„Nú er kominn tími til að hafa aftur gaman“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. apríl 2022 12:43 Gauti Þeyr er einn af skipuleggjendum snjóbretta-og tónlistarhátíðarinnar Ak Extreme. Vísir/Vilhelm Snjóbretta-og tónlistarhátíðin AK Extreme er snúin aftur eftir margra ára fjarveru. Hátíðin fer af stað með miklum látum en í dag verður brunkeppni og grillveisla í Hlíðarfjalli og er öllum boðið. Norðanmenn þekkja hátíðina afar vel enda myndast mikil stemning þegar bæjarbúar flykkjast í miðbæinn til að fylgjast með tilþrifum snjóbrettakappanna. Gauti Þeyr Másson sem er betur þekktur sem Emmsjé Gauti segir ekki hafi reynst unt að halda hátíðina í mörg ár meðal annars vegna faraldursins og því sé eftirvæntingin og spennan gríðarleg. Fréttastofa ræddi við Gauta í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það eru allir þyrstir eftir langa pásu og nú er kominn tími til að hafa gaman aftur. Maður finnur að það hefur aldrei gengið jafnvel að selja miða þannig að við erum að búast við miklu partíi.“ Í kvöld og annað kvöld verður sérleg tónlistarveisla í Sjallanum á Akureyri en tónlistarfólk á borð við Aron Can, Birni og Bríet mun stíga á svið. Gauti segir að það sé næstum uppselt á tónleikana en að snjóbrettahluti hátíðarinnar sé alveg ókeypis. Sjá nánar: Árshátíð snjóbrettaiðkenda „Við „störtum“ hátíðinni „officially“ með brunkeppni og grillveislu þar sem öllum er boðið. Síðan á morgun, eins og Akureyringar og aðdáendur hátíðarinnar eru búnir að taka eftir, þá verðum við ekki með gámastæðurnar í bænum eins og við höfum vanalega gert því það var bara svo lítill fyrirvari þannig að við færðum stóru pallana upp í fjall og verðum þar klukkan eitt og síðan verðum við með innanbæjarsnjóbrettakeppni þar sem menn verða að renna sér á handriðum, hoppa niður stiga og gera alls konar kúnstir. Þetta verður í Skátagilinu á morgun og byrjar klukkan 20.00.“ Frá AK Extreme á Akureyri 2018.Erlendur Þór Magnússon „Hetjurnar að norðan“ breyttu leiknum Gauti var spurður hvort snjóbrettasenan sé enn jafn sterk og hún var en bræðurnir Eiríkur og Halldór Helgasynir lyftu íþróttinni á hærra plan á sínum tíma. „Það sem strákarnir gerðu, hetjurnar að norðan, settu náttúrulega bara gott fordæmi fyrir því að það væri hægt að gera þetta af alvöru því áður en þeir gera þetta þá var enginn atvinnumaður frá Íslandi,“ sagði Gauti sem bætti við að það væri hans tilfinning að íþróttin væri að styrkjast og festast í sessi. Hættir ef íþróttin verður of formleg Aðspurður segir Gauti þó að íþróttin megi aldrei verða of formleg heldur sé það aðlaðandi hvað hún sé hrá og óhefluð. „Það fallega við snjóbretti er að þetta er alltaf smá „sketchy“. Um leið og þetta verður fullkomlega skipulagt allt saman þá verðum við bara að hætta,“ sagði Gauti og skellti upp úr. Dagskráin er eftirfarandi: Föstudagur 1. apríl. 18.30 Mæting við skálann í Hlíðarfjalli. Red bull Extreme downhill fyrir alla. 19.00 Sprettur-inn og Red Bull bjóða öllum í grillpartý í Hlíðarfjalli. 23.00 Tónleikar í Sjallanum Laugardagur 2. apríl 13.00-16.00 Red Bull BigAir í Hlíðarfjalli og Junior Big Air í Hlíðarfjalli. Öllum velkomið að taka þátt. 20.00-21.30 Red Bull Jib mót niðri í bæ á Akureyri 23.00 Tónleikar í Sjallanum Snjóbrettaíþróttir Akureyri Tónlist Tengdar fréttir Árshátíð snjóbrettaiðkenda á AK Extreme á Akureyri um helgina Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme fer nú fram á Akureyri. Hátíðin er haldin í Hlíðarfjalli og í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið í Skátagili, Vamos og Sjallanum. 1. apríl 2022 09:59 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Sjá meira
Norðanmenn þekkja hátíðina afar vel enda myndast mikil stemning þegar bæjarbúar flykkjast í miðbæinn til að fylgjast með tilþrifum snjóbrettakappanna. Gauti Þeyr Másson sem er betur þekktur sem Emmsjé Gauti segir ekki hafi reynst unt að halda hátíðina í mörg ár meðal annars vegna faraldursins og því sé eftirvæntingin og spennan gríðarleg. Fréttastofa ræddi við Gauta í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það eru allir þyrstir eftir langa pásu og nú er kominn tími til að hafa gaman aftur. Maður finnur að það hefur aldrei gengið jafnvel að selja miða þannig að við erum að búast við miklu partíi.“ Í kvöld og annað kvöld verður sérleg tónlistarveisla í Sjallanum á Akureyri en tónlistarfólk á borð við Aron Can, Birni og Bríet mun stíga á svið. Gauti segir að það sé næstum uppselt á tónleikana en að snjóbrettahluti hátíðarinnar sé alveg ókeypis. Sjá nánar: Árshátíð snjóbrettaiðkenda „Við „störtum“ hátíðinni „officially“ með brunkeppni og grillveislu þar sem öllum er boðið. Síðan á morgun, eins og Akureyringar og aðdáendur hátíðarinnar eru búnir að taka eftir, þá verðum við ekki með gámastæðurnar í bænum eins og við höfum vanalega gert því það var bara svo lítill fyrirvari þannig að við færðum stóru pallana upp í fjall og verðum þar klukkan eitt og síðan verðum við með innanbæjarsnjóbrettakeppni þar sem menn verða að renna sér á handriðum, hoppa niður stiga og gera alls konar kúnstir. Þetta verður í Skátagilinu á morgun og byrjar klukkan 20.00.“ Frá AK Extreme á Akureyri 2018.Erlendur Þór Magnússon „Hetjurnar að norðan“ breyttu leiknum Gauti var spurður hvort snjóbrettasenan sé enn jafn sterk og hún var en bræðurnir Eiríkur og Halldór Helgasynir lyftu íþróttinni á hærra plan á sínum tíma. „Það sem strákarnir gerðu, hetjurnar að norðan, settu náttúrulega bara gott fordæmi fyrir því að það væri hægt að gera þetta af alvöru því áður en þeir gera þetta þá var enginn atvinnumaður frá Íslandi,“ sagði Gauti sem bætti við að það væri hans tilfinning að íþróttin væri að styrkjast og festast í sessi. Hættir ef íþróttin verður of formleg Aðspurður segir Gauti þó að íþróttin megi aldrei verða of formleg heldur sé það aðlaðandi hvað hún sé hrá og óhefluð. „Það fallega við snjóbretti er að þetta er alltaf smá „sketchy“. Um leið og þetta verður fullkomlega skipulagt allt saman þá verðum við bara að hætta,“ sagði Gauti og skellti upp úr. Dagskráin er eftirfarandi: Föstudagur 1. apríl. 18.30 Mæting við skálann í Hlíðarfjalli. Red bull Extreme downhill fyrir alla. 19.00 Sprettur-inn og Red Bull bjóða öllum í grillpartý í Hlíðarfjalli. 23.00 Tónleikar í Sjallanum Laugardagur 2. apríl 13.00-16.00 Red Bull BigAir í Hlíðarfjalli og Junior Big Air í Hlíðarfjalli. Öllum velkomið að taka þátt. 20.00-21.30 Red Bull Jib mót niðri í bæ á Akureyri 23.00 Tónleikar í Sjallanum
Snjóbrettaíþróttir Akureyri Tónlist Tengdar fréttir Árshátíð snjóbrettaiðkenda á AK Extreme á Akureyri um helgina Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme fer nú fram á Akureyri. Hátíðin er haldin í Hlíðarfjalli og í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið í Skátagili, Vamos og Sjallanum. 1. apríl 2022 09:59 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Sjá meira
Árshátíð snjóbrettaiðkenda á AK Extreme á Akureyri um helgina Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme fer nú fram á Akureyri. Hátíðin er haldin í Hlíðarfjalli og í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið í Skátagili, Vamos og Sjallanum. 1. apríl 2022 09:59