„Leikur sem tapaðist á mörgum litlum hlutum“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 27. mars 2022 21:05 Ísak Máni Wium stýrði ÍR-ingum í kvöld í fjarveru Friðriks Inga. Vísir/Hulda Margrét ÍR-ingar sýndu það svo sannarlega í kvöld að þeir voru að berjast fyrir síðasta sætinu í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í vor. ÍR-ingar sýndu það svo sannarlega í kvöld að þeir voru að berjast fyrir síðasta sætinu í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í vor en þeir náðu heldur betur að velgja gestunum frá Njarðvík undir uggum, og voru raunar 14 stigum yfir þegar best lét. En annan leikinn í röð tókst þeim að glopra niður góðu forskoti að tapa að lokum þrátt fyrir hetjulega baráttu. Ísak Wium, aðstoðarþjálfari ÍR, stýrði liðunu í kvöld í fjarveru Friðriks Inga og sat fyrir svörum í leikslok, að vonum ekki sáttur við enn eitt tapið í jöfnum leik. „Þetta var örugglega sjötti eða sjöundi leikurinn á tímabilinu þar sem þetta fer svona, sérstaklega hérna á heimavelli og það er eiginlega bara frekar ömurlegt. Við náum að knýja þetta í framlengingu en þetta endar svona.“ Jordan Semple var langatkvæðamestur heimamanna í kvöld, með 31 stig og 19 fráköst, en fór útaf með 5 villur í upphafi framlengingarinnar. Ísak sagði að liðið hefði vissulega saknað hans en brotthvarf hans hefði þó ekki verið það sem réð úrslitum. „Liðið þjappaði sér saman, það er alveg klárt. Stórt „kudos“ á strákana hvernig þeir þjöppuðu sér saman, sérstaklega sóknarlega og hvað menn treystu hver öðrum stóran hluta af leiknum.“ Ísak var vissulega ekki sáttur við að missa Jordan Semple útaf, og vildi meina að hann hefði í raun átt að fá miklu meira frá dómurunum, og ekki bara í leiknum í kvöld heldur í allan vetur. „Auðvitað breyttist leikurinn þá aðallega sóknarlega. Við erum bara í vandræðum með það að Jordan Semple hefur ekki fengið eina einustu villu í allan vetur. Ég veit ekki hvort það er af því að hann hreyfir sig öðruvísi og það má vel vera að hann sé eitthvað „hot-head“, sem hann er, en hann hreyfir sig eitthvað öðruvísi og þá eru dómararnir bara ekki með nógu mikinn leikskilning til að fatta hvenær það er brotið á honum og hvenær ekki. Þetta var bæði í þessum leik og síðasta, á „crucial“ tímapunkti þar sem hann fer beint upp og varnarmaðurinn setur hendurinn yfir hann. En þetta var bara leikur sem tapaðist á mörgum litlum hlutum og þetta er einn þeirra.“ ÍR-ingar fara nú inn í lokaumferðina án nokkurrar pressu. Sætið í deildinni tryggt og úrslitakeppnin runnin þeim úr greipum. Ísak sagði að þetta væri gott tækifæri til að gefa ungum leikmönnum séns og enda tímabilið á jákvæðum nótum. „Við erum nokkuð þunnir og með mikið af mjög ungum drengjum á bekknum í síðustu leikjum. Við erum að gefa þeim nasaþefinn af þessu og viljum enda tímabilið á góðum nótum. Við eigum einn leik eftir og það verður eitt heljarinnar „roadtrip“ og við ætlum bara að hafa gaman af því.“ – sagði Ísak að lokum en lokaleikur ÍR er útileikur gegn Vestra á fimmtudaginn. Íslenski körfuboltinn ÍR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Njarðvík 105-109 | Njarðvíkingar sterkari í framlengingu ÍR tekur á móti Njarðvík og þarf á sigri að halda í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 27. mars 2022 20:11 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Fleiri fréttir „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Sjá meira
ÍR-ingar sýndu það svo sannarlega í kvöld að þeir voru að berjast fyrir síðasta sætinu í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í vor en þeir náðu heldur betur að velgja gestunum frá Njarðvík undir uggum, og voru raunar 14 stigum yfir þegar best lét. En annan leikinn í röð tókst þeim að glopra niður góðu forskoti að tapa að lokum þrátt fyrir hetjulega baráttu. Ísak Wium, aðstoðarþjálfari ÍR, stýrði liðunu í kvöld í fjarveru Friðriks Inga og sat fyrir svörum í leikslok, að vonum ekki sáttur við enn eitt tapið í jöfnum leik. „Þetta var örugglega sjötti eða sjöundi leikurinn á tímabilinu þar sem þetta fer svona, sérstaklega hérna á heimavelli og það er eiginlega bara frekar ömurlegt. Við náum að knýja þetta í framlengingu en þetta endar svona.“ Jordan Semple var langatkvæðamestur heimamanna í kvöld, með 31 stig og 19 fráköst, en fór útaf með 5 villur í upphafi framlengingarinnar. Ísak sagði að liðið hefði vissulega saknað hans en brotthvarf hans hefði þó ekki verið það sem réð úrslitum. „Liðið þjappaði sér saman, það er alveg klárt. Stórt „kudos“ á strákana hvernig þeir þjöppuðu sér saman, sérstaklega sóknarlega og hvað menn treystu hver öðrum stóran hluta af leiknum.“ Ísak var vissulega ekki sáttur við að missa Jordan Semple útaf, og vildi meina að hann hefði í raun átt að fá miklu meira frá dómurunum, og ekki bara í leiknum í kvöld heldur í allan vetur. „Auðvitað breyttist leikurinn þá aðallega sóknarlega. Við erum bara í vandræðum með það að Jordan Semple hefur ekki fengið eina einustu villu í allan vetur. Ég veit ekki hvort það er af því að hann hreyfir sig öðruvísi og það má vel vera að hann sé eitthvað „hot-head“, sem hann er, en hann hreyfir sig eitthvað öðruvísi og þá eru dómararnir bara ekki með nógu mikinn leikskilning til að fatta hvenær það er brotið á honum og hvenær ekki. Þetta var bæði í þessum leik og síðasta, á „crucial“ tímapunkti þar sem hann fer beint upp og varnarmaðurinn setur hendurinn yfir hann. En þetta var bara leikur sem tapaðist á mörgum litlum hlutum og þetta er einn þeirra.“ ÍR-ingar fara nú inn í lokaumferðina án nokkurrar pressu. Sætið í deildinni tryggt og úrslitakeppnin runnin þeim úr greipum. Ísak sagði að þetta væri gott tækifæri til að gefa ungum leikmönnum séns og enda tímabilið á jákvæðum nótum. „Við erum nokkuð þunnir og með mikið af mjög ungum drengjum á bekknum í síðustu leikjum. Við erum að gefa þeim nasaþefinn af þessu og viljum enda tímabilið á góðum nótum. Við eigum einn leik eftir og það verður eitt heljarinnar „roadtrip“ og við ætlum bara að hafa gaman af því.“ – sagði Ísak að lokum en lokaleikur ÍR er útileikur gegn Vestra á fimmtudaginn.
Íslenski körfuboltinn ÍR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Njarðvík 105-109 | Njarðvíkingar sterkari í framlengingu ÍR tekur á móti Njarðvík og þarf á sigri að halda í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 27. mars 2022 20:11 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Fleiri fréttir „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Njarðvík 105-109 | Njarðvíkingar sterkari í framlengingu ÍR tekur á móti Njarðvík og þarf á sigri að halda í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 27. mars 2022 20:11