Aftur skekur fjárdráttur Íslensku kirkjuna í Noregi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. mars 2022 19:31 Á myndinni er Nordberg-kirkja í Noregi. Samsett mynd/Guðni Ölversson Gjaldkeri Íslensku kirkjunnar í Noregi hefur látið af störfum og honum vikið úr stjórn safnaðarins vegna mögulegs fjárdráttar. Kirkjan segir rökstuddan grun fyrir fjárdrættinum og gjaldkerinn hefur verið kærður til lögreglu. Í tilkynningu á vefsíðu safnaðarins segir að stjórn og starfsfólk eigi í góðu samstarfi við lögreglu. Kapp sé lagt á að upplýsa málið hratt og vel og kirkjan ætli sér að halda ótrauð áfram. Á vefsíðu safnaðarins segir enn fremur að gjaldkerinn hafi starfað fyrir söfnuðinn síðan hann var kosinn í stjórn árið 2018. Þá hafi hann einnig gegnt stöðu starfsmannastjóra safnaðarins. Þetta er í annað sinn á tæpum þremur árum sem stjórnarmeðlimur kirkjunnar er sakaður um fjárdrátt. Árið 2019 lét formaður safnaðarins af störfum en þá komst upp um að hann hefði í nokkrum tilfellum misnotað greiðslukort í starfi sínu. Trúfélagið ákvað þá að kæra málið ekki til lögreglu. Á þeim tíma fór stjórn kirkjunnar fram á að formaðurinn mundi endurgreiða söfnuðinum vegna fjárdráttarins sem hann og gerði. Þá var einnig mikil ólga innan safnaðarins árið 2018 þegar prestur safnaðarins fór í námsleyfi. Á aðalfundi það ár urðu töluverð átök og stóð sá fundur í fimm klukkustundir, meðal annars vegna fjárhagsmála safnaðarins. Um 6000 manns voru skráðir í trúfélagið í Noregi árið 2019 en norska ríkið greiðir ákveðna upphæð á mánuði fyrir hvern skráðan einstakling til Íslensku kirkjunnar í Noregi. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Trúmál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslenski söfnuðurinn í Noregi kærir ekki fjárdrátt Stjórn Íslenska safnaðarins tók þá ákvörðun að kæra málið ekki til lögreglu og fór fram á að fráfarandi formaður mundi endurgreiða féð sem hann hefur gert. 22. júlí 2019 11:30 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Í tilkynningu á vefsíðu safnaðarins segir að stjórn og starfsfólk eigi í góðu samstarfi við lögreglu. Kapp sé lagt á að upplýsa málið hratt og vel og kirkjan ætli sér að halda ótrauð áfram. Á vefsíðu safnaðarins segir enn fremur að gjaldkerinn hafi starfað fyrir söfnuðinn síðan hann var kosinn í stjórn árið 2018. Þá hafi hann einnig gegnt stöðu starfsmannastjóra safnaðarins. Þetta er í annað sinn á tæpum þremur árum sem stjórnarmeðlimur kirkjunnar er sakaður um fjárdrátt. Árið 2019 lét formaður safnaðarins af störfum en þá komst upp um að hann hefði í nokkrum tilfellum misnotað greiðslukort í starfi sínu. Trúfélagið ákvað þá að kæra málið ekki til lögreglu. Á þeim tíma fór stjórn kirkjunnar fram á að formaðurinn mundi endurgreiða söfnuðinum vegna fjárdráttarins sem hann og gerði. Þá var einnig mikil ólga innan safnaðarins árið 2018 þegar prestur safnaðarins fór í námsleyfi. Á aðalfundi það ár urðu töluverð átök og stóð sá fundur í fimm klukkustundir, meðal annars vegna fjárhagsmála safnaðarins. Um 6000 manns voru skráðir í trúfélagið í Noregi árið 2019 en norska ríkið greiðir ákveðna upphæð á mánuði fyrir hvern skráðan einstakling til Íslensku kirkjunnar í Noregi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Trúmál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslenski söfnuðurinn í Noregi kærir ekki fjárdrátt Stjórn Íslenska safnaðarins tók þá ákvörðun að kæra málið ekki til lögreglu og fór fram á að fráfarandi formaður mundi endurgreiða féð sem hann hefur gert. 22. júlí 2019 11:30 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Íslenski söfnuðurinn í Noregi kærir ekki fjárdrátt Stjórn Íslenska safnaðarins tók þá ákvörðun að kæra málið ekki til lögreglu og fór fram á að fráfarandi formaður mundi endurgreiða féð sem hann hefur gert. 22. júlí 2019 11:30