðum nótum. Við eigum einn leik eftir og það verður eitt heljarinnar „roadtrip“ og við ætlum bara að hafa gaman af því.“ – sagði Ísak að lokum en lokaleikur ÍR er útileikur gegn Vestra á fimmtudaginn. Íslenski körfuboltinn ÍR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Njarðvík 105-109 | Njarðvíkingar sterkari í framlengingu ÍR tekur á móti Njarðvík og þarf á sigri að halda í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 27. mars 2022 20:11 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
ÍR-ingar sýndu það svo sannarlega í kvöld að þeir voru að berjast fyrir síðasta sætinu í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í vor en þeir náðu heldur betur að velgja gestunum frá Njarðvík undir uggum, og voru raunar 14 stigum yfir þegar best lét. En annan leikinn í röð tókst þeim að glopra niður góðu forskoti að tapa að lokum þrátt fyrir hetjulega baráttu. Ísak Wium, aðstoðarþjálfari ÍR, stýrði liðunu í kvöld í fjarveru Friðriks Inga og sat fyrir svörum í leikslok, að vonum ekki sáttur við enn eitt tapið í jöfnum leik. „Þetta var örugglega sjötti eða sjöundi leikurinn á tímabilinu þar sem þetta fer svona, sérstaklega hérna á heimavelli og það er eiginlega bara frekar ömurlegt. Við náum að knýja þetta í framlengingu en þetta endar svona.“ Jordan Semple var langatkvæðamestur heimamanna í kvöld, með 31 stig og 19 fráköst, en fór útaf með 5 villur í upphafi framlengingarinnar. Ísak sagði að liðið hefði vissulega saknað hans en brotthvarf hans hefði þó ekki verið það sem réð úrslitum. „Liðið þjappaði sér saman, það er alveg klárt. Stórt „kudos“ á strákana hvernig þeir þjöppuðu sér saman, sérstaklega sóknarlega og hvað menn treystu hver öðrum stóran hluta af leiknum.“ Ísak var vissulega ekki sáttur við að missa Jordan Semple útaf, og vildi meina að hann hefði í raun átt að fá miklu meira frá dómurunum, og ekki bara í leiknum í kvöld heldur í allan vetur. „Auðvitað breyttist leikurinn þá aðallega sóknarlega. Við erum bara í vandræðum með það að Jordan Semple hefur ekki fengið eina einustu villu í allan vetur. Ég veit ekki hvort það er af því að hann hreyfir sig öðruvísi og það má vel vera að hann sé eitthvað „hot-head“, sem hann er, en hann hreyfir sig eitthvað öðruvísi og þá eru dómararnir bara ekki með nógu mikinn leikskilning til að fatta hvenær það er brotið á honum og hvenær ekki. Þetta var bæði í þessum leik og síðasta, á „crucial“ tímapunkti þar sem hann fer beint upp og varnarmaðurinn setur hendurinn yfir hann. En þetta var bara leikur sem tapaðist á mörgum litlum hlutum og þetta er einn þeirra.“ ÍR-ingar fara nú inn í lokaumferðina án nokkurrar pressu. Sætið í deildinni tryggt og úrslitakeppnin runnin þeim úr greipum. Ísak sagði að þetta væri gott tækifæri til að gefa ungum leikmönnum séns og enda tímabilið á jákvæðum nótum. „Við erum nokkuð þunnir og með mikið af mjög ungum drengjum á bekknum í síðustu leikjum. Við erum að gefa þeim nasaþefinn af þessu og viljum enda tímabilið á góðum nótum. Við eigum einn leik eftir og það verður eitt heljarinnar „roadtrip“ og við ætlum bara að hafa gaman af því.“ – sagði Ísak að lokum en lokaleikur ÍR er útileikur gegn Vestra á fimmtudaginn.
Íslenski körfuboltinn ÍR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Njarðvík 105-109 | Njarðvíkingar sterkari í framlengingu ÍR tekur á móti Njarðvík og þarf á sigri að halda í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 27. mars 2022 20:11 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Njarðvík 105-109 | Njarðvíkingar sterkari í framlengingu ÍR tekur á móti Njarðvík og þarf á sigri að halda í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 27. mars 2022 20:11
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn