Kjarnorkumál í Íran og stríðið í Úkraínu í brennidepli á sögulegum fundi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. mars 2022 11:38 Abdullatif bin Rashid al-Zayani, utanríkisráðherra Berein, Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, Yair Lapid, utanríkisráðherra Ísraels, Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Nasser Bourita, utanríkisráðherra Marokkó, og Sheikh Abdullah bin Zayed Al Nahyan, utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, funduðu saman í Ísrael í dag. AP/Jacquelyn Martin Utanríkisráðherrar Arababandalagsríkjanna Barein, Marokkó og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, funduðu ásamt utanríkisráðherrum Ísraels, Bandaríkjanna og Egyptalands í Ísrael í dag en ráðherrarnir ræddu viðbrögð við ýmsum vandamálum sem Miðausturlöndin standa frammi fyrir. Ýmis málefni voru á dagskrá ráðherranna á fundinum að því er kemur fram í frétt New York Times, þar á meðal stríðið í Úkraínu en Arabaríkin hafa hingað til verið treg til að fordæma árásir Rússa og beita þá refsiaðgerðum. Afleiðingar stríðsins, til að mynda á matvælaöryggi, voru einnig til umræðu. Þá ræddu ráðherrarnir kjarnorkumál í Íran, þar sem Bandaríkin vinna nú að nýju samkomulagi en Arabaríkin hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin úr samkomulaginu við Íran árið 2015 og óttast Ísraelar til að mynda að nýtt samkomulag verði veikara en hið fyrra. Áður en utanríkisráðherrarnir komu saman suðurhluta Ísraels í gær var greint frá hryðjuverkaárás í borginni Hadera í norðurhluta Ísraels en tveir lögreglumenn létust við árásina og sex særðust. Íslamska ríkið hefur lýst því yfir að árásin hafi verið á þeirra vegum. Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir alla utanríkisráðherranna fordæma árásina. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogar þessara Arabaríkja koma saman í Ísrael en ríkin ákváðu að koma samskiptum við Ísrael aftur í eðlilegt horf árið 2020 og er þetta fyrsti fundur þeirra frá þeim tíma. Egyptaland skrifaði undir friðarsamkomulag við Ísrael árið 1979, fyrst Arabaríkjanna. Blinken er einnig á svæðinu í öðrum erindagjörðum en hann fundaði með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísrael, um átökin þeirra á milli. Blinken lýsti yfir stuðningi við baráttu Palestínumanna um stofnun sjálfstæðs ríkis. Abbas hvatti þó Bandaríkin til að beita sér frekar fyrir málefnum Palestínumanna. Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Marokkó Barein Bandaríkin Egyptaland Utanríkismál Kjarnorka Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Sjá meira
Ýmis málefni voru á dagskrá ráðherranna á fundinum að því er kemur fram í frétt New York Times, þar á meðal stríðið í Úkraínu en Arabaríkin hafa hingað til verið treg til að fordæma árásir Rússa og beita þá refsiaðgerðum. Afleiðingar stríðsins, til að mynda á matvælaöryggi, voru einnig til umræðu. Þá ræddu ráðherrarnir kjarnorkumál í Íran, þar sem Bandaríkin vinna nú að nýju samkomulagi en Arabaríkin hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin úr samkomulaginu við Íran árið 2015 og óttast Ísraelar til að mynda að nýtt samkomulag verði veikara en hið fyrra. Áður en utanríkisráðherrarnir komu saman suðurhluta Ísraels í gær var greint frá hryðjuverkaárás í borginni Hadera í norðurhluta Ísraels en tveir lögreglumenn létust við árásina og sex særðust. Íslamska ríkið hefur lýst því yfir að árásin hafi verið á þeirra vegum. Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir alla utanríkisráðherranna fordæma árásina. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogar þessara Arabaríkja koma saman í Ísrael en ríkin ákváðu að koma samskiptum við Ísrael aftur í eðlilegt horf árið 2020 og er þetta fyrsti fundur þeirra frá þeim tíma. Egyptaland skrifaði undir friðarsamkomulag við Ísrael árið 1979, fyrst Arabaríkjanna. Blinken er einnig á svæðinu í öðrum erindagjörðum en hann fundaði með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísrael, um átökin þeirra á milli. Blinken lýsti yfir stuðningi við baráttu Palestínumanna um stofnun sjálfstæðs ríkis. Abbas hvatti þó Bandaríkin til að beita sér frekar fyrir málefnum Palestínumanna.
Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Marokkó Barein Bandaríkin Egyptaland Utanríkismál Kjarnorka Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Sjá meira