Ef fólk þekkir til mannsins, eða veit hvar hann er að finna, er það beðið um að hringja í lögregluna. Upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Lögreglan væntir þess að ljósmyndirnar geti gefið vísbendingar um hver maðurinn er en hún telur að um sé að ræða erlendan ríkisborgara.