Úkraínuforseti hvetur til að sett verði hafnbann á Rússa um allan heim Heimir Már Pétursson skrifar 31. mars 2022 19:45 Úkraínskir hermenn sitja á brynvörðum trukk sem ekið var í gegnum svæði sem Rússar höfðu áður á valdi sínu í nágrenni Kænugarðs. AP/Vadim Ghirda Allt bendir til að Rússar séu að safna liði til stórsóknar í austurhluta Úkraínu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag segir ekkert að marka yfirlýsingar þeirra um að hernaðaraðgerðum væri lokið í norðurhluta landsins. Forseti Úkraínu skorar á ríki heims að setja hafnbann á rússnesk skip. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ekkert að marka yfirlýsingar Rússa um að þeir hafi ákveðið að draga úr herstyrk sínum við höfuðborgina Kænugarð og aðrar borgir í norðurhluta landsins og einbeita sér að Donbashéraði í austri. Rússar hafa valdið gífurlegu tjóni í borginni Irpin skammt utan við höfuðborgina Kænugarð en hún er með yngri borgum landsins.AP/Efrem Lukatsky „Við vitum að þeir hafa ekki dregið sig til baka heldur verið hraktir til undanhalds af hersveitum okkar,“ sagði Zelenskyy í dag. Jeremy Fleming yfirmaður bresku leyniþjónustunnar segir að rússneskum stjórnvöldum hljóti að vera ljóst hvers konar mistök hafi verið gerð með innrásinni í Úkraínu.AP/Frank Augstein Jeremy Fleming yfirmaður bresku leyniþjónustunnar segir augljóst að Putin Rússlandsforseti hafi fullkomlega vanmetið stöðuna. Vanmetið baráttuþrek Úkraínumanna, lamandi áhrif refsiaðgerða Vesturlanda á rússneskan efnahag og ofmetið möguleika sína á skjótum sigri. „Við höfum séð að rússneska hermenn hefur bæði skort vopn og baráttuþrek og neita að fara eftir skipunum. Þeir hafa eyðilagt eigin búnað og jafnvel slysast til að skjóta niður eigin flugvélar,“ segir Fleming. Flóttafólk sem kom til Póllands frá norðurhluta Úkraínu í dag staðfestir að Rússar væru enn að skjóta á borgir í norðurhlutanum. Hin 34 ára Ksenia Tyanutova segir fólk varla komast frá borginni Chernihiv. Konur sem komu með börn sín til Póllands í dag segja ekkert að marka yfirlýsingar Rússa um að þeir ætli að draga úr árásum á borgir í norðurhluta Úkraínu.AP/Sergei Grits „Okkur var sagt að dregið yrði úr árásum á Chernihiv en það er ekki rétt. Ef eitthvað er hafa þeir aukið sprengjuárásir sínar. Þeir sprengja allt sem þeir geta, almenning og hlífa engu í borginni.Þeir hafa sprengt upp síðustu göngubrúna yfir á sem þarf að fara til yfir til að komast frá borginni þannig að fólk er byrjað að róa yfir ána á kajökum og bátum og sumir voru skotnir á leiðinni,“ sagði Tyanutova. Hún vildi vekja athygli umheimsins á umsátri Rússa um borgina sem kæmi í veg fyrir að hjálpargögn kæmust til borgarinnar. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir Rússa vera að undirbúa stórsókn í austurhluta Úkraínu.AP/Thibault Camus Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri segir NATO segir að meta verði Rússa út frá gjörðum þeirra. Þeir hafi ítrekað hafa logið til um fyrirætlanir sínar og því væri yfirlýsingum þeirra ekki treystandi. „Samkvæmt okkar heimildum eru rússneskar hersveitir ekki að draga sig til baka heldur staðsetja sig upp á nýtt. Þeir eru að reyna að safna liði, vistum og búnaði til árása í Donbashéraði. Zelenskyy forseti hvatti til þess í dag að Rússar verði einangraðir enn frekar rétt eins og þeir hefðu einangrað íbúa hafnarborgarinnar Mariupol með því að banna rússnesk skip í öllum höfnum. Í dag átti enn einu sinni að reyna að koma einhverjum þeirra 160 þúsund manns sem eftir eru í borginni á brott. En hingað til hafa Rússar ráðist á bílalestir flóttafólks eða þvingað íbúana inn á sín yfirráðasvæði. Volodymyr Zelenskyy hvatti til þess í ávarpi til belgíska þingsins í dag að enn yrði hert á aðgerðum gegn Rússum með því að banna skipum þeirra að koma til allra hafna.AP/Virginia Mayo „Rússar hafa lokað öllum leiðum til borgarinnar og hindra aðkomu að henni frá hafi.Ykkur er kunnugt um þetta. Það eru engar bjargir eftir í Mariupol, enginn matur, vatn og engin lyf. Þar er ekkert til að fólk geti lifað nokkurs konar lífi,“ sagði Zelenskyy í ávarpi til Belgíska þingsins í dag. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Tengdar fréttir Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16 Úkraínski Eurovision-sigurvegarinn Jamala á leið til Íslands Úkraínska söngkonan Jamala sem vann Eurovision 2016 með laginu 1944 kemur fram í söfnunar- og skemmtiþættinum Heimsins mikilvægasta kvöld. 