Brögð í tafli í kosningum VM Guðmundur Ragnarsson skrifar 31. mars 2022 14:01 Það er þannig með sannleikann að einu gildir hversu oft hann er sagður vera lygi. Það sem er rétt breytist ekki og sem betur fer kemur sannleikurinn oftast fram að lokum. Nú liggur ljóst fyrir að hreint kosningarsvindl var framkvæmt í formannskosningumVM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna sem lauk 22. mars sl. Þetta var gert að frumkvæði núverandi formanns með samþykki og stuðningi síðustu stjórnar félagsins. Í kosningunum var ítrekað kallað eftir því að samningur, sem formaður VM skrifaði undir án samþykkis stjórnar samkvæmt fundagerðum 30. nóvember 2021, yrði birtur. Það var skoðun margra að innihald samningsins breytti það miklu um rekstur félagsins að málið yrði að fara í kosningu hjá félagsmönnum. Stjórnarmenn samþykktu samninginn 20. janúar 2022, eða næstum tveimur mánuðum eftir að formaðurinn hafði undirritað hann. Stjórnin tók þá meðvituðu ákvörðun að þegja yfir innihaldi hans alla kosningabaráttuna og enginn stjórnarmanna fór fram á að samningurinn yrði birtur. Varamenn kölluðu ítrekað eftir því að samningurinn yrði birtur. Án árangurs. Stjórnarmenn aðstoðuðu formann VM við að fela klúðrið við þennan samruna við 2F fram yfir formannskosningarnar. Með þessu háttarlagi blandaði fráfarandi stjórn sér á fullu í kosningabaráttuna og sinnti ekki skyldum sínum gagnvart félagsmönnum. Blekking er ígildi svindls Blekkingunni var haldið áfram með því að halda fulltrúaráðsfund í félaginu þar sem handvalið var á hann og ekki boðið upp á fjarfund í landsfélagi. Á fulltrúarásfundinum var kallað eftir því að samningurinn um 2F yrði kynntur og fjárhagslegar skuldbindingar hans fyrir VM. Svar formanns var að málið væri á svo viðkvæmu stigi að ekki væri hægt að birta hann eða kostnaðinn af samningnum! Samt samþykktu sautján einstaklingar þetta án þess að hafa allar upplýsingar um hvað þeir voru að samþykkja. Tveir greiddu atkvæði á móti. Þetta klækjabragð notaði formaðurinn í sínum áróðri þó svo að fulltrúaráð VM hafi ekkert lagalegt vægi í lögum félagsins. Enn hélt blekkingin áfram án þess að stjórnarmenn tjáðu sig um málið. Varamenn í stjórn félagsins sendu fyrirspurn í fjórum liðum án þess að fá svör. Óhætt er að fullyrða að formaðurinn hefði varla náð endurkjöri hefðu þessar blekkingar verið afhjúpaðar. Á aðalfundi VM 25. mars síðastliðnum var kynning á 2F og þá kom sannleikurinn í ljós sem kallað hafði verið eftir varðandi kjarasvið félagsins og fleiri rekstrarþætti. Hvað er stéttarfélag án kjarasviðs? Það var eitt af stóru málunum sem kallað var eftir að fá svör við en því var vandlega haldið leyndu af stjórn. Mín rök voru að við það að kjarasviðið færi út úr félaginu þá væri það sameining við annað félag og yrði því að fara eftir lögum félagsins. Allar þessar yfirhylmingar sem formaður beitti með aðstoð stjórnar kalla ég hreint og klárt kosningarsvindl. Með því að blekkja félagsmenn og koma ekki þeim upplýsingum á framfæri sem kallað var eftir, tókst að koma í veg fyrir að mótframjóðendur til formanns gætu bent á vanhæfi formanns félagsins. Brýna nauðsyn bar auðvitað til að taka opna og gagnrýna umræðu um svo stórt mál eins og á að gera í lýðræðislegu stéttarfélagi. Fjármálin Varðandi brot á lögum VM vegna meðferðar á fjármunum félagsins við kaup á nýja húsnæðinu brást stjórn félagsins skyldum sínum. Í framhaldinu tók hún svo þátt í að leyna félagsmenn hinu sanna varðandi kostnað og heimildir fyrir kaupunum. Á stjórnarfundi var formaður inntur eftir því hvort ekki þyrfti að kalla eftir heimildum fyrir þeim mikla umframkostnaði sem húsakaupin kölluðu á eins og lög félagsins segja fyrir um. Svar formanns var NEI! hann myndi bera ábyrgð á þessu. Það er þarna sem sumir hafa talað um að um refsivert lögbrot sé um að ræða. Það er nefnilega ekkert í lögum VM sem heimilar formanni né öðrum að taka tvö til þrjú hundruð milljónir út úr sjóðum félagsins án löglegra samþykkta samkvæmt 21.gr. laga félagsins. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir stjórnarmanna komu enginn svör um útgjöld eða heimildir fyrir öllum fjárútlátum vegna húsakaupanna. Þegar umræða um þetta mál kom í fjölmiðla heldu stjórnarmenn gegn betri vitund hlífðarskildi yfir formanni. Þeir staðhæfðu gegn betri vitund að þetta væri lygi eins og allt annað sem sett var fram. Með öllum þessum blekkingum og mörgum öðrum tel ég að nýkjörinn stjórn félagsins beri að láta úrskurða nýafstaðnar formannskosningar ólöglegar í ljósi þess sem komið er fram.Að öðrum kosti mun ég leita réttar míns. Að framantöldu liggur ljóst fyrir að stjórn félagsins hafði með þessum vinnubrögðum veruleg áhrif á formanns- og stjórnarkosningarnar. Hefðu framangreindar staðreyndir verið upp á borðum er ólíklegt að núverandi formaður hefði hlotið áframhaldandi kosningu. Eðlilegt virðist jafnframt að þeir stjórnarmenn sem tóku þátt í yfirhylmingunni segi af sér. Hvað í samningnum mátti ekki upplýsa? Það var ótrúlegt að taka þátt í þessari kosningabaráttu og að hún skyldi snúast að stórum hluta um samning um félag sem heitir 2F og er að mér skilst að sé komið með nítján starfsmenn. Félagsmenn VM máttu ekki sjá samninginn eða vita hverjar skuldbindingar VM væru inn í félagið. Engin framtíðarsýn hafði verið dregin upp fyrir VM varðandi það hver staða félagsins yrði eftir þessar breytingar, sem auðvitað var ekki hægt meðan þessu er haldið leyndu fyrir félagsmönnum VM og öll gagnrýni sögð lygi. Slíkur feluleikur á ekki heima í nútíma stéttarfélagi. Allt þetta mál er á ábyrgð fyrrverandi stjórnar VM sem brást því miður skyldum sínum við félagsmenn. Því verður ný stjórn að bregðast við. Fái núverandi formaður að sitja áfram er siðleysið algert í VM. Eiga félagsmenn VM, eigendur félagsins, að sætta sig við svona vinnubrögð? Ég segi nei. Á þetta að vera hægt í alvöru stéttarfélagi á 21. öld? Ég segi nei. Með félagskveðju, Guðmundur Ragnarsson. Höfundur er frambjóðandi til formanns VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Stéttarfélög Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er þannig með sannleikann að einu gildir hversu oft hann er sagður vera lygi. Það sem er rétt breytist ekki og sem betur fer kemur sannleikurinn oftast fram að lokum. Nú liggur ljóst fyrir að hreint kosningarsvindl var framkvæmt í formannskosningumVM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna sem lauk 22. mars sl. Þetta var gert að frumkvæði núverandi formanns með samþykki og stuðningi síðustu stjórnar félagsins. Í kosningunum var ítrekað kallað eftir því að samningur, sem formaður VM skrifaði undir án samþykkis stjórnar samkvæmt fundagerðum 30. nóvember 2021, yrði birtur. Það var skoðun margra að innihald samningsins breytti það miklu um rekstur félagsins að málið yrði að fara í kosningu hjá félagsmönnum. Stjórnarmenn samþykktu samninginn 20. janúar 2022, eða næstum tveimur mánuðum eftir að formaðurinn hafði undirritað hann. Stjórnin tók þá meðvituðu ákvörðun að þegja yfir innihaldi hans alla kosningabaráttuna og enginn stjórnarmanna fór fram á að samningurinn yrði birtur. Varamenn kölluðu ítrekað eftir því að samningurinn yrði birtur. Án árangurs. Stjórnarmenn aðstoðuðu formann VM við að fela klúðrið við þennan samruna við 2F fram yfir formannskosningarnar. Með þessu háttarlagi blandaði fráfarandi stjórn sér á fullu í kosningabaráttuna og sinnti ekki skyldum sínum gagnvart félagsmönnum. Blekking er ígildi svindls Blekkingunni var haldið áfram með því að halda fulltrúaráðsfund í félaginu þar sem handvalið var á hann og ekki boðið upp á fjarfund í landsfélagi. Á fulltrúarásfundinum var kallað eftir því að samningurinn um 2F yrði kynntur og fjárhagslegar skuldbindingar hans fyrir VM. Svar formanns var að málið væri á svo viðkvæmu stigi að ekki væri hægt að birta hann eða kostnaðinn af samningnum! Samt samþykktu sautján einstaklingar þetta án þess að hafa allar upplýsingar um hvað þeir voru að samþykkja. Tveir greiddu atkvæði á móti. Þetta klækjabragð notaði formaðurinn í sínum áróðri þó svo að fulltrúaráð VM hafi ekkert lagalegt vægi í lögum félagsins. Enn hélt blekkingin áfram án þess að stjórnarmenn tjáðu sig um málið. Varamenn í stjórn félagsins sendu fyrirspurn í fjórum liðum án þess að fá svör. Óhætt er að fullyrða að formaðurinn hefði varla náð endurkjöri hefðu þessar blekkingar verið afhjúpaðar. Á aðalfundi VM 25. mars síðastliðnum var kynning á 2F og þá kom sannleikurinn í ljós sem kallað hafði verið eftir varðandi kjarasvið félagsins og fleiri rekstrarþætti. Hvað er stéttarfélag án kjarasviðs? Það var eitt af stóru málunum sem kallað var eftir að fá svör við en því var vandlega haldið leyndu af stjórn. Mín rök voru að við það að kjarasviðið færi út úr félaginu þá væri það sameining við annað félag og yrði því að fara eftir lögum félagsins. Allar þessar yfirhylmingar sem formaður beitti með aðstoð stjórnar kalla ég hreint og klárt kosningarsvindl. Með því að blekkja félagsmenn og koma ekki þeim upplýsingum á framfæri sem kallað var eftir, tókst að koma í veg fyrir að mótframjóðendur til formanns gætu bent á vanhæfi formanns félagsins. Brýna nauðsyn bar auðvitað til að taka opna og gagnrýna umræðu um svo stórt mál eins og á að gera í lýðræðislegu stéttarfélagi. Fjármálin Varðandi brot á lögum VM vegna meðferðar á fjármunum félagsins við kaup á nýja húsnæðinu brást stjórn félagsins skyldum sínum. Í framhaldinu tók hún svo þátt í að leyna félagsmenn hinu sanna varðandi kostnað og heimildir fyrir kaupunum. Á stjórnarfundi var formaður inntur eftir því hvort ekki þyrfti að kalla eftir heimildum fyrir þeim mikla umframkostnaði sem húsakaupin kölluðu á eins og lög félagsins segja fyrir um. Svar formanns var NEI! hann myndi bera ábyrgð á þessu. Það er þarna sem sumir hafa talað um að um refsivert lögbrot sé um að ræða. Það er nefnilega ekkert í lögum VM sem heimilar formanni né öðrum að taka tvö til þrjú hundruð milljónir út úr sjóðum félagsins án löglegra samþykkta samkvæmt 21.gr. laga félagsins. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir stjórnarmanna komu enginn svör um útgjöld eða heimildir fyrir öllum fjárútlátum vegna húsakaupanna. Þegar umræða um þetta mál kom í fjölmiðla heldu stjórnarmenn gegn betri vitund hlífðarskildi yfir formanni. Þeir staðhæfðu gegn betri vitund að þetta væri lygi eins og allt annað sem sett var fram. Með öllum þessum blekkingum og mörgum öðrum tel ég að nýkjörinn stjórn félagsins beri að láta úrskurða nýafstaðnar formannskosningar ólöglegar í ljósi þess sem komið er fram.Að öðrum kosti mun ég leita réttar míns. Að framantöldu liggur ljóst fyrir að stjórn félagsins hafði með þessum vinnubrögðum veruleg áhrif á formanns- og stjórnarkosningarnar. Hefðu framangreindar staðreyndir verið upp á borðum er ólíklegt að núverandi formaður hefði hlotið áframhaldandi kosningu. Eðlilegt virðist jafnframt að þeir stjórnarmenn sem tóku þátt í yfirhylmingunni segi af sér. Hvað í samningnum mátti ekki upplýsa? Það var ótrúlegt að taka þátt í þessari kosningabaráttu og að hún skyldi snúast að stórum hluta um samning um félag sem heitir 2F og er að mér skilst að sé komið með nítján starfsmenn. Félagsmenn VM máttu ekki sjá samninginn eða vita hverjar skuldbindingar VM væru inn í félagið. Engin framtíðarsýn hafði verið dregin upp fyrir VM varðandi það hver staða félagsins yrði eftir þessar breytingar, sem auðvitað var ekki hægt meðan þessu er haldið leyndu fyrir félagsmönnum VM og öll gagnrýni sögð lygi. Slíkur feluleikur á ekki heima í nútíma stéttarfélagi. Allt þetta mál er á ábyrgð fyrrverandi stjórnar VM sem brást því miður skyldum sínum við félagsmenn. Því verður ný stjórn að bregðast við. Fái núverandi formaður að sitja áfram er siðleysið algert í VM. Eiga félagsmenn VM, eigendur félagsins, að sætta sig við svona vinnubrögð? Ég segi nei. Á þetta að vera hægt í alvöru stéttarfélagi á 21. öld? Ég segi nei. Með félagskveðju, Guðmundur Ragnarsson. Höfundur er frambjóðandi til formanns VM.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun