„Mér finnst gaman að hafa mikið að gera,“ segir Áslaug í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Jákastið. „En þegar maður er í þessu starfi þá getur maður alltaf gert meira en svo verður maður líka að passa upp á sjálfan sig og passa að klára sig ekki.“
Hún segist vera lífsglöð manneskja með mikinn áhuga á fólki. Hún segist reyna að halda í jákvæðnina.
„Það er kannski minn helsti kostur að ég er ekki hrædd við margt og það að tapa eða ná ekki árangri það er allt í lagi, þú lærir eitthvað á því.“
Áslaug segir að orðræðan sé oft neikvæð á samfélagsmiðlum hjá fólki á öllum aldri.
„Sem manni finnst alvarlegt sem fordæmi fyrir yngra fólkið sem kannski talar jafn ógeðslega á TikTok og eldra fólkið talar á Facebook eða í kommentakerfunum.“
Viðtal Kristjáns Hafþórssonar við Áslaugu Örnu má heyra á vef TAL og í spilaranum hér fyrir neðan.