31. mars 2022 12:59 Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. 31. mars 2022 12:12 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ekkert að marka yfirlýsingar Rússa um að þeir hafi ákveðið að draga úr herstyrk sínum við höfuðborgina Kænugarð og aðrar borgir í norðurhluta landsins og einbeita sér að Donbashéraði í austri. Rússar hafa valdið gífurlegu tjóni í borginni Irpin skammt utan við höfuðborgina Kænugarð en hún er með yngri borgum landsins.AP/Efrem Lukatsky „Við vitum að þeir hafa ekki dregið sig til baka heldur verið hraktir til undanhalds af hersveitum okkar,“ sagði Zelenskyy í dag. Jeremy Fleming yfirmaður bresku leyniþjónustunnar segir að rússneskum stjórnvöldum hljóti að vera ljóst hvers konar mistök hafi verið gerð með innrásinni í Úkraínu.AP/Frank Augstein Jeremy Fleming yfirmaður bresku leyniþjónustunnar segir augljóst að Putin Rússlandsforseti hafi fullkomlega vanmetið stöðuna. Vanmetið baráttuþrek Úkraínumanna, lamandi áhrif refsiaðgerða Vesturlanda á rússneskan efnahag og ofmetið möguleika sína á skjótum sigri. „Við höfum séð að rússneska hermenn hefur bæði skort vopn og baráttuþrek og neita að fara eftir skipunum. Þeir hafa eyðilagt eigin búnað og jafnvel slysast til að skjóta niður eigin flugvélar,“ segir Fleming. Flóttafólk sem kom til Póllands frá norðurhluta Úkraínu í dag staðfestir að Rússar væru enn að skjóta á borgir í norðurhlutanum. Hin 34 ára Ksenia Tyanutova segir fólk varla komast frá borginni Chernihiv. Konur sem komu með börn sín til Póllands í dag segja ekkert að marka yfirlýsingar Rússa um að þeir ætli að draga úr árásum á borgir í norðurhluta Úkraínu.AP/Sergei Grits „Okkur var sagt að dregið yrði úr árásum á Chernihiv en það er ekki rétt. Ef eitthvað er hafa þeir aukið sprengjuárásir sínar. Þeir sprengja allt sem þeir geta, almenning og hlífa engu í borginni.Þeir hafa sprengt upp síðustu göngubrúna yfir á sem þarf að fara til yfir til að komast frá borginni þannig að fólk er byrjað að róa yfir ána á kajökum og bátum og sumir voru skotnir á leiðinni,“ sagði Tyanutova. Hún vildi vekja athygli umheimsins á umsátri Rússa um borgina sem kæmi í veg fyrir að hjálpargögn kæmust til borgarinnar. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir Rússa vera að undirbúa stórsókn í austurhluta Úkraínu.AP/Thibault Camus Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri segir NATO segir að meta verði Rússa út frá gjörðum þeirra. Þeir hafi ítrekað hafa logið til um fyrirætlanir sínar og því væri yfirlýsingum þeirra ekki treystandi. „Samkvæmt okkar heimildum eru rússneskar hersveitir ekki að draga sig til baka heldur staðsetja sig upp á nýtt. Þeir eru að reyna að safna liði, vistum og búnaði til árása í Donbashéraði. Zelenskyy forseti hvatti til þess í dag að Rússar verði einangraðir enn frekar rétt eins og þeir hefðu einangrað íbúa hafnarborgarinnar Mariupol með því að banna rússnesk skip í öllum höfnum. Í dag átti enn einu sinni að reyna að koma einhverjum þeirra 160 þúsund manns sem eftir eru í borginni á brott. En hingað til hafa Rússar ráðist á bílalestir flóttafólks eða þvingað íbúana inn á sín yfirráðasvæði. Volodymyr Zelenskyy hvatti til þess í ávarpi til belgíska þingsins í dag að enn yrði hert á aðgerðum gegn Rússum með því að banna skipum þeirra að koma til allra hafna.AP/Virginia Mayo „Rússar hafa lokað öllum leiðum til borgarinnar og hindra aðkomu að henni frá hafi.Ykkur er kunnugt um þetta. Það eru engar bjargir eftir í Mariupol, enginn matur, vatn og engin lyf. Þar er ekkert til að fólk geti lifað nokkurs konar lífi,“ sagði Zelenskyy í ávarpi til Belgíska þingsins í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Tengdar fréttir Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16 Úkraínski Eurovision-sigurvegarinn Jamala á leið til Íslands Úkraínska söngkonan Jamala sem vann Eurovision 2016 með laginu 1944 kemur fram í söfnunar- og skemmtiþættinum Heimsins mikilvægasta kvöld. 31. mars 2022 12:59 Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. 31. mars 2022 12:12 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16
Úkraínski Eurovision-sigurvegarinn Jamala á leið til Íslands Úkraínska söngkonan Jamala sem vann Eurovision 2016 með laginu 1944 kemur fram í söfnunar- og skemmtiþættinum Heimsins mikilvægasta kvöld. 31. mars 2022 12:59
Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. 31. mars 2022 12:12