Vægi ríkja ESB fer eftir íbúafjölda Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. mars 2022 07:01 Krafa um einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins, þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess, heyrir í raun til algerra undantekninga í dag enda má nánast telja á fingrum annarra handar þá málaflokka sem það á enn við um. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem flestir eru væntanlega sammála um að skipta okkur Íslendinga mjög miklu máli. Þess í stað fer vægi ríkjanna við ákvarðanir innan sambandsins í langflestum tilfellum fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra eins og lesa má um á vefsíðu þess. Með hverjum nýjum sáttmála Evrópusambandsins í gegnum tíðina hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans 2009, sem í dag er grundvallarlöggjöf sambandsins, var það gert í um 40 málaflokkum á einu bretti. Þetta hafa ríki Evrópusambandsins ítrekað samþykkt að lokum þrátt fyrir sum þeirra hafi í fyrstu lagzt gegn því. Einkum þau fámennari. Mikill þrýstingur er innan sambandsins á það að áfram verði haldið á þessari braut og einróma samþykki afnumið enn frekar. Stærstu ríkin ráða ferðinni Langflestar ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins eru háðar því að 55% ríkjanna standi að baki þeim með 65% íbúa sambandsins en fjögur stærstu ríki Evrópusambandsins, Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, hafa 58% íbúanna á bak við sig. Jafnvel þó öll hin ríkin 23 tækju sig saman þyrfti þau engu að síður í langflestum tilfellum tvö af stærstu ríkjunum fjórum í lið með sér til þess að hægt væri að taka ákvarðanir. Til samanburðar væri Ísland langfámennasta ríkið innan sambandsins með 0,08% íbúafjöldans. Hins vegar skiptir ekki síður máli að einungis þarf fjögur ríki til þess að hindra ákvarðanatöku í ráðherraráðinu svo framarlega að þau hafi yfir 35% íbúafjöldans innan Evrópusambandsins á bak við sig. Með öðrum orðum geta stærstu ríkin fjögur stöðvað hvaða mál sem er í ráðinu fyrir utan þau fáu tilfelli þar sem enn er krafizt einróma samþykkis og þar sem einfaldur meirihluti gildir. Raunar nægir Þýzkalandi og Frakklandi nánast hvaða tvö ríki sem eru þar sem þau vantar einungis um 1,6% til þess að ná yfir 35% íbúafjöldans. Væri ekki fulltrúi Íslands Viðmiðið er að sama skapi fyrst og fremst íbúafjöldi ríkjanna í tilfelli þings Evrópusambandsins. Þannig hefur Þýzkaland 96 þingmenn af um 700 en til samanburðar hefði Ísland sex þingmenn innan þess. Þar er ekkert einróma samþykki heldur gildir einfaldlega meirihlutinn. Ljóst er að vægi Íslands yrði dropi í hafið við slíkar aðstæður og margfalt minna en fámennasti þingflokkurinn hefur á Alþingi. Við þetta bætist að þingmennirnir myndu ólíklega eiga samstarf þar sem að þeir myndu dreifast á ólíka þingflokka. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni eins og sumir hafa fullyrt að væri raunin. Hið rétta er að þó ríkin tilnefni einn fulltrúa hvert er tekið skýrt fram í 3. tölulið, 17. greinar Lissabon-sáttmálans (TEU) að þeim sé með öllu óheimilt að fylgja fyrirmælum frá ríkisstjórnum ríkjanna. Með öðrum orðum er deginum ljósara að þó Íslendingur sæti í framkvæmdastjórninni, tilnefndur af hérlendum stjórnvöldum, gæti hann ekki á nokkurn hátt talizt fulltrúi íslenzkra hagsmuna. Sitja ekki við sama borð Fjölmennustu ríki Evrópusambandsins eru þannig bæði í lykil- og yfirburðastöðu þegar kemur að ákvarðanatöku á vettvangi þess. Bæði varðandi það að samþykkja mál og að hindra samþykkt þeirra. Við þetta bætist að fulltrúar stærstu ríkjanna samræma iðulega áherzlur sínar fyrir afgreiðslu mála innan sambandsins. Enginn skortur er á því að fámennari ríki, en þó margfalt fjölmennari en Ísland, hafi orðið undir í ráðherraráðinu og þar með talið í stórum hagsmunamálum fyrir þau. Til að mynda í sjávarútvegsmálum. Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að eiga sæti við borðið kann að hljóma vel í eyrum einhverra þar til málið er skoðað ofan í kjölinn. Það er ástæða fyrir því að málflutningur Evrópusambandssinna breyttist fyrir um 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga í sambandið til þess að hafa þar áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað væri á þann sem þar sæti. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Krafa um einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins, þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess, heyrir í raun til algerra undantekninga í dag enda má nánast telja á fingrum annarra handar þá málaflokka sem það á enn við um. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem flestir eru væntanlega sammála um að skipta okkur Íslendinga mjög miklu máli. Þess í stað fer vægi ríkjanna við ákvarðanir innan sambandsins í langflestum tilfellum fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra eins og lesa má um á vefsíðu þess. Með hverjum nýjum sáttmála Evrópusambandsins í gegnum tíðina hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans 2009, sem í dag er grundvallarlöggjöf sambandsins, var það gert í um 40 málaflokkum á einu bretti. Þetta hafa ríki Evrópusambandsins ítrekað samþykkt að lokum þrátt fyrir sum þeirra hafi í fyrstu lagzt gegn því. Einkum þau fámennari. Mikill þrýstingur er innan sambandsins á það að áfram verði haldið á þessari braut og einróma samþykki afnumið enn frekar. Stærstu ríkin ráða ferðinni Langflestar ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins eru háðar því að 55% ríkjanna standi að baki þeim með 65% íbúa sambandsins en fjögur stærstu ríki Evrópusambandsins, Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, hafa 58% íbúanna á bak við sig. Jafnvel þó öll hin ríkin 23 tækju sig saman þyrfti þau engu að síður í langflestum tilfellum tvö af stærstu ríkjunum fjórum í lið með sér til þess að hægt væri að taka ákvarðanir. Til samanburðar væri Ísland langfámennasta ríkið innan sambandsins með 0,08% íbúafjöldans. Hins vegar skiptir ekki síður máli að einungis þarf fjögur ríki til þess að hindra ákvarðanatöku í ráðherraráðinu svo framarlega að þau hafi yfir 35% íbúafjöldans innan Evrópusambandsins á bak við sig. Með öðrum orðum geta stærstu ríkin fjögur stöðvað hvaða mál sem er í ráðinu fyrir utan þau fáu tilfelli þar sem enn er krafizt einróma samþykkis og þar sem einfaldur meirihluti gildir. Raunar nægir Þýzkalandi og Frakklandi nánast hvaða tvö ríki sem eru þar sem þau vantar einungis um 1,6% til þess að ná yfir 35% íbúafjöldans. Væri ekki fulltrúi Íslands Viðmiðið er að sama skapi fyrst og fremst íbúafjöldi ríkjanna í tilfelli þings Evrópusambandsins. Þannig hefur Þýzkaland 96 þingmenn af um 700 en til samanburðar hefði Ísland sex þingmenn innan þess. Þar er ekkert einróma samþykki heldur gildir einfaldlega meirihlutinn. Ljóst er að vægi Íslands yrði dropi í hafið við slíkar aðstæður og margfalt minna en fámennasti þingflokkurinn hefur á Alþingi. Við þetta bætist að þingmennirnir myndu ólíklega eiga samstarf þar sem að þeir myndu dreifast á ólíka þingflokka. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni eins og sumir hafa fullyrt að væri raunin. Hið rétta er að þó ríkin tilnefni einn fulltrúa hvert er tekið skýrt fram í 3. tölulið, 17. greinar Lissabon-sáttmálans (TEU) að þeim sé með öllu óheimilt að fylgja fyrirmælum frá ríkisstjórnum ríkjanna. Með öðrum orðum er deginum ljósara að þó Íslendingur sæti í framkvæmdastjórninni, tilnefndur af hérlendum stjórnvöldum, gæti hann ekki á nokkurn hátt talizt fulltrúi íslenzkra hagsmuna. Sitja ekki við sama borð Fjölmennustu ríki Evrópusambandsins eru þannig bæði í lykil- og yfirburðastöðu þegar kemur að ákvarðanatöku á vettvangi þess. Bæði varðandi það að samþykkja mál og að hindra samþykkt þeirra. Við þetta bætist að fulltrúar stærstu ríkjanna samræma iðulega áherzlur sínar fyrir afgreiðslu mála innan sambandsins. Enginn skortur er á því að fámennari ríki, en þó margfalt fjölmennari en Ísland, hafi orðið undir í ráðherraráðinu og þar með talið í stórum hagsmunamálum fyrir þau. Til að mynda í sjávarútvegsmálum. Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að eiga sæti við borðið kann að hljóma vel í eyrum einhverra þar til málið er skoðað ofan í kjölinn. Það er ástæða fyrir því að málflutningur Evrópusambandssinna breyttist fyrir um 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga í sambandið til þess að hafa þar áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað væri á þann sem þar sæti. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun