Ný fjármálaáætlun kemur á næsta ári Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. mars 2022 12:28 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra stendur við væntingar sínar um að nýr þjóðarleikvangur verði tekinn í notkun á kjörtímabilinu þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir sérstöku fjármagni í fjármálaáætlun. Hann segir verkefnið á réttri leið og að framkvæmdir og möguleg tímalína eigi að skýrast betur í skýrslu sem verður lögð fyrir ríkisstjórn á næstu dögum. Ríkisstjórnin var sökuð um vanefndir af forsprökkum innan íþróttahreyfingarinnar í gær og borgarstjóri sagðist undrandi sökum þess að ekki er sérstaklega ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þetta þótti stangast á við það sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra boðaði meðal annars í Pallborðinu á Vísi skömmu eftir kosningar - þar sem hann sagði að það þyrfti ekki fleiri nefndir um málið. „Minn hugur stendur til þess að á þessu kjörtímabili geti maður farið á heimaleiki á nýjum þjóðarleikvöngum eða þá að það sé allavega mjög stutt inn í það,“ sagði Ásmundur í desember. Um stóra framkvæmd er að ræða og Ásmundur hefur vísað til þess að kostnaður gæti numið um tuttugu milljörðum króna samkvæmt skýrslum. Í fjármálaáætlun segir einungis að áfram verði unnið að undirbúningi stórra mála líkt og þjóðarleikvangs. Ótímabært sé að gera ráð fyrir slíku þar sem endanlegt umfang liggi ekki fyrir. Þrátt fyrir þetta segir Ásmundur Einar planið óbreytt. Að ýmsu þurfi þó að huga - meðal annars hvort nýir leikvangar fyrir körfubolta, frjálsar, handbolta og fótbolta verði í einni framkvæmd og á einum stað eða nokkrum. „Það liggur ekkert nákvæmlega fyrir varðandi hönnun, kostnað, staðsetningu. Það er það sem við erum að ljúka við núna. Það hefur nú yfirleitt eða oft verið frekar vandinn að við höfum haft fjármagn, en verkefni ekki verið tilbúið til framkvæmda. Við erum einfaldlega að setja mikinn pólitískan kraft í þetta mál.“ Til marks um það sé meðal annars starfandi stýrihópur um málið sem á að skila af sér stöðuskýrslu sem fer fyrir ríkisstjórn öðru hvoru megin við helgina. Þar megi búast við einhverjum fréttum af mögulegri tímalínu framkvæmda. „Ég meina fjármálaáætlun er endurskoðuð árlega og við höfum allt það fjármagn sem við þurfum af almennum framkvæmdaliðum ef til þess kemur þangað til.“ Gerirðu ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á þessu kjörtímabili? „Já, það höfum við sagt og það er markmiðið að framkvæmdir ekki bara hefjist á kjörtímabilinu, heldur ljúki við einhvern af þessum leikvöngum á kjörtímabilinu. Það er markmiðið.“ Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Ný þjóðarhöll Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira
Ríkisstjórnin var sökuð um vanefndir af forsprökkum innan íþróttahreyfingarinnar í gær og borgarstjóri sagðist undrandi sökum þess að ekki er sérstaklega ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þetta þótti stangast á við það sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra boðaði meðal annars í Pallborðinu á Vísi skömmu eftir kosningar - þar sem hann sagði að það þyrfti ekki fleiri nefndir um málið. „Minn hugur stendur til þess að á þessu kjörtímabili geti maður farið á heimaleiki á nýjum þjóðarleikvöngum eða þá að það sé allavega mjög stutt inn í það,“ sagði Ásmundur í desember. Um stóra framkvæmd er að ræða og Ásmundur hefur vísað til þess að kostnaður gæti numið um tuttugu milljörðum króna samkvæmt skýrslum. Í fjármálaáætlun segir einungis að áfram verði unnið að undirbúningi stórra mála líkt og þjóðarleikvangs. Ótímabært sé að gera ráð fyrir slíku þar sem endanlegt umfang liggi ekki fyrir. Þrátt fyrir þetta segir Ásmundur Einar planið óbreytt. Að ýmsu þurfi þó að huga - meðal annars hvort nýir leikvangar fyrir körfubolta, frjálsar, handbolta og fótbolta verði í einni framkvæmd og á einum stað eða nokkrum. „Það liggur ekkert nákvæmlega fyrir varðandi hönnun, kostnað, staðsetningu. Það er það sem við erum að ljúka við núna. Það hefur nú yfirleitt eða oft verið frekar vandinn að við höfum haft fjármagn, en verkefni ekki verið tilbúið til framkvæmda. Við erum einfaldlega að setja mikinn pólitískan kraft í þetta mál.“ Til marks um það sé meðal annars starfandi stýrihópur um málið sem á að skila af sér stöðuskýrslu sem fer fyrir ríkisstjórn öðru hvoru megin við helgina. Þar megi búast við einhverjum fréttum af mögulegri tímalínu framkvæmda. „Ég meina fjármálaáætlun er endurskoðuð árlega og við höfum allt það fjármagn sem við þurfum af almennum framkvæmdaliðum ef til þess kemur þangað til.“ Gerirðu ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á þessu kjörtímabili? „Já, það höfum við sagt og það er markmiðið að framkvæmdir ekki bara hefjist á kjörtímabilinu, heldur ljúki við einhvern af þessum leikvöngum á kjörtímabilinu. Það er markmiðið.“
Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Ný þjóðarhöll Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira