Grænar almenningssamgöngur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar 29. mars 2022 13:30 Eitt af stefnumálum Framsóknar í Hveragerði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí næstkomandi er að bæta samgöngur í bæjarfélaginu. Bærinn hefur stækkað ört á síðustu misserum, íbúum fjölgað og fjarlægðir á milli ystu svæða hafa lengst. Við viljum útvíkka starfsemi frístundastrætós fyrir alla Hveragerði. Til að auka þjónustu við íbúa er mikilvægt að fjölga ferðum og stoppistöðvum en á tímum Hamarshallar gekk strætóinn eingöngu á milli frístundaheimilis og hallarinnar. Þessu þarf að breyta. Íþróttamannvirki bæjarins munu halda áfram að byggjast upp á svæði Hamarshallarinnar sem og við íþróttahúsið við Skólamörk en með fjölgun ferða og stoppistöðva munu fleiri íbúar í Hveragerði geta nýtt sér strætóinn. Í takt við samtþykkt bæjarstjórnar á bæjarstjórnarfundi þann 14. mars 2019 um að sett verði markmið í átt að kolefnishlutleysi Hveragerðisbæjar árið 2030 er skýrt í huga Framsóknar að besti kosturinn í þessari samgöngubútbót sé að strætóinn verði knúinn rafmagni, grænn strætó. Í bókun bæjarstjórnar frá sama fundi kemur fram að með markmiði sínu um kolefnishlutleysi árið 2030 skipi Hveragerði sér í fremstu röð þeirra sveitarfélaga sem þegar hafa ákveðið að axla samfélagslega ábyrgð og setja sér markmið um kolefnishlutleysi árið 2040. Grænn strætó eykur þjónustu við íbúa, bætir samgöngur og er markmið í átt að kolefnishlutleysi. Ný framsókn í Hveragerði. Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar 1. sæti á lista Framsóknar í Hveragerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Eitt af stefnumálum Framsóknar í Hveragerði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí næstkomandi er að bæta samgöngur í bæjarfélaginu. Bærinn hefur stækkað ört á síðustu misserum, íbúum fjölgað og fjarlægðir á milli ystu svæða hafa lengst. Við viljum útvíkka starfsemi frístundastrætós fyrir alla Hveragerði. Til að auka þjónustu við íbúa er mikilvægt að fjölga ferðum og stoppistöðvum en á tímum Hamarshallar gekk strætóinn eingöngu á milli frístundaheimilis og hallarinnar. Þessu þarf að breyta. Íþróttamannvirki bæjarins munu halda áfram að byggjast upp á svæði Hamarshallarinnar sem og við íþróttahúsið við Skólamörk en með fjölgun ferða og stoppistöðva munu fleiri íbúar í Hveragerði geta nýtt sér strætóinn. Í takt við samtþykkt bæjarstjórnar á bæjarstjórnarfundi þann 14. mars 2019 um að sett verði markmið í átt að kolefnishlutleysi Hveragerðisbæjar árið 2030 er skýrt í huga Framsóknar að besti kosturinn í þessari samgöngubútbót sé að strætóinn verði knúinn rafmagni, grænn strætó. Í bókun bæjarstjórnar frá sama fundi kemur fram að með markmiði sínu um kolefnishlutleysi árið 2030 skipi Hveragerði sér í fremstu röð þeirra sveitarfélaga sem þegar hafa ákveðið að axla samfélagslega ábyrgð og setja sér markmið um kolefnishlutleysi árið 2040. Grænn strætó eykur þjónustu við íbúa, bætir samgöngur og er markmið í átt að kolefnishlutleysi. Ný framsókn í Hveragerði. Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar 1. sæti á lista Framsóknar í Hveragerði.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar