Segir Messi ekki vera að snúa aftur á Nývang Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. mars 2022 22:05 Lionel Messi er í dag leikmaður PSG. Shaun Botterill/Getty Images Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnuliðsins Barcelona, segir ekkert til í þeim sögusögnum að Lionel Messi sé að snúa aftur í raðir Börsunga. Hinn 34 ára gamli Lionel Messi hefur þrátt fyrir að skora tvö mörk og leggja upp önnur 11 í aðeins 18 deildarleikjum ekki átt dagana sæla í París. Hann gekk í raðir franska stórliðsins París Saint-Germain síðasta sumar. Átti innkoma hans - og annarra magnaðra leikmanna - að lyfta félaginu á hærra plan og gera það líklegra til að vinna Meistaradeild Evrópu. Það tókst ekki og nú eru orðrómar farnir á kreik þess efnis að Messi gæti snúið aftur til Katalóníu. Mikil dramatík einkenndi félagaskipti Messi enda vildi hann hvorki fara né félagið losna við hann. Reglur spænska knattspyrnusambandsins gerðu það hins vegar að verkum að Börsungar gátu ekki haldið Messi vegna þeirra himinháu launa sem hann var á. Nú er staðan önnur þökk sé Laporta og þeim gríðarháu lánum sem félagið hefur tekið. Því hafa orðrómar farið á kreik um að Messi gæti snúið aftur. Laporta skaut þá orðróma hins vegar niður í útvarpsviðtali sem hann fór í. Joan Laporta og Xavi er sá síðarnefndi var tilkynntur sem þjálfari Barcelona fyrr á leiktíðinni.Pedro Salado/Getty Images „Það hafa engar samræður átt sér stað við Lionel Messi um mögulega endurkomu til Barcelona. Sannleikurinn er sá að við erum ekki að skoða þann möguleika. Leo er Leo, hann er bestur – en slíkur samningur er ekki í myndinni hjá okkur.“ „Ég hef ekki fengið nein skilaboð frá Messi né umboðsmanni hans um mögulega endurkomu. Nývangur verður samt allt heimili hans,“ bætti forsetinn við. Messi vann allt sem hægt var að vinna sem leikmaður Barcelona. Alls spilaði hann 778 mótsleiki fyrir félagið, í þeim skoraði hann 672 mörk og lagði upp 303 til viðbótar. Er það met sem verður seint og líklega aldrei slegið. Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Lionel Messi hefur þrátt fyrir að skora tvö mörk og leggja upp önnur 11 í aðeins 18 deildarleikjum ekki átt dagana sæla í París. Hann gekk í raðir franska stórliðsins París Saint-Germain síðasta sumar. Átti innkoma hans - og annarra magnaðra leikmanna - að lyfta félaginu á hærra plan og gera það líklegra til að vinna Meistaradeild Evrópu. Það tókst ekki og nú eru orðrómar farnir á kreik þess efnis að Messi gæti snúið aftur til Katalóníu. Mikil dramatík einkenndi félagaskipti Messi enda vildi hann hvorki fara né félagið losna við hann. Reglur spænska knattspyrnusambandsins gerðu það hins vegar að verkum að Börsungar gátu ekki haldið Messi vegna þeirra himinháu launa sem hann var á. Nú er staðan önnur þökk sé Laporta og þeim gríðarháu lánum sem félagið hefur tekið. Því hafa orðrómar farið á kreik um að Messi gæti snúið aftur. Laporta skaut þá orðróma hins vegar niður í útvarpsviðtali sem hann fór í. Joan Laporta og Xavi er sá síðarnefndi var tilkynntur sem þjálfari Barcelona fyrr á leiktíðinni.Pedro Salado/Getty Images „Það hafa engar samræður átt sér stað við Lionel Messi um mögulega endurkomu til Barcelona. Sannleikurinn er sá að við erum ekki að skoða þann möguleika. Leo er Leo, hann er bestur – en slíkur samningur er ekki í myndinni hjá okkur.“ „Ég hef ekki fengið nein skilaboð frá Messi né umboðsmanni hans um mögulega endurkomu. Nývangur verður samt allt heimili hans,“ bætti forsetinn við. Messi vann allt sem hægt var að vinna sem leikmaður Barcelona. Alls spilaði hann 778 mótsleiki fyrir félagið, í þeim skoraði hann 672 mörk og lagði upp 303 til viðbótar. Er það met sem verður seint og líklega aldrei slegið.
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjá meira