Segir Messi ekki vera að snúa aftur á Nývang Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. mars 2022 22:05 Lionel Messi er í dag leikmaður PSG. Shaun Botterill/Getty Images Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnuliðsins Barcelona, segir ekkert til í þeim sögusögnum að Lionel Messi sé að snúa aftur í raðir Börsunga. Hinn 34 ára gamli Lionel Messi hefur þrátt fyrir að skora tvö mörk og leggja upp önnur 11 í aðeins 18 deildarleikjum ekki átt dagana sæla í París. Hann gekk í raðir franska stórliðsins París Saint-Germain síðasta sumar. Átti innkoma hans - og annarra magnaðra leikmanna - að lyfta félaginu á hærra plan og gera það líklegra til að vinna Meistaradeild Evrópu. Það tókst ekki og nú eru orðrómar farnir á kreik þess efnis að Messi gæti snúið aftur til Katalóníu. Mikil dramatík einkenndi félagaskipti Messi enda vildi hann hvorki fara né félagið losna við hann. Reglur spænska knattspyrnusambandsins gerðu það hins vegar að verkum að Börsungar gátu ekki haldið Messi vegna þeirra himinháu launa sem hann var á. Nú er staðan önnur þökk sé Laporta og þeim gríðarháu lánum sem félagið hefur tekið. Því hafa orðrómar farið á kreik um að Messi gæti snúið aftur. Laporta skaut þá orðróma hins vegar niður í útvarpsviðtali sem hann fór í. Joan Laporta og Xavi er sá síðarnefndi var tilkynntur sem þjálfari Barcelona fyrr á leiktíðinni.Pedro Salado/Getty Images „Það hafa engar samræður átt sér stað við Lionel Messi um mögulega endurkomu til Barcelona. Sannleikurinn er sá að við erum ekki að skoða þann möguleika. Leo er Leo, hann er bestur – en slíkur samningur er ekki í myndinni hjá okkur.“ „Ég hef ekki fengið nein skilaboð frá Messi né umboðsmanni hans um mögulega endurkomu. Nývangur verður samt allt heimili hans,“ bætti forsetinn við. Messi vann allt sem hægt var að vinna sem leikmaður Barcelona. Alls spilaði hann 778 mótsleiki fyrir félagið, í þeim skoraði hann 672 mörk og lagði upp 303 til viðbótar. Er það met sem verður seint og líklega aldrei slegið. Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Lionel Messi hefur þrátt fyrir að skora tvö mörk og leggja upp önnur 11 í aðeins 18 deildarleikjum ekki átt dagana sæla í París. Hann gekk í raðir franska stórliðsins París Saint-Germain síðasta sumar. Átti innkoma hans - og annarra magnaðra leikmanna - að lyfta félaginu á hærra plan og gera það líklegra til að vinna Meistaradeild Evrópu. Það tókst ekki og nú eru orðrómar farnir á kreik þess efnis að Messi gæti snúið aftur til Katalóníu. Mikil dramatík einkenndi félagaskipti Messi enda vildi hann hvorki fara né félagið losna við hann. Reglur spænska knattspyrnusambandsins gerðu það hins vegar að verkum að Börsungar gátu ekki haldið Messi vegna þeirra himinháu launa sem hann var á. Nú er staðan önnur þökk sé Laporta og þeim gríðarháu lánum sem félagið hefur tekið. Því hafa orðrómar farið á kreik um að Messi gæti snúið aftur. Laporta skaut þá orðróma hins vegar niður í útvarpsviðtali sem hann fór í. Joan Laporta og Xavi er sá síðarnefndi var tilkynntur sem þjálfari Barcelona fyrr á leiktíðinni.Pedro Salado/Getty Images „Það hafa engar samræður átt sér stað við Lionel Messi um mögulega endurkomu til Barcelona. Sannleikurinn er sá að við erum ekki að skoða þann möguleika. Leo er Leo, hann er bestur – en slíkur samningur er ekki í myndinni hjá okkur.“ „Ég hef ekki fengið nein skilaboð frá Messi né umboðsmanni hans um mögulega endurkomu. Nývangur verður samt allt heimili hans,“ bætti forsetinn við. Messi vann allt sem hægt var að vinna sem leikmaður Barcelona. Alls spilaði hann 778 mótsleiki fyrir félagið, í þeim skoraði hann 672 mörk og lagði upp 303 til viðbótar. Er það met sem verður seint og líklega aldrei slegið.
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Sjá meira